Hvernig á að skipta út sykri í bakstri og “sætu” smákökurnar mínar!
1st December 2015Piparkökudrykkurinn sem kemur þér í form og jólastuð
15th December 2015Hvernig á að skipta út sykri í bakstri og “sætu” smákökurnar mínar!
1st December 2015Piparkökudrykkurinn sem kemur þér í form og jólastuð
15th December 2015Í ár ákvað ég að gera sjálf aðventukransinn og skreytti heimilið rauðum kertum, greinum og könglum. Að mínu mati er fátt huggulegra en kertaljós og jólasöngvar á dimmu vetrarkvöldi.
Kappmál okkar ætti að vera að taka eftir því litla og töfralega sem gerist á hverjum degi þennan mánuð, því streitan bætir engu við líf okkar og þá sérstaklega ekki heilsuna.
Leyndardómurinn er fólgin í því að gefa fyrst til þín, þótt það sé ekki nema 10 mín á dag.
Við hjá Lifðu til fulls viljum gefa þér jólagjöf með áætlun sem tekur þig 10 mín á dag og hjálpar þér að lifa betur í núinu, styðja við þyngdartap og auka orkuna þessi jól. Öll höfum við 10 mín á dag (ef ekki, gætir þú þurft að endurskoða forgangsröð þína).
Til að fá jólaáætlunina þarftu einfaldlega að skrá þig með nafni og netfangi og deila henni með vinum þínum á facebook og gefa þannig þér og vinum þínum gjöf af heilsu yfir jól líka.
Þegar þú hefur skráð þig og deilt sendum við þér jólaáætlunina í fallegu pdf formi til útprentunar og þú getur hafist handa að sáttari jólum, aðeins 10 mín á dag.
7 sæt RÁÐ AÐ ORKU OG VELLÍÐAN YFIR JÓL
Flest okkar búa við streitu og taka eftir þreytu og óskýrri hugsun sem henni fylgir. Annað sem fylgir streitu sem ekki mörg okkar vita er að streita hægir á brennslu og getur aukið insúlínmagn sem leiðir þannig til fitumyndunar.
Í jólaáætlun okkar leggjum við sérstaklega uppá dagleg hollráð sem styðja við jafnvægi á orkustigi, skapi og brennslu. Það gerir að verkum að þú ert viðbúnari þegar kringumstæður koma upp sem gætu orsakað streitu.
Náðu í jólaáætlunina hér fyrir jafnvægi, orku og þyngdartap hér og notaði þessi 5 einföldu ráð fyrir meira jafnvægi þessi jól.
1. Andaðu
Eitt það mikilvægasta fyrir heilsuna að mati Dr. Andrew Weil, metsöluhöfundar er að anda djúpt og vel. Þetta styður við langlíf, heilsu og minnkar streitu sem er í dag talin allt að 90% orsök sjúkdóma.
Taktu þér 30 sek pásu frá því sem þú ert að gera þegar þú finnur fyrir því að þú eigir allt óklárað og andaðu 4 góða og djúpa andardrætti með því að draga andann djúpt inn um nasirnar og út um munninn!
2. Ekki koma of svöng í jólaboðið
Forðastu að mæta of sársvöng í jólaboðið eða veisluhöld þar sem það getur ýtt undir ofát. Fáðu þér eitthvað um klukkutíma áður en þú mætir eins og grænan drykk, mandarínu eða epli og lúku af möndlum. Það mun hjálpa þér að missa þig síður yfir kræsingunum og fá þér passlega á diskinn þess í stað. Þú getur þannig farið sátt og sæl frá kvöldinu.
3. Ekki missa úr máli
Ekki sleppa hádegismat sama hversu annríkt þú telur þig hafa, kaffi og smákökur telst ekki með. Þetta getur leitt til þess að við borðum meira yfir kvöldverð og að missa úr máli getur orsakað hægari brennslu. Einnig getur svengd orsakað lélegri ákvarðanir, einbeitingaskorti, sykuráti og streitu þar sem blóðsykur okkar er úr jafnvægi.
Ég tek gjarnan með mér rauðrófusafa, boost eða hrástöng (raw bar) til að halda blóðsykri í jafnvægi.
4. Hreyfðu þig í 5-10 á dag að lágmarki.
Hreyfing styður við hjarta og æðakerfið þitt og kemur brennslu af stað fyrir daginn. Þegar hjarta og lungu starfa betur hefur þú meiri orku til þess að sinna daglegum verkefnum.. Þú getur farið í göngu um morgun eða um miðjan dag eða gert nokkrar æfingar heima.
Náðu í jólaáætlun með nokkrum einföldum æfingum hér.
5. Fáðu þér meira af grænmeti á diskinn.
Með meira af grænmeti á diskinn þinn verður minna pláss fyrir reykta kjötið eða aðrar kjötafurðir. Grænmeti styður við hreinsun og inniheldur mjög lítið af kaloríum. Sem dæmi inniheldur 500 gr poka af spínati rúmlega 100 kaloríur Þar sem grænt grænmetið er sérstaklega ríkt af B-vítamínum getur það hjálpað þér að vinna gegn streitu.
6. Gerðu eitthvað fyrir þig í 10 mínútur á dag.
Það er engin ástæða til að að nota allan jólamánuðinn sem afsökun til þess að missa okkur í óhollustu því þú ert raunverulega góð við sjálfa þig þegar þú styður við heilsuna mestmegnis af jólamánuðinum. Fylgdu daglegu ráðleggingum frá jólaáætluninni og gerðu eitthvað fyrir þig í 10 mín á dag.
7. Passaðu sykurinn og gerðu þinn eigin sætumola.
Fáðu 7 sætar og góðar uppskriftir til að narta í hér í Sektarlaus sætindi rafbók ókeypis
Tryggðu þér þitt eintak af jólaáætlun og fáðu vikuáætlun fyrir orku og vellíðan yfir jól. Náðu í hana hér á meðan þér býðst með því að skrá þig og deila með vinum á facebook. 🙂
Óskum þér gleðilegra jóla
Júlía heilsumarkþjálfi og Lifðu til fulls teymið
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
1 Comment
Hæ ! ég vil gjarnan fá svona vellíðan og þyngdartap. Kveðja Kristrún.