5 fæðutegundir sem hjálpa þér að brenna burt bumbuna
lífsstílsbreyting
Röng tímasetning og uggandi að þetta sé eitthvað fyrir þig?
20th October 2015
hreinsun líkamans
Komdu þér framúr með þessari morgunrútínu…
10th November 2015
Show all

5 fæðutegundir sem hjálpa þér að brenna burt bumbuna

Deildu á facebook

Þegar við konur nálgumst miðjan aldur, á hlutfall fitu í líkamanum það til að aukast (því miður meira en á körlum) og fitugeymslan fer að færast á efri hluta líkamans í stað mjaðma og læra, eða um bumbuna. Jafnvel þótt þú þyngist í raun ekki, þá getur mittislínan stækkað um nokkra sentímetra þar sem iðrafita (í kringum líffærin) þrýstir á kviðarvegginn.

Iðrafita er bendluð við fjöldann allan af langvarandi sjúkdómum og þar á meðal hjarta- og æða sjúkdóma, astma, brjóstakrabbamein, og heilabilun.

En það eru leiðir sem þú getur farið til að minnka samansöfnun af iðrafitu. Góðu fréttirnar eru að hún umbrotnar betur í fitusýrur en fita sem leggst á mjaðmir eða lærin.

Með öðrum orðum; þá er auðveldara að losa um kviðfituna en fituna sem sest að mjöðmum og lærum.

Leiðin til að losna varanlega við iðrafitu, brenna burt bumbuna og kveðja hana  fyrir fullt og allt eru skref-fyrir-skref lífsstílsbreytingar í m.a mataræði og hreyfingu.

Samhliða lífsstílsbreytingum eru nokkrar fæðutegundir sem vinna sérstaklega með því að losna við bumbuna svo þú getir upplifað mjórra mitti og bætta meltingu.

 

178864091_XS

 

1. Chia fræ

Þessi næringarríku litlu fræ eru frábær í að stuðla að eðlilegu þyngdartapi, þar sem þau jafna blóðsykur, eru trefjarík og endurbæta insúlínviðkvæmni. Insúlín eru ein aðal fitugeymslu hormón líkamans, og að endurbæta insúlín viðkvæmnina getur minnkað magn insúlíns sem berst út í blóðstreymið, sem getur þá minnkað fituna. Chia er einnig ríkt af Omega-3 fitusýrum, próteinrík og hjálpa að draga úr sykurlöngun.

Prófaðu nokkrar matskeiðar af chia í möndlumjólk ásamt smá vanillu og stevíu fyrir gómsætan og seðjandi drykk eða bættu chia fræjum útí boozt drykkinn.

 

2. Cayenne

Cayenne pipar eykur hitaframleiðslu líkamans og inniheldur capsaicin, sem rannsóknir hafa sýnt að brenni fitu á maga.

Cayenne pipar er frábær til að bragðbæta flest allan mat eins og kjötrétti, fiskirétti, kínóa, grænmetisrétti, súpuna eða booztin. Passaðu þig þó að missa ekki Cayenne staupinn því lítið af honum fer langa leið.

 

cinnamon-sticks-and-powder-on-wooden-table

 

3. Kanill

Kanill dregur úr blóðsykri, minnkar slæma kólesterólið í blóðinu, er andoxunarríkt og getur unnið gegn sveppasýkingum og bakteríumyndun í líkamanum, einnig er kanilinn þekktur fyrir að draga úr bólgum í líkamanum.

Þrátt fyrir að kanilinn mun ekki auka fitubrennslu getur hann hjálpað þér að brenna fitu sem safnast við kvið. Kanilinn getur einnig bætt insúlin viðkvæmni líkt og chia fræin gera sem styður við minni fitusöfnum.

Kanil er góður útá grænmetisrétti, á hafragraut, í boozt drykkinn og einnig fást te með kanil víða og sérstaklega núna þegar nær dregur jólum.

 

4. Heilir hafrar

Hafrarnir í sinni náttúrulegu mynd – sannir grófir hafrar. Rannsóknir sýna að borða hafra getur hjálpað til við að léttast. Hafrana er auðvelt að melta, þeir eru ekki líklegir til að valda uppþembdum maga. Leggðu þá í bleyti yfir nótt, hreinsaðu, bættu við vatni, steviu og smá kanil fyrir hollan hafragraut. Eldaðu Heila hafra í potti eins og þú myndir gera venjulega hafra en í 30 mín. Sjálfsagt má bæta við chia fræjum útá líka og jafnvel hnífsoddi af kanil.

 

greentea5

 

5. Grænt te

Eins og við komum inná í greininni hér þá getur grænt te hvatt til oxunar á fitu sem hefur áhrif á brennsluna, grænt te er andoxunarríkt og getur lækkað kólesteról og stutt við ónæmiskerfið. Í grænu te er einnig efnið ECGC (e. epigallocatechin gallate), en það er andoxunarefni sem styður við hjarta- og taugakerfið og getur minnkað líkur á heilablóðfalli.

Grænt te getur einnig hjálpað að stjórna matarlist og matarskömmtum.

Fleiri rannsóknir á grænu te sýna að stór hluti fitubrennslu sé við kviðinn.

Gott er að drekka ekki nema 1-2 te bolla af grænu te á dag.

 

Hvað af þessum 5 fæðutegundum notar þú reglulega? Hver þeirra viltu bæta í mataræðið til að minnka fitu um magamálið?

Skrifaðu mér í spjallið að neðan…

Líkaðu svo við á facebook og deildu með vinum þínum fyrir léttari jól.

 

Heilsa og hamingja,

Júlía heilsumarkþjálfi

12 Comments

 1. Ragna Olafsdottir says:

  Takk fyrir alla hjalp. Eg drekk halft glas af vatni med halfri msk af chiafraeum a hverjum
  Morgni. Eg gef lika gamla folkinu sem eg se um chiafrae. Eg se storan mun a theim.

  Kaer kvedja Ragna

 2. stefania says:

  Sæl Eg tek chiafræ & hafra er farinn að finna mun á mér hef prufað kanill út í boozt og mér líkar það vel.? Er í kaffinu og langar að breita því og drekka meira grænt te er komin niður í 2 Bolla á dag í kaffinu ?

  • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

   Frábært að heyra Stefanía, já prófaðu þá endilega að skipta út einum bolla af kaffi og bæta við grænu te í staðinn. Passa samt að drekka ekki of mikið af grænu te, þar sem það er jú örvandi líka, bara finna jafnvægið.

 3. Svanlaug Aðalsteinsdóttir says:

  Takk fyrir þessi ráð, ég nota alltaf kannil útá hafragrautinn og hann elda ég úr grófu haframjöli. Einnig nota ég grófa hafra útá ab-mjólk og bæti þá útá chiafræjunu. Drænt te er ég svo að taka í töfluformi og einstaka sinnum fæ ég mér líka bolla af því.
  kv Svana

 4. Ingibjörg says:

  ertu að meina að þú notir Coyanne pipar til að krydda mat eða viltu fara bæta honum út í eitthvað annað daglega?

  annars vil ég bæta lýsinu við listan, mér finnst það allra meina bót!
  kv ig

  • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

   Sæl Ingibjörg, já í mat t.d, sumir setja aðeins í vatnið sitt á morgnanna ásamt sítrónu. Alveg eins og þú kýst.

 5. Sigríður Aðalbj0rnsdóttir says:

  Er bara búin að vera í 3 daga í matarhreinsun. Maturinn er góður og búin að prófa allar nammiuppskriftirnar nammi namm. En er orðin dálítið þreitt.

  • Júlía, heilsumarkþjálfi says:

   Sæl Sigríður, gaman að heyra að þú sért ánægð, það er alveg eðlilegt að vera aðeins þreytt en líkaminn er að hreinsa sig. Leyfðu þér að slaka á og taka því rólega næstu daga ef þú getur. Orkan ætti að fara aukast 🙂 Gangi þér vel

 6. Guðlaug Snorradóttir says:

  Er farin að nýta mér þetta góðgæti sérstaklega í boostið. Nota einnig engi fer er það ekki ílagi og svolítið af svörtum pipar ? Kv Guðlaug

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *