
7 hlutir sem geta gerst þegar þú sleppir sykri
18th November 2024
Hinn fullkomni vegan jólaís
2nd December 2024
7 hlutir sem geta gerst þegar þú sleppir sykri
18th November 2024
Hinn fullkomni vegan jólaís
2nd December 2024Jólin eru tími gleði, góðra veitinga og samverustunda og fátt toppar ilminn af nýbökuðum smákökum í eldhúsinu! Í dag deili ég með ykkur dásamlegri uppskrift að jólasmákökum frá Sollu Eiríks. Þessar kökur eru fullkomnar fyrir hátíðarnar og henta vel fyrir þá sem vilja njóta góðra veitinga á hollari hátt.
Solla Eiríks er konan á bak við Himneska hollustu, hún er þekkt fyrir fjölbreyttar og hollari uppskriftir sem gleðja bæði bragðlaukana og líkamann.
–

–
Súkkulaðibita smákökur
⅔ b kókosolía (eða vegan smjör)
1 bolli hrásykur
½ bolli möndlumjólk eða önnur mjólk
2 tsk vanilla
1 bolli spelt, fínt malað
1 bolli spelt, gróft malað
½ bolli kókosflögur
½ bolli kakó
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
¼-½ tsk sjávarsalt
200g sykurlaust súkkulaði, saxað t.d frá Balance.
—
—
Lesa einnig:
Súkkulaði brownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa
Súkkulaðibitaklattar með heslíhnetum og höfrum
Jóla súkkulaði trufflur með lakkrís
—
–
1. Setjið kókosolíu og kókospálmasykur í matvinnsluvél eða hrærivél og hrærið saman.
2. Bætið möndlumjólk og vanillu út í og blandið.
3. Blandið restinni af uppskriftinni saman og hrærið rólega út í.
4. Gott er að kæla deigið í ísskáp áður en kökurnar eru mótaðar, en það er ekki nauðsynlegt.
5. Mótið smákökur og setjið á bökunarpappír á bökunarplötu, hafið smá bil á milli því kökurnar breiða úr sér í ofninum. Þrýstið ofan á hverja köku með teskeið eða fingri.
6. Bakið við 190°C í 6-9 mín (aðeins misjafnt eftir ofnum og stærðinni á kökunum – fylgist bara með fyrstu umferð til að sjá hvað er passlega lengd).
7. Leyfið kökunum að kólna svolítið og stífna áður en þið smakkið. Kökurnar eru dásamlegar nýbakaðar.
—
Ef þér líkaði þessi færsla, endilega deildu henni með vinkonu eða öðrum sem þú heldur að muni gagnast.
Mundu svo að taggaðu okkur á Instagram @lifdutilfulls – við elskum að sjá ykkar útfærslur!

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
