Páskakonfekt og hráfæðisnám í LA
Besti tíminn til að borða fyrir brennslu og orku
15th March 2018
Hvernig á að þekkja sykur í matvælum og góðir staðgenglar
2nd April 2018
Besti tíminn til að borða fyrir brennslu og orku
15th March 2018
Hvernig á að þekkja sykur í matvælum og góðir staðgenglar
2nd April 2018
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Páskakonfekt og hráfæðisnám í LA

Hæhæ!

Ég skrifa þér frá Venice beach, LA þessa vikuna þar sem ég verð í 5 vikna hráfæðiskokkanámi á framhaldstigi (Raw chef level 2).

Það má segja að ég sé í skýjunum með að eyða dögunum í eldhúsinu með fyrsta flokks kokkum að skapa mat og rölta síðan út á ströndina.  Ég get þó ekki staðist það að deila með ykkur holla páskakonfektinu mínu nú í tilefni páskavikunnar!

Ég geri lítil egg sem ég fylli með minni útgáfu af saltkaramellu úr kasjúhnetusmjöri og skreyti með vegan hvítu súkkulaði sem toppar þetta. Þetta er vægast sagt lostæti og góð leið að njóta páskakonfektsins með góðri samvisku!

DSC_0272

Flestir sem smakka eiga varla orð yfir því að þetta sé raunverulega hollt nammi.

DSC_0304

Að gera ykkar eigin páskaegg getur verið skemmtileg hefð sem bæði litlir sem stórir puttar getað haft gaman af. Konfektgerðin tekur alls ekki langan tíma!

DSC_0318

Smelltu hér fyrir uppskrift af uppáhalds páskakonfektinu mínu!


Konfektið er líka í lagi fyrir ykkur hér sem eru núna að taka “Frískari og orkumeiri á 30 dögum” námskeiðið þar sem þetta er á páskadag og notuð er náttúruleg sæta. En á námskeiðinu er fylgt 30 daga bragðgóðum matseðli sem fyllir líkaman orku, losar líkaman við sykurlöngun og brennir fitu náttúrulega.

Ef þú vilt læra meira um námskeiðið getur þú farið hér fyrir ókeypis kennslusímtal og ráð.

Ég held áfram að skrifa þér vikulega frá sólríku LA næstu vikur með ýmsum ráðum og uppskriftir sem ég veit þú vilt ekki missa af.

DSC_3151 copy small 2


Ég býð þér að fylgjast með mér á
 FacebookInstagram og snapchat: lifdutilfulls þar sem ég deili með þér lífinu í LA! 

Efast ég ekki um að koma heim full af innblástri og krafti fyrir einhverju nýju og spennandi sem ég er með í bígerð hér hjá Lifðu til fulls sem mun hjálpa þér að meiri heilsu og hamingju.

Endilega deilið konfektinu yfir á samfélagsmiðla. 🙂

Heilsa og hamingja,
jmsignature

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *