
Besta hnetublanda sem ég hef smakkað
17th February 2025
Vinsælustu bloggin árið 2024
10th March 2025
Besta hnetublanda sem ég hef smakkað
17th February 2025
Vinsælustu bloggin árið 2024
10th March 2025Árið 2024 var fullt af nýjum og spennandi uppskriftum ég ákvað því að taka saman þær 8 vinsælustu! Þetta eru allt nýjar uppskriftir sem slógu í gegn, þær sem þið elskuðuð og deilduð hvað mest. Kannski prófaðir þú þær allar eða kannski leynist hér uppskrift sem þú misstir af?
–

–
Grænmetissúpa gegn flensu og kvefi
Þessi grænmetissúpa er hönnuð til að berjast gegn flensu og kvefi með innihaldsefnum sem styrkja ónæmiskerfið. Hún inniheldur meðal annars engifer, hvítlauk og cayenne pipar, sem eru þekkt fyrir bólgueyðandi og bakteríudrepandi eiginleika. Súpan er bæði næringarrík og bragðgóð, fullkomin til að hlýja sér á köldum dögum. Smelltu hér fyrir uppskrift.
–
–

–
Pitaya sumarskál full af orku
Þessi litríka og næringarríka pitaya-skál er full af vítamínum, andoxunarefnum og náttúrulegri orku. Hún er fersk, ávaxtarík og frábær kostur til að hressa sig við á hlýjum dögum. Smelltu hér fyrir uppskrift.
–
–

–
Orkugefandi hnetusmjörsþeytingur sem vinnur á sykurþörf
Þessi rjómakenndi hnetusmjörs- og bananaþeytingur er fljótlegur og næringarríkur drykkur sem slær á sykurþörfina og eykur orku. Hann inniheldur meðal annars hnetusmjör, banana, frosið blómkál og kanil, sem saman stuðla að stöðugum blóðsykri og náttúrulegri hreinsun líkamans. Smelltu hér fyrir uppskrift.
–
–

–
Hráfæðis snickers sem allir elska
Þú verður að prófa þessa hráfæðis Snickers-bita! Þeir eru hollir, sætir og ómótstæðilegir, með möndlubotni, hnetusmjöri og dökku súkkulaði. Fullkomnir fyrir sælkera sem vilja njóta. Smelltu hér fyrir uppskrift
–
–
Lesa einnig:
Vinsælustu uppskriftirnar mínar 2023
Vegan lasagna úr 5 hráefnum
Berjabúst fyrir breytingaskeiðið
–
–

—
Grillaður kjúklingur með sítrónu og salati
Þú verður að prófa þennan bragðgóða grillaða kjúkling með sítrónu og salati! Uppskriftin er einföld og fljótleg, fullkomin fyrir kvöldmat þegar tíminn er naumur. Kjúklingurinn er marineraður í sítrónu, óreganó og hvítlauk, grillaður til fullkomnunar og borinn fram með fersku klettasalati, aspas og vorlauk. Hollt og ljúffengt!
Smelltu hér fyrir uppskrift.
–
–

—
Miðjarðarhafs veisluplatti
Þú verður að prófa þennan Miðjarðarhafs veisluplatta! Hann er einfaldur, fljótlegur og fullkominn fyrir veislur eða samverustundir. Hann inniheldur falafel, pítubrauð, hummus og gríska jógúrt, sem saman mynda ljúffenga og fjölbreytta máltíð með ríkulegu úrvali af bragðgóðum réttum. Smelltu hér fyrir uppskrift.
—
–

—
Dásamlegt jarðarbrauð
Þetta heimagerða jarðarbrauð er næringarríkt, trefjaríkt og inniheldur holl fita. Það er auðvelt að aðlaga uppskriftina með mismunandi hnetum, fræjum eða rifnu grænmeti. Brauðið hentar vel sem millimál með hollu áleggi, eins og hummus. Smelltu hér fyrir uppskrift.
—
–

—
Einfaldur hummus á tvenna vegu
Þú verður að prófa þessa einfalda og bragðgóða hummusa! Þeir eru litríkir, næringarríkir og tilvaldir sem ídýfa eða álegg. Fullkomið fyrir hversdagslegar máltíðir eða veislur. Smelltu hér fyrir uppskrift.
–
–
Nú langar mig að heyra frá þér, ef þú hefur prófað eitthvað af þessum uppskriftum, hver er þín uppáhalds?
Láttu vita í spjallinu hér að neðan!
Mundu síðan að tagga Lifðu til fulls á instagram í story hjá þér eða þegar þú póstar með #lifdutilfulls. Við elskum að sjá ykkar útgáfur af matnum.
Áttu vinkonu sem gæti gagnast af þessari færslu? Deildu þessu bloggi endilega yfir til þess að við getum náð til fleiri og haldið áfram að deila uppskriftum til ykkar.

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

2 Comments
Ég hef ekki prófað neinar þessar uppskriftir..en margt hef ég prófað og prófa pottþétt eitthvað af þessum
Frábært að heyra! Endilega segðu okkur hvað þér finnst.