6 leiðir til þess að borða grænkál
járn
Járnskortur og þreyta
26th September 2022
Lifðu til Fulls í 10 ár
24th October 2022
járn
Járnskortur og þreyta
26th September 2022
Lifðu til Fulls í 10 ár
24th October 2022
Show all
Deildu á facebook
Facebook

6 leiðir til þess að borða grænkál

grænkál

Á þessum árstíma byrja búðir oft að fyllast af grænkáli enda þrífst grænkál einkar vel hér á landi og afrakstur ræktunnar oft góður. 

Grænkál er sannkölluð ofurfæða og sérlega rík af kalki, B-vítamum, magnesíum, járni og fleiri steinefnum og vítamínum.  Það getur því hjálpað að styrkja beinin, auka orkuna, efla ónæmiskerfið og minnkað sykur- og matarlöngun svo eitthvað sé nefnt.

En af hverju erum við ekki að borða meira af því?

Oft finnst mér ég heyra frá mínum konum að þær viti af næringargildum grænkáls en skorta hugmyndir með hvernig á að matreiða það á bragðgóðan hátt. í dag vil ég því deila með þér 6 einföldum og bragðgóðum aðferðum til þess að neyta grænkáls.

Gott að vita um grænkál

Þar sem grænkál hefur fremur stuttan líftíma í ísskápnum gerist það oft að þegar loks á að borða það þá er það orðið lúið og illa lyktandi og endar því í ruslinu… 

Hér er grein þar sem ég sýni þér bestu leiðina til þess að geyma grænkál og minnka þar með líkurnar á því að það endi í ruslinu. 

Annað sem gott er að vita er að grænkál meltist erfiðlega í sínu hráu formi og því er mikilvægt að gera það auðmeltanlegra fyrir líkamann áður en það er borðað.  Til eru margar leiðir til þess og eru þær allar nefndar hér að neðan.

Lesa einnig:

Gæti grænkál verið nýja mjólkin?

Skref fyrir skref að góðum grænum drykk!

5 ráð við bjúg, uppþembu og meltingaróþægindum

Gufusoðið eða steikt á pönnu

Þeim sem eru með viðkvæma meltingu finnst oft eldað grænkál fara betra í sig en hrátt. Eldað grænkál er einnig ótrúlega fullnægjandi með réttu kryddunum.

Þá er t.d. hægt að gufusjóða grænkál í 1-2 mín eða þar til fagurgrænann litur henfur myndast og svo krydda með örlítið af salti. Þetta er  afar einföld leið til þess að borða grænkál sem meðlæti og mjög bragðgott með súrkáli, sætum kartöflum og grænmetisbuffi.

Einnig er hægt að léttsteikja grænkál á pönnu upp úr örlitlu vatni, sesamolíu, hvítlauk, salt og pipar sem dæmi. Þetta getur líka verið gott meðlæti með aðalrétt.

Grænkál sem snakk

Það er að verða sívinsælara að nota grænkál til þess að búa til heimagert og hollt snakk. Bæði er það töluvert hollara en snakk sem fæst út í búð og svo er það líka ótrúlega bragðgott. 

Þegar grænkál er notað sem snakk þá eru blöðin sjálf einungis notuð en stikullinn fjarlægður. Gott er að þvo blöðin fyrst og þurrka áður en þeim er velt upp úr góðri ólífuolíu. Kálblöðin eru krydduð með salti, pipar og þeim kryddum sem kosið er og þeim svo raðar á bökunarplötu. Bakað í 5-10 mín í 200°C heitum ofni eða þangað til snakkið er orðið stökkt. Einnig er hægt að setja í þurrkuofn ef það er til boða. Það er svo hægt að leika sér með ýmis krydd og sjá hvað manni finnst best. Sem dæmi er hægt að setja hvítlauksduft, næringarger eða chillikrydd.

Prófaðu þig áfram og finndu þína uppáhalds uppskrift af grænkálssnakki! Það er hrikalega gott og næstum því ávanabindandi eftir fyrsta smakk.

Grænkál í salat

Ein algeng leið til þess að borða grænkál er með því að setja það í salat en mikilvægt er að bæta í salatið  olíu, dressingu eða kreista sítrónu svo grænkálið sé auðmeltanlegra. Einnig getur líka hjálpað að nudda grænkálið með höndunum ef það er of gróft.

Prófaðu Sesar-salat með grænkáli, eitt af mínum uppáhalds salötum og þvílíkt einfalt!  Eða dásamlega fallega vetrarsalatið mitt með linsum og pistasíuhnetum.

Grænkálsvefja

Það er sniðugt að nota grænkál í vefjur en hér er t.d. æðisleg uppskrift þar sem kálblaðið er notað í stað vefjunnar.  Ef blöðin eru þunn er sniðugt að nota tvö grænkálslaufblöð og fylla vefjuna ekki of mikið svo hún haldist vel saman. Með vefjunni er svo frábær tahini-dressing.

Grænkál í búst

Ef þér finnst grænkál ekki gott á bragðið er upplagt að setja það út í búst.  Kálið passar vel við ýmsa ávexti eins og jarðaber, banana eða bláber og það má í raun prófa sig áfram og skella því í alla sína uppáhalds drykki. Það er líka sniðugt að kaupa frosið, lífrænt grænkál ef fersk er ekki í boði.

Þessi búst-drykkur hér er einn af mínum uppáhalds en í honum leynist t.d. mynta, avókadó og jú auðvitað, grænkál. Æðisleg blanda sem slær á sykurlöngun.

Á pizzu

Persónulega þykir mér æðislegt að setja grænkál á pizzu með graskeri og geitaosti. Þá þykir mér best að setja grænkálið yfir pizzuna eftir að hún hefur verið elduð en einnig er hægt að elda grænkálið líkt og hin áleggin. Ef þú eldar það myndi ég þó setja það rétt undir lokin svo það brenni ekki.

Hér er æðislegur pizzabotn sem þú getur prófað.

Láttu mig vita í spjallinu hér að neðan hvaða aðferð er í uppáhaldi hjá þér!

Ekki gleyma svo að deila með vinum og fjölskyldu á Facebook eða Instagram svo fleiri geti fræðst um allar þessar ólíkar leiðir.

Heilsa og hamingja,

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *