Svona lítur hreinsunardagur út
Nýárs orkuskotið mitt
2nd January 2020
7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun
14th January 2020
Show all

Svona lítur hreinsunardagur út

Deildu á facebook

Gleðilegt nýtt ár!

Í dag deili ég með þér uppskriftum fyrir nýárshreinsun og opnum við um leið með trompi fyrir skráningu á vinsælasta netfyrirlesturinn minn ,,Meiri orka og aukin brennsla með 3 einföldum skrefum”

Fyrirlesturinn verður haldinn 21. janúar kl 20:00 og er skráning hafin hér! Mæli ég með að skrá þig strax til að tryggja þér stað!

Á nýju ári þykir mér tilvalið að taka einn dag í það minnsta í smá hreinsun. Einföld hreinsun eins og sú sem ég deili með þér í dag frískar uppá líkamann, losar um bólgur og kemur manni rétt af stað inn í nýja árið.

Það er algengur misskilningur að við þurfum að fasta eða drekka eingöngu safa til þess að hreinsa líkamann. Hreinsunardagurinn hér neðar inniheldur bæði safa, jógúrt, hrökkkex, súpu og meira að segja súkkulaðikúlu.

Hreinsun er tími til að borða hreina fæðu og gefa meltingunni hvíld frá reyktum og sykruðum mat sem oft fylgir hátíðarhöldum. Góður svefn og að hlúa að líkamanum er eitthvað sem ég legg frekar áherslu á á hreinsunardegi.

Smá undirbúningur daginn áður en hreinsunardagur er tekinn er ávísun á að dagurinn gangur betur fyrir sig. Gefðu þér klukkustund eða svo til að versla inn og undirbúa. Einnig er hægt er að kaupa tilbúna safa eða búst drykki t.d frá Gló til að minnka fyrirhöfn.

 

DSC_0005

 

Hreinsunardagur

Morgunmatur – Grænn og hreinsandi safi

Það er engin betri leið (að mínu mati) til að byrja daginn heldur en á hressandi grænum safa!

 

Millimál – Súkkulaðikúlur

Millimálin eru val, ef maður finnur fyrir orkuleysi

 

Hádegi – Kókosjógúrt með jarðaberjum og banana

Það má útfæra jógúrtin á ýmsan hátt og nota með því hnetur, möndlur eða aðra ávexti en þá sem eru í uppskriftinni.

 

Millimál –  Hrökkbrauð og hummus

Einnig er hægt að nota gulrætur eða annað grænmeti í staðinn fyrir hrökkbrauð.

 

Kvöldmatur – Súpa eða Vegan lasagna

Hér mæli ég með að gera Vegan lasagna eða linsubaunasúpu með engifer sem þú finnur hér.

 

Undirbúningur

Verslið inn daginn áður, leggið chia fræ í bleyti fyrir jógúrt, útbúið hrökkbrauð eða/og súkkulaðikúlur til að hafa við hendi, einnig má flýta enn frekar fyrir og útbúa safann og jógúrtið.

Byrjið daginn á grænum safa og borðið næst þegar hungurtilfiningin kallar. Ef svengd er ekki mikil yfir daginn er óþarfi að borða allan matinn hér á matseðlinum. Ykkur er velkomið að skipta uppröðun uppskrifta eftir hentisemi, þetta hér að ofan er bara tillaga en má algjörlega hliðra til.

Ég vona að greinin veiti þér innblástur að setja heilsuna í forgang á þessu nýja ári og að þú verðir með okkur á fyrirlestrinum 21. janúar.  

Allar uppskriftirnar eru einfaldar og þægilegar, vegan og lausar við hvítan sykur og gluten.

Láttu vita í spjallið að neðan ef þú ætlar að skella þér í einn góðan hreinsunardag og ekki gleyma að tagga mig á Instagram ef þú prófar uppskriftirnar! Mér finnst alltaf jafn gaman að heyra og sjá frá ykkur.

Deildu síðan yfir á Facebook og byrjum árið með því að fylla líkamann af orkuríkum mat!

 

Viltu mæta nýja árinu frísk og orkumikil?

Komdu á ókeypis net- fyrirlestur sem ég er að halda 21. janúar kl 20:00 og lærðu hvernig þú getur öðlast meiri orku og aukna brennslu með 3 einföldum skrefum!

Með því að koma færðu einföld og sannreynd skref sem þú getur strax hafist handa á, uppskrift sem dregur úr sykurlöngun, próf sem tekur mið af heilsunni, næstu skref í breyttum lífsstíl og margt margt fleira! Takmörkuð pláss í boði!

Heilsa og hamingja

jmsignature

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *