Hollt Hrökkbrauð
Blaðgræna
1. Einn grænn, vænn og sterkur!
12th janúar 2013
Bleikur drykkur
Bleikur drykkur
20th janúar 2013
Show all

Hollt Hrökkbrauð

hollt hrökkbrauð

Þessi uppskrift er ótrúlega einföld og fljótleg og býr til 2 plötur af yndislegu hrökkbrauði. Gættu þín því áður en þú veist af þá er ekkert eftir af því…

Hollt Hrökkbrauð

4 dl grófmalað spelt/heilhveiti/eða glútenlaust hveiti blanda

1 dl hafrar/eða glútenlausir hafrar

1 dl graskersfræ

1 dl sesamfræ

1 dl sólblómafræ

1 dl hörfræ

2 tsk vínsteinslyftiduft

1-2 tsk salt

1 1/4 dl olía(kaldpressuð olivu olía)

2 dl vatn

 

hollt hrökkbrauð

 

1. Blanda öllu saman, deig skipt til helminga. Ath: að deigið á að vera frekar klístrað.

2. Settu bökunarpappír á plötu og settu helminginn af deiginu á, settu annað lag af bökunarpappír ofaná og byrjaðu að fletja út með kökukefli eða höndunum. (s.s bökunarpappír – deig – bökunarbappír – fletja út)

3. Taktu efra bökunarpappírlagið af og gerðu alveg eins við síðari helming af deiginu.

4. Með pizzuhníf eða hníf skerðu út hvernig þú vilt að hrökkbrauðið verði í laginu.

5. í 150 gráður ofn með blæstri eldaðu í 40 mín eða þar til stökkt og ljósbrúnt

6. Brjóttu í sundur eftir því hvar þú skarst áður og geymdu í boxi

 

hollt hrökkbrauð