Fljótlegt salat með kínóa, eggjum og balsamik gljáa
13th June 2022Heimagerðir íspinnar fyrir alla fjölskylduna
11th July 2022Fljótlegt salat með kínóa, eggjum og balsamik gljáa
13th June 2022Heimagerðir íspinnar fyrir alla fjölskylduna
11th July 2022–Er pizza partý framundan? Þá er ég með æðislega uppskrift fyrir tilefnið!
Hefðbundnir pizzabotnar, hvort sem þeir eru súrdeig eða ekki, innihalda hveiti sem getur ollið meltingaróþægindum fyrir marga.
Þar sem ég er sjálf með glútenóþol hefur mér ávallt þótt það smá áskorun að vera boðin í pizzuboð þar sem mér finnst lítið var í þá glútenlausu kosti sem fást tilbúnir út í búð eða á pizzastöðum hérlendis.
Þessi pizzabotn hefur því algjörlega komið mér til bjargar og kjörinn ef þú ert með glúteinóþol eða ef þú vilt hreinlega halda þig við hollari kost.
Uppskriftin er úr uppskriftabókinni minni Lifðu til fulls sem er á tilboði þessa vikuna! Í henni má einnig finna yfir 100 uppskrifta sem gefa orku og ljóma.
Pizzabotninn sem ég deili með þér er búinn til úr aðeins 5 hráefnum en hann er bæði fljótlegur í undirbúningi, stökkur og bragðgóður. Kínóa-fræin fara sérstaklega vel í maga og því lítil hætta á uppþembu eða óþægindum eftir að hafa hámað pizzuna í þig!
–
Lesa einnig:
Sólskins túrmerikdressing sem mun breyta lífi þínu!
Kókosjógúrt með jarðaberjum og banana
–
–
5 hráefna kínóa pizza-botn
–
Uppskrift er fyrir einn svo um að gera að tvöfalda eða þrefalda ef þú vilt gera fyrir fleiri.
2 bollar kínóahveiti eða 2 bollar fínt möluð kínóafræ
1 tsk vínsteinslyftiduft
½ tsk basilikukrydd
salt á hnífsoddi
½ bolli vatn
–
1. Hitið ofninn í 180°C
2. Setjið öll þurrefnin í stóra skál og hrærið saman með sleif. Bætið út í ½ bolla af vatni og hnoðið með höndunum.
3. Stráið kínóahveiti á bökunarpappír, látið deigið ofan á og annað lag af bökunarpappír yfir. Fletjið deigið út í eina litla pítsu eða tvær stórar. Fjarlægið efra lagið af bökunarpappírnum. Til að fá kringlótta pítsu er gott að nota smelluform eða skál.
4. Bakið í 20 mín. Leggið rakt viskastykki ofan á botninn í 3-5 mínútur svo hann haldist mjúkur.
–
Athugasemdir
Til að frysta botnin er annaðhvort hægt að frysta deigið eða foreldaðan botn.
–
Grænmetis-pizza að þínu skapi
Allar góðar pizzur þurfa að hafa gott álegg en hér koma alls kyns hugmyndir af grænmeti sem hægt er að setja á pizzuna þína. Ekki leyfa þessum lista þó að stoppa hugmyndaflugið og notaðu áleggið sem þér þykir bragðbest.
Pizzabotn (kínóabotnin að ofan eða blómkálspizzbotn á bls 133 í uppskriftabók Lifðu til fulls)
Pizzasósa (uppskrift á bls 135 í uppskriftabókinni Lifðu til fulls)
Rifinn vegan ostur eða notið geitaost eða hefðbundinn pizzaostur
–
Hugmyndir af áleggi:
Paprika, skorin í strimla
Eggaldin, skorið í teninga eða lengjur
Sveppir, skornir í strimla
Kirsuberjatómatar
Kúrbítur, rifin í strimla eða skorin í þunnar sneiðar
Ætiþistlar
Sólþurrkaðir tómatar
Ólífur, úrsteinaðar og skornar
Bananasneiðar
Ananas
Laukur
Vegan pepperoni
Sæt kartafla, skorin í munnbita og bökuð með olífuolíu, salti og rósmarín í c.a 20-40 mín
–
Ofaná:
Fersk basilíka, klettasalat, döðlur, avocadó, hvítlauksolía, svartur pipar, oreganó
–
1. Hitið ofninn í 200°C.
2. Ef þið viljið nota sætar kartöflu, skerið hana í litla munnbita og setjið í eldfast mót ásamt olíu og rósmarín. Bakið í 40 mín eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar að innan en stökkar að utan. Ath: Ef enginn ofn er í boði í grillpartýinu hef ég oft eldað kartöflurnar fyrirfram og mætt með þær tilbúnar!
3. Berið pizzasósuna á botninn og raðið öllu grænmetinu á hann fyrir utan það ferska sem fer ofan á
4. Dreifið osti yfir
5. Setjið pizzuna á grillið og leyfið henni að grillast vel þannig hún sé stökk, en þó ekki brunnin. Þegar pizzan er komin af grillinu má dreifa bökuðu kartöflunum, klettasalatinu, döðlum og hvítlauksolíu yfir. Berið fram og njótið.
—
Fleiri girnilegar uppskriftir fyrir sumarið má finna í uppskriftarbókinni Lifðu til Fulls, þar finnur þú m.s uppskriftir af hollum vöfflum, pönnukökum, pasta réttum, taco-s, eftirréttum og margt margt fleira. Ég mæli með því að tryggja sér eintak í dag en tilboðsvika stendur nú yfir. Bókin er heimsend að dyrum!
Þessi pizza mun sannarlega slá í gegn í öllum grillveislum í sumar og ekki er það nú verra að hún er einstaklega næringarrík og orkugefandi!
–
Endilega skrifaðu mér hér að neðan hvernig smakkast.
Og ekki gleyma að deila uppskriftinni með vin/vinkonu með því að smella hér á Facebook og tagga okkur á Instagram
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!