Uppáhalds súkkulaði-smákökurnar mínar
Hollari valkostir fyrir óholla ánægju
17th November 2021
Jóladagatal Lifðu Til Fulls
15th December 2021
Hollari valkostir fyrir óholla ánægju
17th November 2021
Jóladagatal Lifðu Til Fulls
15th December 2021
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Uppáhalds súkkulaði-smákökurnar mínar

hollar smákökur

Ertu byrjuð að skipuleggja jólabaksturinn?

Í dag er ég með æðislega uppskrift að súkkulaðibita-smákökum sem ég vil deila með þér.

Þetta eru einar af mínum uppáhalds smákökum – Ég undantekningarlaust geri nokkrar svona sortir á hverju ári!

Þær eru ótrúlega góðar beint úr ofninum með kaldri möndlumjólk og ekki síðra að geta átt þær til og grípa í yfir daginn.

Þær eru lausar við glúten, hvítann sykur og dýraafurðir. Enginn þarf þó að vita að þær séu “hollar” því þær eru syndsamlega góðar.

Þessar smákökur mínar eru nú með nýja og endurbætta uppskrift þar sem ég nota örvarrót sem er bindiefni fyrir glútenlausan bakstur.

Lesa einnig:

Kanilhjúpaðar jólamöndlur

Uppáhalds konfektið mitt

Piparkökudrykkur sem kemur þér í jólastuð

hollar smákökur

Uppáhalds súkkulaðibita-smákökurnar mínar

Ný og endurbætt uppskrift
Gefur 25-28 smákökur

1 bolli malaðir hafrar (ég hef malað hafra t.d í blandara en það er einnig hægt að nota kaffikvörn)
1 ¼ bolli möndlumjöl
½ tsk matarsódi 
½ tsk vínsteinslyftiduft 
5 kúfullar tsk örvarrót
½ tsk sjávarsalt
½ bolli ólífuolía
¼ bolli hunang/hlynsíróp. Jafnvel hægt að bæta við 4-5 dropum af stevía fyrir sætari útkomu (ekki nota villiblómahunang)
1 tsk vanilludropar
½ bollar dökkt súkkulaði, saxað niður eða súkkulaðidropar

1. Hitið ofninn við 180°C
2. Malið hafra þar til þið fáið hafrahveiti. Takið stóra skál og hrærið saman höfrunum, möndlumjöli, matarsóda, lyftidufti og sjávarsalti. Leggið til hliðar.
3. Í minni skál hrærið saman ólífuolíu, sætuefni og vanillu.
4. Bætið blautu blöndunni við þurrefnin og hrærið lauslega þar til allt er sameinað. Bætið súkkulaði við rétt í lokinn og hrærið saman.
5. Setjið bökunarpappír á ofnplötu, skammtið c.a eina matskeið af deiginu og mótið í smáar kökur með blautum fingrum. Hafið c.a 2 ½ cm á milli þeirra, hver smákaka ætti að vera í kringum 3 cm þar sem þær munu dreifa úr sér.
6. Bakið í 12-15 mínútur við 180 gráður. Kökurnar mega verða gylltar að utan en án þess að brenna. Leyfið kökunum að kólna í 15-20 mínútur og njótið.

Hollráð:
Örvarrótin er algjört lykilatirði í þessa uppskrift og fæst á bestu kjörum netverslun iherb (notið afsláttarkóðann HEN9393 fyrir 5% afslátt). Einnig fæst hún í veganbudinni.
Ég mæli sérstaklega með dökku súkkulaði bitunum frá iherb (notið kóða HEN9393 fyrir 5% afslátt) en einnig er gaman að blanda saman helming af dökku súkkulaði á móti helming af hvítu vegan súkkulaði.

Nú væri æðislegt að heyra frá þér – hverjar eru þínar uppáhalds smákökur?

Ef þú prófar að gera smákökur, láttu mig vita í spjallinu hér að neðan! Endilega deildu svo uppskriftinni með vinkonu/vin sem elskar jólabakstur en vill hlúa að heilsunni á sama tíma.

Mér finnst líka ótrúlega gaman þegar þið taggið mig og á samfélagsmiðlum svo ekki hika við að finna mig á Instragram @lifdutilfulls og deila með mér mynd!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *