Besti tíminn til að borða fyrir brennslu og orku
10 vinsælustu greinar og uppskriftir ársins 2017!
27th febrúar 2018
Páskakonfekt og hráfæðisnám í LA
27th mars 2018
Show all

Besti tíminn til að borða fyrir brennslu og orku

Vissir þú að það klukkan hvað við borðum hefur áhrif á brennslu líkamans?

Eftir að hafa sótt fyrirlesturinn “ Who wants to live forever” í Háskólabíói fyrir nokkru stóð hugtak frá Dr. Satchin Panda helst upp úr hjá mér og held ég að þú gætir gagnast af því. Þú gætir hafa rekist á hugtakið um “Intermittent fasting” enda orðin smá tískubylgja í dag svo mig langaði bara til þess að betur frá því í von um að það taki óvissuna í burtu með hvað það er og hvort þú ættir að notast við það eða ekki!

Einfalda ráðið sem ég deili með ykkur getur jafnframt hjálpað þér að upplifa meiri orku og viðhalda brennslu og vellíðan!

DSC_3085

Hvað er intermittent fasting eiginlega?

Fyrirlestur og rannsóknarvinna Dr. Satchin Panda, prófessor hjá Salk Institute, snýr að líffræðilegum rannsóknum tengdum “Intermittent fasting” sem þýðir að borða aðeins innan ákveðins tímaramma yfir daginn. Þessar rannsóknir eru m.a unnar útfrá náttúrulegri hringrás líkamans.

Í einni af rannsóknum Dr. Satchin hafði hann tvær mýs sem hann gaf nákvæmlegu sömu fæðuna. Fyrri músin borðaði innan 15 klst tímaramma á meðan hin borðaði innan 10 klst tímaramma. Eftir 15 vikur bar hann saman líkamsþyngd þeirra og heilsu og kom í ljós að fyrri músin sem borðaði innan 15 klst ramma hafði 70% hærri líkamsfitu og 28% meiri líkamsþyngd í samaburði við síðari músina sem borðaði innan 10 klst ramma þrátt fyrir að hafa borðað sömu fæðu og kaloríur yfir daginn.

Þessar sömu rannsóknir hefur hann prófað á mannslíkamanum. Fékk hann þá tvo hópa til að borða sama kalóríufjölda og fæðu en breytti aðeins tímarammanum sem fólk borðaði innan. Komst hann að því að brennslan er í hámarki ef aðeins er borðað innan 8-12 klst á dag tímaramma og þá fasta (eða borða engan mat, vatn er í lagi) í 12-16.

Með því að borða innan þess tímaramma sýndu þáttakendur þessarar rannsóknar hámarksbrennslu, jafnari blóðsykur, aukna orka og úthald meira, svefn betri og ónæmiskerfið sterkara.

Tengt náttúrulegri hringrás mannsins

Þetta tengist náttúrulegri hringrás og takti mannslíkamans uppá það hvenær hann losar sig helst við eiturefni og úrgang.

Brennsla líkamans er í hámarki frá kl 6:00 á morgnana fram á kvöld en dregur síðan verulega úr um miðnætti. Um kl 20:00 á kvöldin eykst framleiðsla á melatónín, líkaminn róast og hefst handa við að hvíla sig og endurnýja.

Niðurstaðan, hvenær ættum við að borða?

Niðurstaðan frá rannsóknum Dr. Satchin er sú að fyrir hámarks brennslu og orku er best að borða innan 8-12 klst tímaramma og fasta í 12-14 klst. (Fyrir áhugasama má einng skoða app frá Dr. Satchin Panda hér: http://mycircadianclock.org/ .Appið hjálpar til við að finna takt líkamans og með því að nýta þér það leggur þú þitt af mörkum í rannsóknum Dr. Panda.)

Fleiri aðilar hafa gert álíka rannsóknir á því að borða aðeins innan ákveðins tímaramma á daginn og margir sammála því að fasta ætti í 14 klst fyrir hámarksbrennslu Margir íþróttamenn taka því skrefinu lengra og fasta í 16 klst. Þetta mætti einfaldlega gera með því að borða milli kl: 8:00-18:00 á daginn eða t.d frá kl.10:00-20:00.

Mitt ráð til þín væri að velja þann tímaglugga að fasta sem þér hentar, 12 eða 14 klst sem dæmi. Þú þarft ekki að styðjast við Intermittent fasting á hverjum degi. Það má líka vekja athgyli á því að  oft erum við að borða sykur eða annan óþarfi eftir kvöldmat svo margir styðjast átta sig á því að með því að “fasta” í 14 klst leyfa þau sér ekki lengur að stelast í suðu súkkulaðið á kvöldin.


Mín reynsla

Að borða innan takmarkaðs tímaramma hef ég gert ómeðvitað síðustu árin með því einfaldlega að borða ekki um leið og ég vakna og ekki í 2-4 klst fyrir svefn. Samhliða hreinu og sykurlausu mataræði finn að ég sef betur, einbeiting eykst við það og orkan helst jöfn út daginn.

Ef þér finnst þetta “Intermittent fasting” ennþá vera smá ruglandi hugsaði bara með þér að borða ekkert 2-4 klst fyrir svefn á virkum dögum. Þar sem konur eru viðkvæmari fyrir blóðsykursójafnvægi en karlar m.a mæli ég því fremur með konur fasti í 12-14 klst fremur en lengur.

Fyrir hámarksbrennslu og árangur mæli ég með að para saman Intermittent fasting við sykurminna og hreint mataræði. Getur þú skráð þig HÉR í ókeypis kennslusímtalið “3 einföld skref sem halda sykurlöngun burt,  brenna fitu náttúrulega og tvöfalda orkuna!”  þar sem deili ég með hvernig á að breyta um mataræðið á einfaldan hátt, hvaða sætugjafa ætti að nota og hverja ekki sem og fæðutegundir og ráð sem draga úr sykurlöngun.

Slíka nálgun styðst ég við og er hún ótrúlega raunhæf og einföld leið að hefja orkuríkara líf – en meira um það í kennslusímtalinu.


Segðu mér  frá í spjallið að neðan, hvaða tímaramma styðst þú við að borða í yfir daginn og hvernig vilt þú tileinka þér hugtakið “intermittent fasting”?

Ef greinin var gagnleg endilega deildu henni á samfélagsmiðlum!

Heilsa og hamingja

2 Comments

  1. Ísabella Friðgeirsdóttir skrifar:

    Sæl Júlía
    Kvöldmaturinn hjá okkur er kl 18.00 og borðum yfirleitt ekki neitt þangað til kl 0 7.00 að morgni þá einn kaffibolla og engiferskot
    Næst borðum við hádegismat milli 12.00 – 13.00 og eitthvað létt um kaffitíma grænan eða ávexti og orkustykki

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.