Drekktu þennan fyrir aukna brennslu
Hæg brennsla
Af hverju sumir hafa hægari brennslu en aðrir og hvað þú getur gert!
12th May 2015
aukna brennslu
4 lykilvítamín fyrir aukna brennslu
26th May 2015
Show all

Drekktu þennan fyrir aukna brennslu

Boost fyrir brennsluna

Síðustu vikur höfum við verið að skrifa um brennslu og efnaskipti og hvernig þú getur aukið brennsluna þína. Í dag ætlum við að halda áfram á svipuðum nótum, ásamt því að gefa eina góða uppskrift af boosti sem heitir “Boost fyrir brennsluna”

Mismunandi fæðutegundir hafa mismunandi áhrif á líkamann og eins og þú líklega veist er kalóría ekki bara kalóría. 500 kalóríur af ávöxtum og grænmeti stútfull af vítamínum og steinefnum hafa allt önnur áhrif á líkamann þinn en 500 kalóríur af snickers sem dæmi.

 

Ávextir og grænmeti fyrir brennsluna

 

Grænmeti sem hefur góð áhrif á brennslu líkamans eru t.d laufgrænt grænmeti. Þau eru rík af járni sem styður við rauðu blóðkornin í líkamanum. Járn og próteinið hemoglóbín vinna saman við að bera súrefni um líkaman, en hemoglóbín er inn í rauðu blóðkornunum. Þau flytja einnig næringu og hormón um allan líkamann þannig að þú getir starfað eftir bestu getu. Laufgrænt grænmeti getur t.d verið spínat, grænkál eða klettasalat.

 

OS49066-Photodisc

 

Ávextir og grænmeti ríkt af C vítamíni

 

C-vítamín ríkir ávextir og grænmeti geta haft áhrif á þyngdartap. Rannsókn sem birtist í tímaritinu “Nutrition and Metabolism” sýndi fram á að C vítamín hjálpaði til við að örva brennslu. En þeir sem voru lágir í C vítamíni misstu 25% minni fitu en þeir sem innbyrgðu nóg. C-vítamín ríkur matur er t.d jarðaber, kíwi, appelsínur, ananas, paprikur og sítrónur.

 

Grænt te

 

Grænt te inniheldur koffín sem eykur hjartslátt og hvetur til oxunar á fitu, sem hefur áhrif á brennsluna. Hér er hinn gullni meðalvegur ákjósanlegur þar sem of mikið koffíni getur haft slæm áhrif á líkamann, m.a getur það ýtt undir ógleði, hækkað blóðþrýsting og haft slæm áhrif á svefn. Í grænu te er einnig efnið ECGC (e. epigallocatechin gallate), en það er andoxunarefni sem styður við hjarta- og taugakerfið og getur minnkað líkur á heilablóðfalli. Einnig eykur það brennsluna þína, getur minnkað líkur á krabbameini, lækkað kólestról og stutt við ónæmiskerfið líka!

Hér kemur einn góður drykkur sem inniheldur hátt hlutfall C vítamíns, járns og ECGC andoxunarefnisins. Frábær fyrir brennsluna! Ef þú vilt prófa hann í morgunmat mæli ég með að bæta við fitu eins og avocadó eða kókosolíu til þess að fá ennþá betri byrjun á deginum.

 

green-tea-smoothiemain-image

 

Boost fyrir brennsluna

 

Innihald:

½ bolli grænt te

1 bolli ananas (frosinn)

2 lúkur spínat

1/2 appelsína (börkur tekinn af)

½ bolli möndlumjólk ósæt

1 msk kókosolía eða 1/2 avocadó (lítið)

 

Láttu mig svo endilega vita hvernig smakkast hér í spjallinu

Áttu vini sem vilja auka brennsluna? Deildu endilega með þeim á facebook 🙂

 

Heilsukveðja

Sara Barðdal Heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

10 Comments

 1. Margrét Gísladóttir. says:

  Sæl mig langar að vita hvort öllu innihaldinu í uppskriftinni sé allt sett í soðið vatn eða hvort það eigi að meðhöndla það á annan hátt áður?

  • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

   Sæl Margrét, ég byrjaði á því að setja græna teið í heitt vatn (ca. 1/2 bolla af heitu vatni) og týndi síðan restina af innihaldinu til. Svo setti ég allt innihaldið í blandarann eins og venjulega, það tók um 2 mín og þá var græna teið tilbúið. Þá helti ég því ofaní blandarann og setti af stað. Vona að ég sé að útskýra nógu vel, þú semsagt meðhöndlar þetta í rauninni ekki öðruvísi en hefðbundið boost nema þú setur smá af heitu grænu te ofaní. En engar áhyggjur boostinn verður kaldur og fínn þar sem það er frosinn ávöxtur í honum, hann kælir mun meira en teið. 🙂

   • Margrét Gísladóttir. says:

    Þú talar um heitt vatn á það þá ekki að vera soðið? En hvaða græna té notar þú?

    • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

     Sæl jú það er betra, eins og þú ert vön að laga te. Ég notaði græna teið frá Clipper 🙂

 2. audur gísladóttir says:

  hæ.. prófaði drykkinn og hann var æði,
  góð virkni….

 3. Anna María says:

  Boostið er nokkuð gott ég setti kókósolínu út í en næst set ég avokadó 🙂

  • Sara Barðdal, Heilsumarkþjálfi LTF says:

   Sæl Anna María, gaman að heyra, já prófaðu það endilega, þá verður hann meira creamy 🙂

 4. Soffía Karen says:

  vá hvað ég þarf að prufa þennan 😀 takk fyrir þetta

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *