5 ráð til að setja þér markmið sem þú nærð
15th January 2019Súkkulaði brownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa
29th January 20195 ráð til að setja þér markmið sem þú nærð
15th January 2019Súkkulaði brownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa
29th January 2019Þessi himneski mangó Lassi drykkur slær á sykurlöngun, vinnur gegn bólgum og er ekkert smá frískandi!
Uppskriftin er innblásin af ferðum mínum til Indlands en þar varð ég algjörlega ástfangin af mangó. Ég komst einnig að því að það eru til 300 tegundir af mangó og borðaði það allra safaríkasta mangó sem ég hef á ævinni smakkað.
Þar fengum við hjónin líka að smakka Mangó Lassi drykk sem er algjört lostæti og auðvitað þurfti ég að útbúa minn eigin!
–
–
–
Vissir þú að ein helsta orsök sykurlöngunar er ójafnvægi á steinefnum, góðri fitu og próteinum?
Hráefni drykkjarin vinna á sykurlöngun og koma líkamanum aftur í jafnvægi. Þessi Mangó Lassi drykkur kemur bragðlaukum skemmtilega á óvart og er ferskur í morgunsárið.
–
Lesa einnig:
Túrmerik latter á tvo vegu
Ferskir sumarkokteilar
Heitt Chaga Kakó
–
–
Þér gæti þótt öðruvísi að setja svona mörg krydd í drykkinn, en engifer, túrmerik og kanill draga sérstaklega úr bólgum, bjúgsöfnum, jafna blóðsykur og eru talin vinna á kviðfitu!
–
Drykkurinn fyllir líkamann sannarlega af ljósi og vellíðan. Enda er túrmerik talið..
- vera sérlega bakteríudrepandi
- vinna á liðverkjum
- efla meltingu og ónæmiskerfið
- geta létt á depurð og aukið hamingju
–
–
Himneskur Mangó Lassi drykkur
1 ½ bolli möndlu-, hafra- eða kasjúhnetumjólk
½ bolli kókosmjólk (einnig má nota ½ bolla af möndlu-, hafra- eða kasjúhnetumjólk í stað möndlu- og kókosmjólkur, en kókosmjólkin þykkir vel. Ég mæli með að nota kókosmjólk frá Coop sem fæst í Nettó)
1 bolli mangó ferskur eða frosinn (sjá athugasemdir)
1 tsk hvítt tahini eða kasjúhnetusmjör (t.d. frá Monki)
mangó lassi kryddblanda
½ tsk karamellustevia frá Good good brand
1 stór medjool daðla (eða notið ½ tsk til viðbótar af karamellusteviu eða steviu)
2 msk hemp fræ*
Mangó Lassi kryddblanda:
1 tsk túrmerik duft
¼ tsk maca
¼ tsk kanill
¼ tsk malaðar kardimommur
¼ tsk saffran
örlítill svartur pipar (bætir upptöku túrmeriks)
salt á hnífsoddi
Skreytt með..
kókosmjöli, túrmerikdufti, kanil, rósapipar, pistasíuhnetum
1. Mælið út mangó lassi kryddblöndu í litla skál. Þetta fyrirbyggir að óvart sé sett of mikið af kryddum í drykkinn.
2. Setjið næst öll hráefni drykkjarins fyrir utan kryddblönduna í blandara og hrærið þar til silkimjúkt. Bætið kryddblöndunni við og hrærið.
Athugasemdir:
Drykkurinn geymist vel í kæli í 2-3 daga.
Fyrir heitan drykk má sleppa frosnu mangó og hita blönduna upp í potti.
Mér þykir ferskt lífrænt mangó taka drykkinn á næsta stig og mæli ég með því frekar en frosnu mangó ef það er hægt.
Láttu vita í athugasemdum hér að neðan ef þú prófar og hvernig smakkast og endilega deilið áfram á samfélagsmiðlum ef þið prófuðuð drykkinn!
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
4 Comments
Sæl Sigríður
Þú ert skráð í 14 daga sykurlausu áskorunina – hlökkum til að hefjast handa með þér! 🙂
Sæl kæra Sigríður
Ég er búin að skrá þig í 14 daga áskorun, þú færð tölvupóst frá okkur á morgun með fyrstu uppskriftum og innkaupalista. Gaman að fá þig með! 🙂
Sæl Margrét
Það er ekkert mál að byrja bara þegar þú kemur til baka ef þú vilt, áskorunin er alveg til 11.feb. Áskorun snýst bara um að hver og einn geri sitt besta 🙂
Sæl Lilja
Ég er búin að skrá þig í áskorun, þú færð póst eftir nokkrar mínútur með uppskriftum og innkaupalista fyrir viku 1. Gaman að fá þig með í áskorun 🙂