Hvernig ég skipti út sykri í jólabakstri
12th November 2024Hvernig ég skipti út sykri í jólabakstri
12th November 2024Hefur þú einhvern tímann hugleitt hvaða áhrif það hefur á líðan þína og líkamlega heilsu að sleppa sykri?
Sykur er ekki bara eitthvað sem gefur okkur skyndilega orku eða sætt bragð – hann hefur áhrif á allt frá húðinni og svefni til orkustigs og andlegrar heilsu. Margir gera sér ekki grein fyrir hversu mikið sykur getur stjórnað líkamlegu og andlegu jafnvægi okkar. Hér ætla ég að fara yfir sjö hluti sem geta gerst þegar þú sleppir sykri.
Kannski verður þetta innblásturinn sem þú þarft til að gera breytingar fyrir þig og þína heilsu!
–
—
Hægðu á öldrun
Vissir þú að sykur flýtir fyrir öldrun? Umfram magn af sykri getur breytt uppbyggingu kollagens í húðinni. Þetta veldur bólgum sem veldur því að húðin verður stíf og óteygjanleg sem orsakar ótímabærri öldrum í húð sem gerir það að verkum að við lítum út fyrir að vera eldri og húðin dauflegri.
Háskóli í Hollandi gerði rannsókn á yfir 600 konum og körlum sem sýndi að þeir sem voru með háan blóðsykurstuðull litu út fyrir að vera eldri en þeir sem voru með lægri blóðsykurstuðull. Fyrir hver 180 gröm af glúkósa á hvern líter af blóði var áætlað að aldur færi upp um 5 mánuði.
Sofðu betur
Ójafnvægi í blóðsykri er talið vera næst algengasta orsök svefnleysis. Blóðsykursfallið sem gerist með sykurneyslu veldur því að líkaminn losar um hormón sem getur örvað heilastarfsemi og vakið okkur. Með því að halda blóðsykrinum í jafnvægi yfir daginn sleppir þú við þessar sveiflur og getur sofið mun betur.
Jöfn orka yfir daginn
Þar sem sykur brottnar hratt niður í líkamanum, skíst blóðsykurinn upp og heilinn hættir að framleiða Orexin, efni sem hjálpar okkur að einbeita okkur og vera vakandi. Að leita í sykur fyrir orku seinni parts getur orsakað vítahring eftir gervi orku og stöðvað náttúrulega getu líkamans að halda jafnvægi yfir daginn. Sykurlaust millimál eða stuttur göngutúr geta hjálpað að viðhalda orkunni yfir daginn.
–
–
Lesa einnig:
Hátíðarleg karamelluostakakaHvernig ég skipti út sykri í jólabakstri
Jóla súkkulaði trufflur með lakkrís
Marsipan konfekt
–
–
Horfðu á aukakílóin hverfa
Með því að sleppa sykri tala margir um að þeir sjái kílóin hverfa, þá sérstaklega í kringum kvið og handleggi. Mikið af sykruðum mat í langan tíma getur ollið því að við myndum viðnám gegn hormóninu Insúlíni sem fær líkama okkar til þess að mynda fitu og hægja á brennslu. Þegar þetta ferli er hafið þá getur verið erfitt að snúa því til baka þess vegna betra að fyrirbyggja það með minni sykurneyslu.
Líkaminn okkar þekkir best hvernig okkur líður best og hann leitar stöðugt eftir því að finna jafnvægi. Hvort sem það jafnvægi sé að léttast, þyngjast örlítið eða halda þér í stað. Því er óhætt að hefja sykurlaust mataræði ef þú vilt ekki léttast, það á ekki endilega við okkur öll.
—
Hættu að vera háð sykrinum
Ert þú sífellt með löngun í eitthvað sætt? Samkvæmt Dr. Mark Hyman, er líffræðilegt ferli keyrt af hormónum og taugaboðum þar á bakvið sem fær okkur til þess að kalla á sykur og einföldu kolvetni. Eina leiðin til þess að losa um þennan vítahring er að hreinsa líkamann af sykrinum fyllilega.
—
Minnkaðu líkur á mörgum kvillum og sjúkdómum
Sykur hefur verið tengdur við margskonar sjúkdóma og er í dag ein helsta orsök sykursýki 2, þunglyndis, síþreytu, ófrjósemi, hjartasjúkdóma og ofþyngdar. Með því að sleppa sykri ertu að minnka líkur þínar á þessum sjúkdómum til munar og stuðla að heilbrigðara og orkumeira lífi.
—
Láttu þér líða vel að innan sem utan
Rannsókn frá Bretland sýndi fram á sterk tengsl á milli sykurneyslu og þunglyndis. Talið er að sykur hafi tvenns konar áhrif á heilann en í fyrsta lagi bælir hann virkni á mikilvægu vaxtarhormóni BDNF. Þeir sem þjást af þunglyndi og geðklofa eru þekktir fyrir að hafa lág gildi af BDNF í heilanum.
Í öðru lagi, veldur það keðju af efnahvörfum sem stuðla að langvarandi bólgum í líkamanum. Talið er að bólgur stuðli að óteljandi heilsufarsvandamálum ásamt því að veikja ónæmiskerfið og hafa áhrif á heilann.
–
–
–
Hátíðarpakkinn er núna á 70% afslætti!
Tryggðu þér Hátíðarpakkann í dag á 4.990kr með 70% afslætti!
Skapaðu ljómandi, sykur minni og nærandi jól – án þess að það taki meiri tíma af þér.
–
–
Hátíðarpakkinn inniheldur:
- Leiðarvísir fyrir hollari jólabakstur – Uppskriftir af dásamlega hollum smákökum og einfaldar leiðir til að skipta út sykri án þess að nokkur finni muninn.
- Orkuríkar og sektarlausar smákökur – fullkomnar til að njóta með fjölskyldunni.
- Jólamatseðil með uppáhalds hátíðarréttum mínum – sem fá líkamann til að ljóma.
- Bónus: Uppskriftir af hátíðardrykkjum sem auka orku, efla brennslu og draga úr bjúg.
–
Smelltu hér fyrir 70% afslátt af Hátíðarpakkanum og eigðu sykurminni jól.
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!