Hollt Hrökkbrauð
Blaðgræna
1. Einn grænn, vænn og sterkur!
12th January 2013
Bleikur drykkur
Bleikur drykkur
20th January 2013
Show all

Hollt Hrökkbrauð

hollt hrökkbrauð
Deildu á facebook

Þessi uppskrift er ótrúlega einföld og fljótleg og býr til 2 plötur af yndislegu hrökkbrauði. Gættu þín því áður en þú veist af þá er ekkert eftir af því…

Hollt Hrökkbrauð

4 dl grófmalað spelt/heilhveiti/eða glútenlaust hveiti blanda

1 dl hafrar/eða glútenlausir hafrar

1 dl graskersfræ

1 dl sesamfræ

1 dl sólblómafræ

1 dl hörfræ

2 tsk vínsteinslyftiduft

1-2 tsk salt

1 1/4 dl olía(kaldpressuð olivu olía)

2 dl vatn

 

hollt hrökkbrauð

 

1. Blanda öllu saman, deig skipt til helminga. Ath: að deigið á að vera frekar klístrað.

2. Settu bökunarpappír á plötu og settu helminginn af deiginu á, settu annað lag af bökunarpappír ofaná og byrjaðu að fletja út með kökukefli eða höndunum. (s.s bökunarpappír – deig – bökunarbappír – fletja út)

3. Taktu efra bökunarpappírlagið af og gerðu alveg eins við síðari helming af deiginu.

4. Með pizzuhníf eða hníf skerðu út hvernig þú vilt að hrökkbrauðið verði í laginu.

5. í 150 gráður ofn með blæstri eldaðu í 40 mín eða þar til stökkt og ljósbrúnt

6. Brjóttu í sundur eftir því hvar þú skarst áður og geymdu í boxi

 

hollt hrökkbrauð

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *