Lifðu til Fulls í 10 ár
grænkál
6 leiðir til þess að borða grænkál
3rd October 2022
Granola með kókosflögum og skógarberjum
1st November 2022
grænkál
6 leiðir til þess að borða grænkál
3rd October 2022
Granola með kókosflögum og skógarberjum
1st November 2022
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Lifðu til Fulls í 10 ár

Núna í október 2022 var 10 ára afmæli Lifðu til fulls.

Ég trúi því varla. Mig grunar að þessu tilfinning sé svipuð og þegar barnið manns er allt í einu orðið 10 ára. Maður hugsar með sér, vá er í alvöru svona langur tími liðinn? 

Ég upplifi gífurlegt þakklæti þegar ég hugsa um þann áratug sem við hjá Lifðu til fulls höfum hjálpað þúsundum kvenna að orkumeira lífi, sátt í eigin skinni og líkamlega vellíðan.

Litla fyrirtækið sem ég stofnaði fyrir 10 árum hefur aldeilis blómstrað og langar mig því að deila með þér í sögu okkar og hvernig fyrirtækið hefur þróast.

En fyrst, í tilefni afmælisvikunnar býðst langar mig að bjóða tilboð á uppskriftabók Lifðu til Fulls sem kom út 2016. Bækurnar verða áritaðar af mér og sendar með pósti. Bókin er tilvalin sem gjöf, annaðhvort fyrir þig sjálfa eða aðra.

Hægt er að tryggja sér eintak hér(takmörkuð eintök fáanleg)

Þið sem þekkið mig vel vita að ég stofnaði Lifðu til fulls út frá minni eigin vegðferð að bættri heilsu. 

Frá því að ég var ung glímdi ég við iðruólgu (IBS) en það var þó ekki fyrr en um 2011 sem ég fór að taka eftir fleiri heilsubrestum t.d. liðverkjum, mikilli sykurlöngun, þyngdaraukningu og hormónaójafnvægi.

Í framhaldi kynntist ég heilsumarkþjálfunar-skólanum IIN en það nám sýndi mér þann sanna mátt sem rétt fæða getur haft á líkamann. Ég lærði að hver og einn líkami er einstakur og mikilvægt er að detta ekki í “one-size fits all” hugarfarið.

Ég prófaði allt sem ég lærði á mig sjálfa og fór fljótlega að sjá árangur, allir fyrrnefndu kvillar minnkuðu til muna eða jafnvel hurfu alveg. Og með breyttum lífsstíl hefur mér tekist að halda þeim í burtu síðan!

Það var tekið eftir þeirri vellíðan sem ég var að upplifa því ég hreinlega geilsaði öll og áður en ég vissi var ég komin með minn fyrsta kúnna í heilsumarkþjálfun, kona sem ég þekki ágætlega og spurði hvort ég gæti hjálpað henni.

Ég tók því allsfagnandi enda ekkert sem ég vildi meira en að fleiri upplifðu þá hreinu vellíðan sem fylgir réttu mataræði og heilbrigðum lífsstíl, líkt og ég var að upplifa. Lífstíll sem krafðist ekki megrunar eða matarkúra og innihélt engin boð eða bönn. Gildi sem við hjá Lifðu til Fulls stöndum enn fyrir í dag. 

Stuttu eftir útskrift stofnaði ég Lifðu til Fulls, þann 20.október 2012.

Ástríðan fyrir heilbrigðum lífsstíl, matargerð og heilsu var í hámarki og er það reyndar enn. Ég byrjaði með eingöngu einkakúnna en sú reynsla að vinna náið með konum gaf mér þekkinguna sem ég þurfti til þess að setja mig í þeirra spor og hjálpa þeim með sín vandamál.

Árin 2013-2014 menntaði ég mig sem markþjálfi hjá Transformational Coaching Method því mig langaði að hjálpa mínum konum að breyta hugarfarinu og þannig skapa varanlegar breytingar. Síðan þá hef ég alltaf unnið á hugarfarsbreytingum samhliða mataræði, bætiefnum og lífsstíl.

Næsta skref var að þróa hópnámskeið frá netinu, bæði 5 daga matarhreinsun og dýpri hópþjálfun sem í dag ber nafnið Nýtt líf og Ný þú, 4 mánaða þjálfun þar sem kafað er djúpt í einstaklinginn og unnið að varanlegum lífsstíl, mótað út frá þörfum hvers og eins. 

Í júní 2014 fékk ég þá hugmynd að halda ókeypis 14 daga sykurlausa áskorun enda glímdu nær allar konur sem komu til mín við sykurlöngun.

Ég vildi sanna fyrir fólki að sykurleysi væri sko langt frá því að vera leiðigjarnt.

Ég vildi leyfa öðrum að upplifa frelsið og þá vellíðan sem fylgdi sykurlausum lífsstíl.

Þessi áskorun fór vonum fram og yfir 5000 einstaklingar skráðu sig í fyrstu sykurlausu áskorunina sem ég hélt. Slíka áskorun endurtókum við 1-2x á ári í þónokkurn tíma og þáttakendur urðu alltaf fleiri og fleiri, síðasta áskorun var með yfir 20.000 manns skráða til leiks.

Mikil vitundarvakning var í samfélaginu á þessu tíma varðandi sykur og áhrif þess á líkamann.

Árið 2016 kom út fyrsta og eina uppskriftabókin mín sem komið, sem innihélt yfir 100 uppskriftir að bragðgóðum og hollum mat.

Bókin var unnin út frá öllum þeim uppskriftum sem ég þróaði með mér þegar ég var að fóta mín fyrstu fótspor.

Markmiðið var að uppskriftirnar væru einfaldar, fljótlegar og auðvitað bragðgóðar.

Allar eru þær án hvíts sykurs, glúteins og mjólkurafurða og hentar bókin fyrir þá sem eru vegan en það er sérkafli með “streetfood” sem inniheldur kjöt og fisk í bókinni. . Bókin hefur farið tvisvar í prent og nú eru einungis nokkur eintök eftir. Hægt er að fá áritað eintak á afmælistilboðinu með því að smella hér.

 

Nokkrum mánuðum eftir útgáfu bókarinnar, Í nóvember 2016 fór ég til Kaliforníu í hráfæðis-kokkanám og árið 2018 fór ég þangað aftur í framhaldsnám. Ég heillaðist mikið að hráfæði, fannst það ótrúlega spennandi en ég mæli þó ekki með því að neinn lifi einungis á slíku fæði heldur er það flott með eluðum réttum.

Það má segja að eftirréttir í formi hráfæðis , eða “sektarlaus sætindi” séu mitt sérfag í dag.

Árið 2019 varð til glænýtt námskeið, Frískari og orkumeiri á 30 dögum, sem hefur í dag losað þúsundir kvenna undan sykurlöngun og fyllt líkama þeirra að allsherjar vellíðan, orku og léttleika. Í námskeiðinu má finna ýmis kennsluefni, matreiðslumyndbönd, skipulag og matseðla, innkaupalista og margt fleira til þess að einfalda þér lífið.

Ég gæti ekki gert þetta ein og óstudd og á þessum 10 árum hafa mismunandi aðilar stutt við Lifðu til fulls og er ég þakklát fyrir þá alla.

Í dag hjá Lifðu til fulls er ýmist heilsumarkþjálfi og teymi af fólki sem öll vinna að því að gera ykkar líf auðveldara og ánægjulegra. Við þökkum þér fyrir samfylgdnina síðustu ár en þið eruð sko okkar drifkraftur. 

Ef þú ert ekki nú þegar á póstlistanum mæli ég með því að skrá þig hér og fá okkar vikulegu fréttabréf sem innihalda m.a. uppskriftir, innblástur og ráð að bættum lífsstíl. Þú færð senda gjöf við skráningu með ókeypis rafbók sem inniheldur nokkrar uppskriftir af sektarlausum sætindum!

Það hefur verið ótrúlega gaman að stikkla hér á stóru yfir síðasta áratuginn með þér kæri lesandi.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *