Kókosjógúrt með jarðaberjum og banana
Acai skálin
16th maí 2017
Ferðalag mitt til Evrópu og Asíu!
29th maí 2017
Show all

Kókosjógúrt með jarðaberjum og banana

DSC_2651


Jógúrtgerð hér á bæ hefst yfirleitt á sunnudagseftirmiðdögum.

Þetta tekur mig ekki nema 5 mín þar sem öllu er skellt í blandara og geymist í 5 krukkum út vikuna.

Þetta grípur kallinn minn svo með sér á virkum dögum sem morgunmat. Jógúrtin eru því fullkomin fyrir fólk sem á annríkt og vill geta gripið eitthvað fljótlegt með sér í morgunmat eða milli mála.

Ég breyti reglulega til í jógúrtgerðinni en um þessar mundir er kókosjógúrt með jarðaberjum og banana það sem hefur slegið verulega í gegn! Þú verður að prófa þetta!

DSC_2619


Jógúrtin fara sérlega vel í magan enda eru þau rík af hollri fitu frá kókosmjólk, góðum trefjum frá chia fræum sem efla meltingu og gefa kraft fyrir daginn. En nafnið chia merkið styrkur sem lýsir fræunum vel.

Ég legg chia fræ í bleyti kvöldið áður en ég geri jógúrtin en stundum hef ég gleymt og þá læt ég þau liggja í bleyti í 10 mín c.a.

DSC_2670

Kókosjógúrt með jarðaberjum og banana

Bananajógúrtið
2 dósir kókosmjólk (ég nota frá Coop, sem fæst í Nettó)
2 banani
1 krukka chia fræ útbleytt (c.a 1/4 bolli chia fræ og 3/4 vatn)
8 msk hamp fræ
6 dropar stevia með vanillubragði
(ég nota stevia frá via health)

Jarðaberjakrem
1 dós kókosmjólk (ég nota frá Coop, sem fæst í Nettó)
1 300 gr poki frosin lífrænt jarðaber (látin þiðna)
1 msk hrár kókospálmanektar/hlynsíróp
6-8 dropar stevia venjulegt eða með jarðaberjabragði
örlítið salt

Klst áður en uppskriftin er gerð eða daginn áður:
Leggið chia fræ í bleyti og geymið í kæli eða gert 10 mín áður.
Takið jarðaber úr frysti og látið pokan þiðna í skál í kæli.


1. Setjið öll hráefni fyrir kókosjógúrtið í blandara fyrir utan chia fræ og hrærið þar til silkimjúkt. Bætið við chia fræum rétt undir lok og hrærið saman rétt svo chia fræin blandast samanvið. Það er fallegast ef chia fræin fá að vera heil en ekki alveg blönduð saman.

2. Hellið jógúrtinu í krukkur. Ég fyllti fimm 500 gr krukkur að 3/4 (krukkurnar endurnýtti ég undan kókosolíu). Skolið blandarakönnuna.

3. Setjið allt í jarðaberjakremið í blandara og hrærið þar til silkimjúkt. Mikilvægt er að jarðaberin séu búin að þiðna fyrir bestu útkomu. Salt magnið eru c.a einn klípa og mikilvægt að hafa með fyrir endaútkomu jógúrts.

4. Hellið kremi í krukkurnar og fyllið þær. Geymið í kæli og að morgni má borða með skeið eða hræra saman og drekka sem þykkt og gott jógúrt. Einnig má setja í skál og skreyta með berjum

Ég vona að þú prófir, því þetta er svo einfalt! Ég breyti reglulega til og getur þú séð fleiri gómsætar útgáfur af jógúrtum sem ég geri í Lifðu til fulls bókinni.

Láttu vita í spjallið að neðan ef þú prófar og hvernig smakkast! Endilega deilið á samfélagsmiðlum:)


DSC_2658

Heilsa og hamingja

14 Comments

 1. Unnur skrifar:

  Þetta ætla ég aldeilis að prufa.
  En verður útkoman eins ef ég nota light kókosmjólk?

  Bkv
  Unnur

 2. Þórlaug Ólafsdóttir skrifar:

  Hvaða sort af kókósmjólk notar þú?

 3. Svala Erlendsdóttir skrifar:

  Ég geri þetta jógúrt mjög oft en set chia fræin ekki í bleyti heldur beint útí jógúrtina. Þau draga í sig bleytu úr kókosmjólkinni og gera hana þykka og ég borða hana með skeið

 4. Gugga skrifar:

  Get eg notað eitthvað í staðin fyrir stevíu? Mér finnst svo hræðilegt bragð af henni!

 5. Inga S. Matthíasdóttir skrifar:

  Ég tíndi mikið af aðalberjum síðasta haust og hef notað þau í búst. Það, sem mér finnst best í búst er: 2 dl aðalber, 1 banani, 2 msk jarðaberjaskyr, 1 dl laktósafrí mjólk , 1 msk ciafræ, vatn eftir þörfum. Villekki hafa þetta mjög þykkt. Sniðugt að setja kókosmjólkina, hef ekki prófað en ætla að gera það.

 6. Sigrún Linda skrifar:

  Ég var að prófa þett áðan! Og NAMMMMM!!! Svakalega er þetta gott 🙂 ég breytti smá og setti aðeins minna af kókosmjólk í jarðarberjakremið og svo setti ég bláber ofan á 😛

 7. Auður Lilja skrifar:

  Notar þú aðeins þykka hlutann af kókosmjólkinni eða allt úr dósinni ? Ætla að prófa um helgina 🙂

  • Júlía heilsumarkþjálfi skrifar:

   Sæl Auður! Ég nota alla dósina:)

  • Ásta skrifar:

   Frábært að fá tillögur af morgunmat, var að mauka saman frosin bláber og banana, setti það í krukkur og í frysti, ætlaði svo að taka með mér í ferðalagið. Bæti síðan granóla morgunkorni án viðbættu sykur ofan á ásamt jarðarberjum og trönuberjum, fattaði ekki að búa til jógúrt úr kókósmjólk, nú er ég fróðari um það, takk takk.

 8. Sigrun G Erlingsdottir skrifar:

  1 krukka chia fræ, er ekki viss hvaða mælieining það er?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.