Marsipan konfekt
hráfæðisréttir á jólunum
Höldum holl og góð jól! Námskeið og uppskrift
29th November 2016
Súkkulaðibrownie
Afmælistertan mín: Súkkulaðibrownie með ostaköku- og jarðaberjakremi!
13th December 2016
hráfæðisréttir á jólunum
Höldum holl og góð jól! Námskeið og uppskrift
29th November 2016
Súkkulaðibrownie
Afmælistertan mín: Súkkulaðibrownie með ostaköku- og jarðaberjakremi!
13th December 2016
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Marsipan konfekt

Marsipan konfekt

Hæhæ og gleðilegan desember!

Þar sem konfekt og sætindi munu skreyta hvert heimili þennan mánuð fannst mér við hæfi að deila uppskrift af mjög einföldum og ljúffengum marsipankonfektmolum!
Það er næstum lygilegt að þeir séu hollir og án nokkurs sykurs eða hveitis. Það fylgir þeim líka afar lítil fyrirhöfn þar sem ekki þarf að baka þá í ofni.  Þeirra má virkilega njóta með góðri samvisku, sem er það besta!

Í molana nota ég nóg af lífrænum vanilludropum og sætugjafa frá hlynsírópi en einnig má skipta því út fyrir hráum kókospálmanektar (Raw coconutnectar).

Hlynsíróp kemur frá hlyntré og fæst víða. Hrár kókospálmanektar er aftur á móti nýlegur sætugjafi hér á landi en jafnframt einn af mínum uppáhalds. Hrár kókospálmanektar er fenginn úr safa frá blómum kókostrésins og er ofboðslega andoxunaríkur og lágur í frúktósainnihaldi. En þegar við veljum sætugjafa er einmitt mikilvægt heilsunnar vegna að velja kosti sem eru lágir í frúktósamagni.

Ég hef ekki ennþá prófað að nota steviu sem sætugjafa í uppskriftina en það má sannarlega prófa fyrir þá sem vilja sætugjafa án frúktósa. Til að halda í áferðina á marsipan konfektinu þyrfti þó eflaust að nota síróp til mótvægis við steviuna ef þess er valið.

DSC_8955 (1)

Marsipan Konfekt

Marsipan

2 bollar lífrænar möndlur án hýðis, malaðar (500 ml)

4 msk hlynsíróp eða hrár kókospálmanektar

1 msk lífrænir vanilludropar


Súkkulaðikrem:

4 msk kakó

1/4 bolli kókosolía

4 dropar stevia

Til þess að falleg hvít áferð náist er mikilvægt að nota afhýddar möndlur. Ef þær fást ekki keyptar er auðvelt að leggja möndlur með hýði í bleyti í 8 klst eða yfir nóttu, skola svo af þeim, kreista hýðið af og þerra örlítið.  Byrjið á að mala afhýddu möndlurnar í blandara eða kaffikvörn í fínt mjöl. Bætið sætugjafa og vanilludropum saman við þar til þétt marsipandeig myndast. Notið fingur til að mynda kúlur.

Útbúið súkkulaði með því að hræra öllu saman í blandara eða potti. Mikilvægt er að kókosolían sé í fljótandi formi hvort sem kókosolíukrukkan er lögð í heitt vatnsbað eða brædd í potti. Einnig má kaupa dökkt súkkulaði t.d sætað með steviu og bræða í potti.

Dýfið marsipankúlunum í súkkulaðið (ég nota skeið og fingur) og rúllið strax upp úr pistasíuhnetum eða kókosmjöli. Setjið á disk og geymið í kæli í hálftíma áður en þær eru borðaðar.

DSC_8887

DSC_8887

Eftir að hnetur hafa verið lagðar í bleyti er auðvelt að taka hýðið svona af þeim. Einnig má kaupa afhýddar möndlur.

Þetta dásemdarkonfekt er fullkomið til þess að njóta með vinkonum og skapa minningar á góðum kvöldstundum.

Ég versla flest hráefnin í Nettó enda frábært úrval að hollu og bragðgóðu hráefni hjá þeim. 

Ég vona að þú prófir!

Deildu með okkur þínu uppáhalds jólagóðgæti í spjallinu hér fyrir neðan bloggið og endilega deildu uppskriftinni með vinum á samfélagsmiðlum!

 

Smelltu hér til að tryggja þér hátíðarpakkann okkar sem inniheldur allt sem þú þarft til að geta haldið holl, bragðgóð og orkurík jól sem þú og fjölskyldan getið notið saman.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

3 Comments

 1. Sóley Benna Guðmundsdóttir says:

  Er að hugsa um vinkonu mína og hennar mann. Þau eru bæði komin með sykursýki en langar oft í eitthvað nammi og því væri gaman að gleðja þau og þá ekki síst fyrir jólin. Bestu kveðjur og þakka fyrir.

 2. […] venjulegar möndlur í bleyti í 5-8 klst eða yfir nóttu, og taka hýðið síðan af þeim. Sjá hér hvernig hýðið er tekið af […]

  • Prufa says:

   Sæl! 🙂

   þegar möndlurnar hafa legið í bleyti í nokkrar klst, þá losnar hýðið aðeins frá möndlunum og því er auðvelt að “nudda” það nokkurn veginn af 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *