Sumarskál sem skorar!
15th June 2021Kókosjógúrt með ananas, granóla og ferskri myntu
29th June 2021Sumarskál sem skorar!
15th June 2021Kókosjógúrt með ananas, granóla og ferskri myntu
29th June 2021Viltu nýjar hugmyndir að hollum morgunmat? Hér eru nokkrar útfærslur til þess að prófa í sumar!
Nýlega fann ég að ég var ekki spennt fyrir morgunmatnum mínum lengur. Ég var hætt að vakna upp með hugsunina „ohh, ég get ekki beðið eftir því að borða morgunmat!“
Hefur þér liðið svona líka?
Það var kominn tími á að breyta aðeins til í rútínunni minni og því ákvað ég að prófa nýjar uppskriftr að morgunmat í nokkra daga. Ég gerði m.a pönnukökur, smoothie, granóla og fylgdist með hvernig mér leið eftir á: Hvernig hélt orkan sér? Hvernig var meltingin og almenn líðan?
Þetta er eitthvað sem kallast „morgunmatar-prófun“ og ég hvet konur sem eru í námskeiði hjá mér til þess að prófa þetta þegar þær eru að hefja breyttann lífstíl. Það síðasta sem við viljum er að enda á því að fá okkur Cheerios eða Kornflex þegar við eigum annríkt því það er lítil sem engin næring í því.
Hér deili ég með ykkur samantektinni úr morgunmatarprófuninni minni – kannski gefur þetta þér einhverjar hugmyndir til þess að prófa!
Lesa einnig :
Uppáhalds Acai skál eiginmannsins
Uppskrift að ljúffengum túrmerik latte
5 Hugmyndir að hollum morgunmat
1. Ef þig vantar eitthvað fljótlegt um miðja viku þá er tilvalið að útbúta kókosjógúrt! Þú getur sett hvað sem er yfir til þess að njóta með, mitt uppáhald eren ég elska að njóta þess með granóla, chia og ferskum ávöxtum. Þetta er sá morgunmatur sem ég fæ mér oftast í dag, ég algjörlega elska þetta og vakna alltaf spennt fyrir þessum morgunmat! Uppskrift er væntanleg 🙂
2. Á laugardögum fer ég yfirleitt í langa göngu um leið og ég vakna . Fyrir það finnst mér gott að fá mér grænann djús eða aðra einfalda djúsa með hafraklöttum! Djús og hafraklatta kombóið er tilvaldið því það er bæði létt á maga en gefur manni góða orku fyrir daginn. Í uppskrifarbókinni minni getur þú fundið fullt af ferskum uppskriftum til þess að prófa í sumar!
3. Sunnudagar kalla á eitthvað sætt! Það er alltaf vinsæl hugmynd að henda í hollar, góðar og glúteinlausar pönnukökur. Ég gerði tilraunir með vegan pönnukökur og pönnukökur með eggjum, með því að nota nokkrar mismunandi tegundir af glúteinlausu mjöli. Pönnukökurnar sem mér fannst bestar voru með spínati til þess að fá extra næringarefni, möndlu- og kókoshveiti og eggjum, bornar fram mmeð kókosjógúrti, ávöxtum, frosnum berjum og hnetusmjöri. Himneskt! Pönnukökurnar eru mjög seðjandi svo þær henta vel í hádegismat líka.
4. Súrdeigsbrauð með avocadomauki. Svo gott! Ég á ekki alltaf nýbakað spelt-súrdeigsbrauð heima en ég mun grípa í þennan kost annað slagið.
5. Hollar hráfæðis ‘crepes’ pönnukökur með berjum. Þetta er réttur sem ég lærði að gera í kokkanáminu mínu. Þær eru ekkert smá ljúffengar!
Mundu: Það það er engin ein klippt og skorin leið að þínu besta formi! Við erum öll ólík og það sem hentar fyrir aðra þarf ekki endilega að henta þér. Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að gera tilraunir með matinn og finna hvað er best fyrir okkar einstaka líkama!
Segðu mér svo frá í spjallið að neðan
Hvað færðu þér í morgunmat?
Hvernig líður þér eftir á, ertu með góða orku og seddu til hádegis?
Hlakka til að lesa frá þér í spjallinu að neðan! Og ef þessi grein vakti áhuga væri ég þakklát skyldir þú skella í like og deila yfir á samfélagsmiðlum.
Hafðir þú gaman af lestrinum? Kíktu þá á þessar færslur!
Svona lítur hreinsunardagur út
7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!