Hindberjaskálin
2 mín heilsupróf sem segir þér hvar heilsan er stödd!
26th september 2017
50 + og glímir við verki og orkuleysi?
10th október 2017
Show all

Hindberjaskálin

Er sykurlöngunin alveg að fara með þig?

Sykur er allt að þrjár vikur að fara úr líkamanum og áhrifaríkasta leiðin til að losna við sykurlöngun og fá meiri orku er að fara fara í gegnum matarhreinsun.

Í dag deili ég með þér fljótlegri hindberjaskál sem slær á sykurlöngunina og eins dags matarskipulag í hreinsun ókeypis!
Smelltu hér til að sækja 1 dags matseðil og innkaupalista!

Matseðillinn er sýnishorn af því sem þú gætir átt von á í Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem hefst á MORGUN! Hópurinn byrjar síðan 21.október að borða dásamlega fæðu í þriggja vikna hreinsun og fyllast orku, vellíðan og sátt í eigin skinni.

Ef þú misstir af Facebook Live í gær þar sem ég deildi sniðugum ráðunum gegn sykurpúkanum, getur þú smellt hér til að horfa á upptökuna!

Möndlur slá á sykurlöngun og veita langvarandi orku frameftir degi!

Möndlur gefa okkur góða fitu og prótein sem er seðjandi og jafnar blóðsykurinn.  Þetta getur hjálpað að draga úr sykurlöngun.

Möndlur  eru einnig góðar við hægðatregðu, geta létt á kvefeinkennum og aukið brennsluna. Möndlur eru því að tilvalið millimál og möndlumjólk góður grunnur í drykki.

Ef þið gerið ykkar eigin möndlumjólk er mikilvægt að leggja möndlurnar í bleyti kvöldið áður. Daginn eftir má skola af þeim með hreinu vatni. Þetta gerir möndlurnar auðmeltanlegri og auðveldar upptöku próteins.

shutterstock_468680858 copy

Bleik hindberjaskál

Þar sem októbermánuður er mánuður bleiku slaufunnar í baráttunni gegn krabbameini hjá konum er skálin vel við hæfi!

1 1/2 bolli möndlu- eða kasjúhnetumjólk

2 msk chiafræ

1 handfylli grænkál

1 bolli frosin hindber

1/2 frosinn banani


Til skrauts:

möndlur (saxaðar)

chia fræ

eplasneiðar

fersk ber

graskers-eða sesamfræ

Heimagerð möndlumjólk: 

Setjið 50 gr möndlur og 2 bolla af vatni í blandarakönnu. Hrærið. Setjið blönduna í gegnum grisjupoka og geymið í gleríláti í kæli (endist í 3-4 daga)


1. Setjið öll innihaldsefni í blandarakönnuna og hrærið.

2. Setjið í skál og skreytið með því sem þið viljið.


Ef þú vilt gera skálina að seðjandi bústi má skipta frosnum banana út fyrir ferskan.

Ég vona að þú prófir og láttu vita í spjallið hvernig smakkast!

Viltu fá uppskriftir og innkaupalista fyrir 1 dag í matarhreinsun?

Smelltu hér til að sækja eins dags matseðill og innkaupalista í hreinsun!

Með skráningu lærir þú einnig um Nýtt líf og Ný þú 4 mánaða lífstílsþjálfun sem hefst á morgun og hverskonar árangri má búast við.

Gríptu tækifærið áður en það verður of seint og skapaðu lífsstíl sem endist með Nýtt líf og Ný þú þjálfun hér en skráningu lýkur að miðnætti annaðkvöld og opnum við dyrnar ekki aftur fyrr en eftir ár!

Þér er sannarlega ætlað að lifa full af orku, laus við leiðindakílóin sem þvælst hafa fyrir þér, frjáls til að fara upp fjöll og firnindi án þess að verkja í skrokkinn — lífsglöð og sátt!

Ef þú hefur sett þig á hakan í dágóðan tíma er tími komin að gera eitthvað fyrir þig svo komdu yfir í góðan félagskap kvenna sem allar vinna að sama markinu með Nýtt líf og Ný þú þjálfuninni!

Þú ert þess virði og þú ert tilbúin í dag.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *