5 ráð fyrir konur sem vilja fasta
Guðbjörg er 7 kílóum léttari, hefur meira sjálfstraust og líður betur
8th January 2024
Mikilvægi D-vítamíns fyrir andlega og líkamlega heilsu
29th January 2024
Guðbjörg er 7 kílóum léttari, hefur meira sjálfstraust og líður betur
8th January 2024
Mikilvægi D-vítamíns fyrir andlega og líkamlega heilsu
29th January 2024
Show all
Deildu á facebook
Facebook

5 ráð fyrir konur sem vilja fasta

konur og föstur

Ég bara verð að segja þér nokkuð.

Þetta er eitthvað sem ég trúi að muni breyta hugmyndum þínum um föstur og einmitt ástæða þess að fór frá því að fasta til hádegis á hverjum einasta degi og upplifa óreglulegan tíðahring og hormónaójafnvægi…Yfir í að fasta í takt við kvennlíkamann og finna hormónajafnvægi á ný.

Föstur eru fullkomið dæmi um mikilvægi þess að gleypa ekki allar upplýsingar sem þrýst er að okkur þegar kemur að því sem við eigum að gera til að styðja við heilbrigðan líkama. 

Því eins og þú munt lesa í þessari grein þá eru bara aðrar reglur sem gilda fyrir konur og karla.


Rannsóknir um föstur

Föstur hafa hlotið mikillar umfjöllunar síðustu ár. Margar rannsóknir benda til kosti þess að fasta og jákvæðu áhrif sem það getur haft á orku, úthald, svefn, nart-þörf, langlíf, þyngdarstjórnun og einbeitingu.

Gallin við margar af þessum rannóknum er að langflestar eru gerðar á körlum. En sjáðu til, hormón karla eru eins alla daga, aftur á móti eru hormón kvenna síbreytileg og sveiflast til daglega eftir tíðahringnum. Það er því ómögulegt að miða rannsóknir sem hafa verið gerðar á körlum yfir á konur. 

Þetta skýrir svo sannarlega afhverju karlar virðast eiga auðveldara en konur að bæði halda út regulegar föstur og sjá árangurinn með þeim og bendir til þess að við konur þurfum að fara öðruvísi að þegar kemur að föstum. Það var af þeirri ástæðu sem ég þróaði með mér nokkur einföld ráð sem hjálpuðu mér að notast við föstur og alla þá ávinninga sem þeim fylgir, og á sama tíma styðja við hormón mín í stað þess að vinna gegn þeim. Vona ég sannarlega að þessi ráð geti gagnast þér að auki.

Hér koma því 5 ráð fyrir föstur og kvennlíkamann.


1. Lengri föstur eru ekki endilega betri

Vinsælt er að fasta í 16:8 eða 14:10. Það þýðir að þú sért að fasta í 16 eða 14 klukkutíma og borða innan 8 eða 10 klukkutíma ramma. Það er því eðlilegt  að hugsa svo að því meiri og lengur sem við föstum, því betra. 

En fyrir konur er meira ekki endilega betra því þegar líkaminn upplifir skort, getur það m.a. ollið lækkun á skjaldkirtilshormónum (T3) og aukningu á kortisól, streituhormóninu. Ef þú ert nú þegar undir mikilli streitu eða hormón eru nú þegar í ójafnvægi getur kortisól hindrað fitubrennslu þar sem orkunni er umbreytt í glúkósa fremur en að nýtast í fitubrennslu. 

Því væri ráðlagðara að byrja að fasta styttra og ekki endilega á hverjum einasta degi. Prófaðu t.d að styðjast við 10,12 eða 14 tíma föstur.

2. Fastaðu í takt við tíðahringinn

Á degi 1-6 á tíðahringnum, á meðan blæðingum eiga sér stað gætu föstur ollið hormónaójafnvægis og pirrings hjá sumum konum.  Sumar konur getað fastað í styttri tíma en margir eru sammála að betra væri að bíða með lengri föstur þar til eftir blæðingar.

Á degi 7-21 eftir blæðingar, tímabilið þar sem eggloss á sér stað er líkaminn að framleiða estrógen og því í betra ástandi til þess að fasta í lengri tíma. 

Á degi 21-28, vikuna áður en blæðingar hefjast lækkar estrógen og líkaminn krefjast gjarnan meiri kolvetna en vanalega. Það er mikilvægt að virða það og leggja ekki pressu á sig að fasta til lengri tíma yfir þann tíma.

Notaðu þessa punkta til þess að fasta í takt við tíðahringinn, taktu eftir því hvenær það er auðveldara að fasta og hvenær það er nær ómögulegt. Við erum eins mismunandi og við erum margar og því mikilvægt að finna þinn takt.

Lesa einnig grein:
Intermittent fasting
Ketó
5 ráð við bjúg, uppþembu og meltingaróþægindum

3. Fastaðu frekar á kvöldin en  morgnana  

Margir sem tala um hvað þeim gangast af föstum, gætu einfaldlega verið að gagnast af því að nú hafa þau sett sér reglur að borða ekki eftir kvöldmat.  Brennslan hjá okkur er í hámarki á morgnana og minnkar svo þegar líður á kvöldi. (sjá hér.)

Rannsóknir sýna einnig að það að borða of nálægt svefntíma stuðlar að þyngdaraukningu, þar sem líkaminn hefur ekki nægan tíma til að umbrjóta hitaeiningarnar að fullu áður en þú ferð að sofa.  (sjá hér )

Gott ráð er að borða ekkert a.m.k 3 klst fyrir svefn til að styðja við meltingu og náttúrulegu líkamsklukkuna.


4. Ekki gleyma trefjunum 

Margir prófa föstur en upplifa að melting þeirra hægist og klósettferðum fækkar. Í flestum tilfellum er sökudólgurinn skortur á trefjum. Trefjar eru lykilatriði þegar kemur að því að stjórna meltingu, hungurtilfinningu og fyllingu. Það hjálpar til við að veita langvarandi orku og að halda blóðsykri stöðugum.

Trefjar geta komið frá grænmeti, chia- eða hörfræjum, ávöxtum og grófu kornmeti. Ef þú finnur að klósettferðum fer fækkandi við föstur bættu þá trefjum í mataræðið. 

5. Gerðu kaffibollann skotheldan

Best væri ef þú myndir bíða með að drekka kaffið þar til þú borðar fyrstu máltíðina en ef þú ert týpan sem verður að fá kaffið þitt strax og þú vaknar gerður kaffibollan skotheldan. Skothellt kaffi er kaffi með viðbættri ftu frá smjöri eða MCT- kókosolíu.  Fitan gefur seddu, styður við hormón og blóðsykur og gefur líkamanum þau skilaboð að ekkert svelti ástand á sér stað.

Skothelt kaffi er einfalt og bragðgott og finnur þú uppskriftina hér

Að lokum, hlustaðu á líkamann

Ef þú tekur eitthvað með þér frá þessari grein þá skaltu láta það verða að “hlusta á líkamann”. 

Þú gætir upplifað daga eða jafnvel vikur þar sem þér finnst ekkert mál að fasta, svo koma aðrir dagar þar sem þér finnst ómögulegt að fasta og þú finnur bara fyrir svima, óþægindum og gífurlegri svengdartilfinningu. Kvenlíkaminn er ekki vélmenni og stundum er það betra fyrir brennslu, orku, þyngdartap og hormón að borða morgunmat frekar en að sleppa því. Hlustaðu því á líkamann og finndu taktinn sem virkar fyrir þig. 

Vakti greinin áhuga þinn?

Ef svo er máttu deila með vinum þínum á facebook og sérstaklega ef þú átt vinkonu sem notar föstur. Ekki leyfa þeim að fara á mis við heilsu sína eins og ég þurfti að upplifa.

Mig langar að heyra frá þér!

Fastar þú reglulega? Og vaknar jafnvel spurning hjá þér núna um hvort þú ættir að breyta til?  Segðu mér frá því hér að neðan og köfum dýpra

Ertu orðin leið á öfgum og kúrum sem þú gefst upp á?

Þá er líklega tími komin að finna hvað hæfir þér…


Við hjá Lifðu til fulls heilsumarkþjálfun höfum lært af hundruðum kenninga mataræðis og vitum að það er ekki einn leið sem virkar fyrir alla heldur þarf að finna hvað hæfir þér. Við erum hér til þess að einfalda þér leiðina og leiða þig að árangri. Núna höfum við opnað fyrir örfá pláss í einkastuðning þar sem þú mótar lífssíll þinn til lífstíðar.

Í takmarkaðan tíma bjóðum við ókeypis 15 mín símtöl þar sem farið er yfir heilsu þína, þau skref sem við teljum nauðsynleg að taka til að sjá árangur og ef við sjáum að einkastuðningur hentar þér útskýrum við það nánar.

Aðeins örfá pláss eru laus og því mælum við með að tryggja þér símtal strax í dag.

Heilsa og hamingja,

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *