Piparkökudrykkurinn sem kemur þér í form og jólastuð
vellíðan yfir jól
7 ráð fyrir holl jól og jólagjöf
9th December 2015
hollar uppskriftir
Nýtt ár, nýtt útlit og ný síða
5th January 2016
vellíðan yfir jól
7 ráð fyrir holl jól og jólagjöf
9th December 2015
hollar uppskriftir
Nýtt ár, nýtt útlit og ný síða
5th January 2016
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Piparkökudrykkurinn sem kemur þér í form og jólastuð

Það líkist ekkert á við góðan drykk sem bæði lyktar og bragðast eins og jólin og þú veist að þú getur drukkið með góðri samvisku.

Hér kemur piparkökubústinn sem styður við þyngdartap, orku og kemur jafnvægi á kræsingar og konfekt áti sem tilheyrir svo oft hátíðunum.

Ef þú varst svo ekki búin að næla þér jólagjöfina frá mér með einn hlut til að gera fyrir heilsu þína í 10 mín á dag í skemmtilegu dagatali frá mér, Náðu í hana hér á meðan þú getur. 🙂

Ég verð að játa að ég er ekkert sérstaklega hrifin af piparkökum en þessi dásamlegi piparkökubúst finnst mér æðislegur.

Þessi dásamlegi boost gefur öll þau góðu brögð sem piparkökur innihalda, og tryggir að þú komist í jólaskapið. Til viðbótar við bragðið gefur hann líka góða næringu.

Kanil hjálpar til við að stjórna blóðsykri og getur unnið gegn sveppasýkingum og bakteríumyndun í líkamanum. Hann hjálpar einnig til gegn uppþembu og styður við losun á kviðfitu.

Engifer hjálpar meltingunni og hjálpar til gegn bólgum í líkamanum. Það eru fleiri frábær innihaldsefni í drykknum eins og kardimommur, sem er frábært fyrir hreinsun líkamans.

Kókosmjólkin í uppskriftinni getur einni stutt við þyngdartap þar sem uppbygging kókoshnetunnar gerir okkur auðveldara fyrir að brenna henni í orku. Einnig er kókosmjólkin góð fyrir meltingu og hjálpar okkur að upplifa orku og seddu yfir daginn. (samkvæmt eatingwell og bbcgoodfood).

piparkokudrykkurinn-sem-kemur-ther-i-form-og-jolastud

Piparkökubúst fyrir þyngdartap

1 dós kókosmjólk

2 msk möndlusmjör

¼ tsk kanil

¼ tsk engiferkrydd

2-4 dropar steiva eða 1 tsp hlynsíróp/hunang/agave/

¼ tsk múskat

¼ tsk muldar kardimommur

1 bolla ísmolar

½ frosinn banani

1. Setjið allt í blandara og hrærið þar til vel sameinað. Neytið sem búst eða í skál með skeið. Neytið um strax fyrir jólaskap og hlýju.

 

Láttu mig svo vita hvernig smakkast hér í spjallinu að neðan

Við hjá Lifðu Til fulls kunnum að meta tíma með fjölskyldu og tíma að njóta og tökum því smá frí yfir hátíðirnar.

Kæra vínkona ég kveð þig að sinni og bíð þér gleðilegrar hátíðar, það hefur verið sannur heiður að fá að skrifa til þín á árinu.

Jólaknús, heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Og Lifðu til fulls teymið

p.s Þú getur enn sótt jólagjöfina frá mér hér, með daglegum skrefum að þyngdartapi og orku. Áætlunin gefur þér skref að betri lífsstíl, mataræði og hreyfingu og tekur aðeins 10 mín á dag. (Hún fæst ókeypis með skráningu hér.)

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *