Vegan burger með “kokteilsósu” og sætkartöflufrönskum (djúsí og glútenfrítt)
5th June 2017Morgunverður fyrir útileguna
20th June 2017Vegan burger með “kokteilsósu” og sætkartöflufrönskum (djúsí og glútenfrítt)
5th June 2017Morgunverður fyrir útileguna
20th June 2017–
Sumarið er sannarlega tíminn til að sleikja sólina þegar hún lætur sjá sig og vera eins mikið úti og mögulegt er.
Þá er sniðugt að hafa eitthvað fljótlegt og hollt með í veganestið þegar svengdin kallar. Í dag langar mig að sýna þér nokkra sniðuga kosti sem þægilegt er að hafa með í ferðalagið, útilegu, fjallgönguna eða lautarferðina.
–
Sniðugir kostir til að grípa sér í búðinni
–
–
Munið að kíkja á innihaldslýsingarnar. Það er góð regla að velja kost með sem fæstum hráefnum í og helst bara hráefnum sem þú þekkir (eða getur allavega borið fram!)
–
Fleiri keyptar hugmyndir fyrir holl millimál:
Grænir safar
Raw próteinstangir
Kókosflögur
Þurrkað mangó
Hnetu- og fræblöndur
Dökkt lífrænt súkkulaði
Litlar gulrætur og gúrkur, með hummus
Gúrka og gulrætur í krukku með tahini!
Bananar
Þurrkaðar apríkósur
Þurrkaður þari
Bláber
Súkkulaðihúðuð mórber
Nakd bar
Mary’s gone crackers kex
Hnetusmjör
Ef tími gefst finnst mér einnig ofboðslega gaman að taka með mér heimagerðar súkkulaðikúlur. Ommnomm! Uppskrift finnur þú hér.
Lesa einnig:
Hrökkbrauð
Gulrótamuffins
3 vegan samlokur fyrir ferðalagið
Hér má einnig skoða tillögur frá mér þar sem ég deili einhverju af því sem ég tek með mér til að halda í hollustu á ferðalaginu!
Ég vona að þessar hugmyndir komi sér vel.
Deildu hér að neðan hvað þú grípur með þér í ferðalagið!
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
2 Comments
Dásamlegt að fá þessar upplýsingar, innilegar þakkir! Ég mun svo sannarlega nýta mér þessar upplýsingar og hafa eitt og annað með mér. Algjör snilld 🙂
verði þér að góðu og rosalega gaman að heyra Fríða! :*
kv Katrín