Hreinsandi gulrótarmúffur sem hafa aldrei farið eins hratt!
Grænn drykkur
Grænn drykkur fyrir fyrstu kynni
14th April 2014
lífrænar kasjúhnetur
Þegar ég kláraði nær 1 ½ kíló af kasjúhnetum á einu bretti
22nd April 2014
Grænn drykkur
Grænn drykkur fyrir fyrstu kynni
14th April 2014
lífrænar kasjúhnetur
Þegar ég kláraði nær 1 ½ kíló af kasjúhnetum á einu bretti
22nd April 2014
Show all

Hreinsandi gulrótarmúffur sem hafa aldrei farið eins hratt!

Gulrótarmúffur eru tilvalin leið til að fá meira af A vítamíni og auka hreinsun líkamans yfir páskana!

Þær eru skemmtilegar, auðveldar að ferðast með og liturinn er alveg í anda páskana.

Ég hef verið að fikra mig áfram að búa til uppskrift af góðum gulrótarmuffins síðustu mánuði sem á sama tíma styðja við þyngdartap og orku og ég hef náð nokkrum svona “allt í lagi” tilraunum.

Þar til ég náði loksins þeirri sem gerði allar tilraunirnar þess virði og hún er alveg ómótstæðileg!

Vanalega geymast gulrótarmúffur hjá mér í allt frá 3-5 daga en þessar kláruðust nánast samdægurs og voru farnar áður en ég vissi af.

Aðalinnihaldið í múffunum er möndlumjöl og gulrætur og er það alveg til helminga sem er mjög óalgengt að finna þar sem hefðbundar uppskriftir innihalda gjarnan lítið hlutfall gulróta.

Gulrætur eru frábær uppspretta af beta karótín sem er umbreytt í A vítamín í lifrinni. A vítamín eru mikilvæg fyrir hjarta og æðaheilsu, bætta sjón og sterkara ónæmiskerfi. Ásamt því eru gulrætur frábærar fyrir minnið og minnka bólgur líkamans.

Möndlurnar sem eru í þessum ómótstæðilegu múffum eru kolvetnislágar en háar í prótíni og fitu sem styður við þyngdartap. Þær eru gjarnan notaðar vegna hægðatregðu og meira að segja til að létta á kvefeinkennum og koma jafnvægi á blóðsykurstig líkamans.

Bæði möndlurnar og gulræturnar gefa frábær andoxunarefni sem styðja við hreinsun líkamans, sem sakar ekki með páskamatnum!

Hér kemur uppskriftin af þessum páskalegu gulrótamúffum.

 

Ómótstæðilegar gulrótarmúffur 

 gulrotarmuffur-sem-hafa-aldrei-farid-eins

Fyrir botninn

1 1/2 bolli möndlumjöl

1 teskeið sjávarsalt

1/2 teskeið matarsódi

1 teskeið kanil

1/2 teskeið múskat (val)

1/4 teskeið kardimomma

3 egg

1/4 bolli hlynsíróp eða hunang

2 matskeiðar kókosolía brædd eða kaldpressuð ólífuolía

1 1/2 bolli gulrætur, fínlega skornar (auðveldast að gera þetta í matvinnsluvél)

1/2 bolli maukaðar döðlur (Ef þú kaupir þurrkaðar döðlur og matvinnsluvélin þín á erfitt með að mauka þær, settu þær þá örlítið í örbylgjuofninn til þess að mýkja þær. Kreistu út allann umfram vökva/vatn og maukaðu þær svo).

1 bolli saxaðar pekan hnetur

 

Aðferð

Forhitaðu ofnin við 160°C

1.   Sameinaðu möndlumjölið, saltið, matarsódann, kanilinn, múskatið, og kardimommudropana í stóra skál

2.   Hrærðu svo saman eggjunum, hlynsírópinu/hunangi og olíunni í sér skál

3.   Mixaðu gulrótunum og döðlumaukinu saman við blautu innihaldsefnin

4.   Hrærðu saman þurru hráefnunum við þau blautu og bættu söxuðum pekan hnetunum við

5.   Skiptu jafnt á milli í 12 múffuforma og bakaðu við 160°C í 20 mín eða þar til að tannstöngull kemur út þurr.

 

Fyrir kókossmjör krem:

1/2 bolli kókosolía (beint úr krukkunni, ath ekki brædd kókosolía)

1/4 bolli + 2 matskeiðar af hlynsírópi

1.   Hrærðu saman kókosolíunni og sírópinu þar til áferðin er orðin slétt og mjúk. Þetta er næstum ógerlegt með höndunum. Blandari eða handþeytivél /sproti virkar best í þetta því það gerir þér kleyft að mixa þessu saman í litla skál án þess að innihaldsefnin dreifist um allar hliðar í stórri skál.

2.   Smurðu kreminu á kólnaðar múffurnar, borðaðu og njóttu!

 

Screenshot 2014-04-07 09.28.13

 

Þessi uppskrift tók mig ekki nema 30 mín að setja saman og allt var komið inn í ofninn.

Kremið skellti ég í blendtec blandarann góða og setti á muffins kökurnar eftir að þær höfðu kólnað. Það voru þá í kringum 3 farnar þar sem kremið er ekki endilega nauðsynlegt, Sérstaklega ekki ef þær eru heitar úr ofninum!

 

Þessar eru fyrir alla að njóta!

Í tilefni páska, hvað er það sem þér hlakkar til þessa páska?

Líkaði þér uppskriftin? ég vona að hún komi sér vel!

Ef svo er, líkaðu við og deildu uppskriftinni með öllum vinum þínum á facebook, svona í tilefni páskanna.

 

Gleðilega Páska og gangi þér vel að baka!

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *