6 uppskriftir sem losa um bólgur og bjúg
8 hollar grill uppskriftir
17th July 2023
Orkustangir með appelsínusúkkulaði og pistasíuhnetum
19th September 2023
8 hollar grill uppskriftir
17th July 2023
Orkustangir með appelsínusúkkulaði og pistasíuhnetum
19th September 2023
Show all
Deildu á facebook
Facebook

6 uppskriftir sem losa um bólgur og bjúg


Finnur þú fyrir bólgum og bjúg? 

Í dag deili ég með ykkur 6 uppskriftum sem draga úr bólgum og bjúg á náttúrulegan hátt.

Þessar uppskriftir styðja að auki við heilbrigt ónæmiskerfi, náttúrulega útgeilsun og getað aukið orkuna svo um munar.

Bólgumyndun er einn stærsta orsök frekari heilsubrests í dag og því mikilvægt að tækla bólgurnar fyrr en síðar. Þrátt fyrir að myndun á bólgum og bjúg getur verið margvísleg og persónubundin hverjum og einum hefur mataræðið undantekningarlaust áhrif. Bólgur getað komið eftir t.d mikið af unnu kjöti, áfengi, hvítum sykur, salti, óæskilegra olíu,  fæðuóþol hvort sem það sé vitað eða undirliggjandi eða próteinskortur. 

Sérstök fæða sem getur minnkað bólgur er til dæmis túrmerik sem er eitt af því besta en einnig engifer, kanil, grænt salat, grænmeti og ber svo eitthvað sé nefnt. Þessar fæður eru því ríkjandi í uppskriftum sem ég deili hér með ykkur.

Himneskur Mangó Lassi drykkur

Frískandi mangó búst sem er með karamellusteviu og töfrandi kryddblöndu. Innblásin af fræga mangó-lassi eftirréttinum í Indlandi. Bústið er seðjandi og getur því verið morgunmatur eða léttur hádegismatur.
Smelltu hér fyrir uppskrift.

Túrmerik hummus

Þessi hummus er í miklu uppáhaldi hjá mér og mörgum sem prófa hann. Hummusinn tekur ekki nema korter að vippa upp og þykir afar þægilegt að eiga þennan hummus inn í ísskáp til að grípa því hann passar með næstum öllu og flottur sem millimál. Smelltu hér fyrir uppskrift.

Túrmerik latte

Nú þegar sumarið fer að taka enda og þá er fátt meira kósy en að fá sér einn bragðgóðan latte. Túrmerik latte er einhvað sem ég held að gæti komið þér á óvart! Hér er túrmerik latte á tvo vegu, annars vegar heitt latte og hinsvegar íslatte. Hann er koffínlaus og er því hægt að njóta hans bæði á morgnana og kvöldin og hægt að sæta eftir smekk. Smelltu hér fyrir uppskrift.

Túrmerik dressing

Gyllt túrmerik-sólskindressing breytti lífi mínu þegar ég uppgötvaði hana og er ég ekkert að ýkja. Hún er innblásin af mínum sólríku ferðalögum og gefur manni sól í hjartað. Mér finnst hún passa vel með öllum salötum, grilluðu eða elduðu grænmeti og er hún einnig notuð í að gera blómkálsvængi sem koma skemmtilega á óvart
Smelltu hér fyrir uppskrift.

Blómkálsvængir

Djúsí blómkálsvængir sem eru meinhollir og stútfullir af góðri næringu. Ef þú hefur ekki prófað þá nú þegar þá getur þér hlakkað til, því þeir eru hreint æðislegir. Þessir blómkálsvængir eru tilvaldir í partýið og frábærir með flestum mat. Smelltu hér fyrir uppskrift. Smelltu hér fyrir uppskrift.

Heilsuskot

Heilsuskot sem rífur vel í. Frábært gegn kvefum og pestum og er ekki síður gegn bólgum og búg. Tekur aðeins 5 mín. Smelltu hér fyrir uppskrift.

Lesa einnig:
Losaðu þig við bólgur og bjúg
Svona lítur hreinsunardagurinn minn út
5 fæðutegundir sem draga úr bólgum og bjúg


Lífsstílsbreyting

Munið að lykilinn að því að halda bólgum og bjúg í skefjum til lengri tíma er með því að vinna á rót vandans sem veldur bólgum í fyrsta lagi með varanlegri lífsstílsbreytingu.

Til að koma þér af stað í breyttum lífsstíl og fá innsýn í langtímalausn með mataræði sem styður við minni bólgur, þyngdartap án öfga og hormón kvenna skráðu þig á ókeypis fyrirlestur hér.

Lumar þú á góðu ráði við bólgum og bjúg sem virkar best fyrir þig? Endilega deildu með okkur hér í spjallinu undir þessa færslu!

Ef þessi grein var gagnleg ekki gleyma að deila með vinkonu sem glímir við bjúg eða er áhugasöm um heilbrigt líferni.

Mundu svo að fylgja okkur á Facebook og Instagram.  fleiri uppskriftir og ráð.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *