Pitaya sumarskál full af orku
Uppáhalds vörurnar mínar
15th April 2024
Uppáhalds vörurnar mínar
15th April 2024
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Pitaya sumarskál full af orku

Ég elska Pitaya smoothie skálar.

Ég kynntist þeim þegar ég var í hráfæðiskokkanámi í Kaliforníu og þegar ég var að ferðast um Asíu og síðan þá hafa þær verið í miklu uppáhaldi hjá mér.



Lengi vel var hvergi að finna frosin Pitaya ávöxt á Íslandi en mér til mikillar ánægju hefur hann náð að líta dagsins ljós hér á landi. Mér fannst því upplagt að deila með þér dásamlegri uppskrift af Pitaya skál enda kemur hún manni í algjört sumarskap!

Ég fæ mér oft svona Pitaya skálar sem hádegismat en það má fá sér þær í morgunmat eða hvenær sem er á daginn. Það var ein sem vísaði í að þetta smakkaðist eins og ís! Þú verður að prófa…

Hvað er pitaya?

Pitaya eða drekaávöxtur eins og hann heitir á íslensku er skær bleikur ávöxtur sem vex í suðrænu umhverfi Suður Ameríku. Ávöxturinn er sérlega næringarríkur og þ.m.t. ríkur af trefjum, C-vítamíni og andoxunarefnum. Drekaávöxtur er meðal fárra ávaxta sem innihalda járn en járnskortur er sérstaklega algengur hjá konum.

Pitaya getur einnig bætt meltingu þar sem það inniheldur forlífsgerla eða á ensku kallað “pre-biotic” sem er ákveðin tegund af trefjum sem getur aukið góðu gerlana í þarmaflórunni. Einnig getur hann bætt ónæmiskerfið vegna háu hlutfalli af C-vítamíni.

Piatya fæst hérlendis í duftformi eða frosið, hjá frosnu ávöxtum í matvörubúðum. Framboð á frosnu Pitaya fer eftir vertíð.

Lesa einnig:
Hindberjaskálin
Acai skál eiginmannsins
Miami-smoothieskál

Pitaya skál frá BalÍ

2-4 msk chia fræ lögð í bleyti
1/2 bolli ósætuð kókos- eða kasjúhnetumjólk og meira eftir þörfum
1 pakki pitaya frosið (Sjá athugaemdir) 
1 banani afhýddur og frosin 
1/2 bolli jarðaber frosin
1/2 bolli mangó frosið
1 skammtur af vegan próteini frá Vivolife með madagaskar vanillu (fæst hér)
1 tsk maca (val)

Ofaná má setja það sem ykkur lystir t.d: Möndlu- eða hnetusmjör, banana, jarðaber, bláber, ristaðar kókosflögur, gojiber, ósætað granóla, graskerfræ eða hnetur.

1. Hrærið chia fræjum, vökvanum og ávxötum saman í kröftugum blandara t.d Vitamix eða Nutribullet.

2. Bætið próteini og maca og hrærið örlítið til viðbótar.  Bætið við meiri vökva hægt og bítandi eftir þörfum. Varist að hræra ekki of mikið, þið viljið að aðferðin sé frosin og þykk. Aukið magn af jarðaberjum, mangó eða banana ef þið hafið hrært of mikið. Geymið í skál í frysti á meðan þið hafið til því sem þið viljið skreyta skálina með.

3. Skreytið skálina og njóti

Hér áður fékkst 100% ósætað Pitaya í frysti í einhverjum sérvöruverslunum landsins, en eins og gengur og gerist hér á landi er oft á tímum sem vara kemur í verslanir en hverfur jafnóðum. Þegar ég skrifa þessa grein þá fæst frosið Pitaya frá Finer fruits club í Nettó m.a, sjá hér en í því er 72% pitaya og svo restin er ásamt frosnum banana og mangó sem passar vel við uppskriftina. Ef þú finnur ekki Pitaya frosið er hægt að kaupa það í duftformi t.d þetta

Fyrir barnvænni útgáfu sleppið próteini og maca. Krakkar elska svona skálar, þeim finnst það eins og ís

Mig langar að heyra frá þér í spjallinu að neðan Hefur þú heyrt eða smakkað pitaya áður ? 


Endilega deilið á Facebook og mundu að tagga mig á Instagram ef þú prófar þessa uppskrift!

Mér finnst mjög gaman að heyra frá ykkur.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *