Jólasmákökurnar mínar
3 uppáhalds jólauppskriftirnar
6th December 2019
Orkuskot Júlíu
2nd January 2020
3 uppáhalds jólauppskriftirnar
6th December 2019
Orkuskot Júlíu
2nd January 2020
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Jólasmákökurnar mínar

Ég held það sé óhætt að segja að ég sé komin í jólagírinn…. En þú?

Ef ekki þá er fátt jólalegra en að baka smákökur með jólatónlist í gangi og fylla heimilið af ljúfum smákökuilm. Svo kósý!

Hér eru akkúrat tvær ljúffengar smákökuuppskriftir sem ég baka alltaf fyrir jólin. Þær eru nokkuð ólíkar og þar sem ég er algjört jólabarn og byrja oft mjög snemma að baka, þá enda ég yfirleitt á að þurfa að baka þær aftur því þær klárast fljótt! Uppskriftirnar eru að sjálfsögðu vegan og án glúteins og sykurs. 

Himneskar vanillukökur

Vanillukökurnar eru algjör draumur og það er svo notalegt að eiga þær til heima í sætum smákökukassa. Þær eru líka mjög skemmtilegar til að baka með litlum krílum því notuð eru form og því hægt að móta þær eins og piparkökur. En það er mjög gott ráð að venja litlu á minni sykur snemma.

Himneskar vanillukökur

Vegan, glútenfríar, sykurlausar

1 bolli hafrar, malaðir (ég notaði glútenlausa)
1 1/4 bolli kókoshveiti
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk salt
1/2 tsk kanil
1/8 tsk vanilluduft (einnig má nota meiri vanilludropa)
1/2 bolli vegan smjör, við stofuhita
1/4 bolli hlynsíróp
1/4 bolli (eða 7 msk) kókosmjólk
4-6 dropar stevia
1 tsk vanilludropar

1. Hitið ofn við 180 gráður.

2. Malið hafrana í matvinnsluvél eða blandara þar haframjöl fæst.

3. Hrærið saman haframjöli, kókoshveiti, matarsóda, vínsteinslyftidufti, salti, kanil og vanillu í skál.

4. Setjið næst smjör, hlynsíróp, kókosmjólk, steviu og vanillu í hrærivél og blandið vel saman. Bætið þurrefnablöndunni við og haldið áfram að hræra. Bætið við 1 msk kókosmjólk ef deigið virðist of þurrt.

5. Myndið litlar deigkúlur (c.a 1 msk á stærð) og setjið á bökunarpappír. Hver smákaka ætti að vera í kringum 3 cm en mega vera minni. Þetta ætti að gera tvær plötur af smákökum eða meira ef þú gerir minni kökur.

6. Bakið í ofni í 12-15 mín við 180 gráður. Leyfið að kólna.

7. Njótið með kaldri möndlumjólk!

Klassísku súkkulaðibita-smákökurnar

smákökur

Er einhver sem elskar ekki súkkulaðibitakökur? Ég stalst til og gerði þessar í byrjun október. Það er sérstaklega gott að gera þessar með bæði dökku súkkulaði og smá vegan-hvítu súkkulaði. Svo er best að borða þær með ískaldri möndlumjólk og dýfa þeim ofan í eða með bolla af heitu kakó eins og þessi uppskrift hér

Dásamlegar súkkulaðibita-smákökur

Gefur 25-28 smákökur

1/2 bolli vegan smjör, ég nota frá Earth Balance (keypt í Gló Fákfeni)
1/4 bolli hlynsíróp og 1 tsk stevia frá Good Good (eða notið 1/2 bolla Sweet like sugar stevia duft)
¼ bolli kókosmjólk kæld í ískáp
2 tsk vanilludropar
2 bollar möndlumjöl, fínt
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk sjávarsalt
1/2 bolli dökkt súkkulaði, saxað

1. Forhitið ofninn við 180 gráður.

2. Setjið smjör, sætuefni, kókosmjólk og vanillu í skál og þeytið með handþeytara þar til silkimjúkt. Bætið við þurrefnum útá og hrærið saman við miðlungshraða. Bætið við súkkulaði undir lok með sleif.

3. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og skammtið matskeið af deiginu og mótið örlítið, kökurnar munu dreifa úr sér svo hafið pláss á milli.

4. Bakið í 10 mínutur, snúið ofnplötunni við svo kökurnar bakist jafnt og eldið í 10 mínútur til viðbótar. Leyfið smákökum að kólna í 15-20 mínútur og njótið með kaldri möndlumjólk eða ilmandi hlýju kakói.

Vonandi njótið þið þessara uppskrifta elsku vinir og ef þið prófið þær þætti mér vænt um að sjá myndir á Instagram (taggið: @lifdutilfulls) svo ég geti fylgst með!

Endilega deilið líka með vinum ykkar á Facebook! 

Hafðu það kósý í kvöld og horfðu á ókeypis net-fyrirlestur!

Brr… það er svo kalt úti! Ég veit ekki með þig en á svona dögum veit ég ekkert betra en að skríða upp í sófa með teppi og heitt kakó.

Ef þú ert til kósýkvöld þá langar mig að bjóða þér að horfa á upptökuna af vinsælasta fyrirlestrinu mínum ,,3 einföld skref til að losna við sykurlöngun, brenna fitu náttúrulega og tvöfalda orkuna!” í kvöld. Upptakan er aðgengileg frá netinu svo þú getur haft það kósý upp í sófa á meðan þú lærir:

  • Hvernig hægt er að komast úr vítahring sykurs – fyrir fullt og allt
  • Uppskrift sem hreinsar og eflir orku
  • 5 orkugefandi fæður sem ég borða nánast daglega
  • Algeng mistök sem skal forðast

Smelltu HÉR til að koma á kósýkvöld með mér, þetta verður fjör og þú munt enda kvöldið full af fróðleik!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *