7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun
17th January 2017Túrmerik hummus með steinseljusalati
30th January 20177 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun
17th January 2017Túrmerik hummus með steinseljusalati
30th January 2017Uppskriftin sem ég deili með þér í dag er í algjöru uppáhaldi. Þessi chiagrautur er fullkomin morgunmatur eða millimál.
Lesa einnig:
Chia grautur fyrir byrjendur
Kínóa og Chia grautur með granateplum
Orkuskot Júlíu
—
Ein besta leiðin til þess að temja sykurlöngun á hollari hátt er að bæta við sætleika frá náttúrunnar hendi í mataræðið! Þegar ég fór í hráfæðiskokkanámið í LA kynntist ég Chai kryddi og hefur það orðið að algjöru eftirlæti hjá mér til að gefa sætleika án sykurs í uppskriftir!
—
—
Chai krydd
Chai kryddin í uppskriftinni (ólíkt chai te) er krydd sem þú trúlega átt í kryddskápnum á þessum tíma árs, en þau eru mikið notuð í piparkökubaksturinn. Chai kryddin eru blanda af kanil, kardimommum, negul, engifer, piparkornum og vanillu. Kryddjurtir eins og þessar geta seðjað sykurlöngun sem og hlýja kroppinn.
Chia fræ
Ég er ofboðslega hrifin af chia fræjum enda hjálpa til við að stjórna kolvetnaupptöku líkamans, sem jafnar blóðsykur og getur dragið úr sykurlöngun. Einnig eru fræin einstaklega rík af próteini og omega 3 fitusýrum frá plönturíkinu!
—
—
Kókosmjólk
Kókosmjólk bætir meltingu og getur dregið úr bólgum í meltingarfærum. Kókosmjólkin er einnig sérlega fiturík, en að neyta hollrar fitu er eitt af mínum ráðum við að temja sykurlöngun yfir daginn. Uppáhalds kókosmjólkin mín er frá vörumerkinu Coop sem fæst í Nettó í hvítum dósum.
—
—
Chiagrautur með himneskum Chai kókosrjóma
Chai kókosrjómi:
1 dós (eða 1 1/2 bolli) kókosmjólk
1/4 tsk kanil
1/4 tsk malaðar kardimommur
1/4 tsk engiferduft
1/2 tsk rósapipar, malaður
1/2 tsk vanilluduft eða dropar
4-6 dropar stevia
salt
1 þroskaður banani, stappaður
Chiagrautur með banana:
1/3 bolli chia fræ
1 dós (eða 1 1/2 bolli) kókosmjólk
1/2 bolli vatn (eða meira, val)
1 þroskaður banani
1/2 tsk vanilludropar
2-4 dropar stevia
Súkkulaðikúlur:
1 bolli kínóa pops
4 msk kókosolía, brædd
1 msk kakó
6 dropar stevia (venjuleg eða með súkkulaðibragði)
1 tsk kókospálmanektar (val)
1 tsk pollen (val)
vanilla
Til að skreyta:
Súkkulaðikúlur
Chai kryddaðar pecanhnetur
Jarðaber
Banani
1.Setjið öll hráefni í chai rjómann og vinnið í blandara þar til silkimjúkt. Geymið til hliðar í kæli.
Útbúið Chiagraut með því að vinna öll hráefni nema chia fræin í blandara. Hrærið varlega chia fræin samanvið án þess að vinna of mikið í blandaranum og geymið í kæli í 30 mín (eða lengur) svo úr verði þykkur chiagraut.
2. Fyrir súkkulaðikúlur: Hitið ofninn á 170 gráður. Hrærið öllu vel saman í skál. Smakkið og bætið við hráum kókospálmanektar ef þið viljið hafa blönduna sætari, annars má sleppa. Bakið í 10-15 mín, þar til stökkt, eða setjið í þurrkuofn í 12 klst.
3. Sameinið chiagrautin með því að hella chai rjómanum í tvö glös c.a 1/3 glasins, þar ofaná bananastappa eða banana sneiðar, fyllið glasið svo með chia- og bananagrautnum og skreytið með súkkulaðikúlum, Chai kryddaðuðum pecanhnetur og jarðaberjum. Njótið strax!
Hollráð:
Útbúið chiagrautin og geymið í kæli í allt að 3-5 dögum, sleppið þá ferskri bananastöppu og jarðaberjum. Grauturinn gefur fljótlega orku og dásamlegur einn og sér með chai rjómanum.
—
—
Hefur þú prófað að sleppa sykri? Hversu mikinn sykur telur þú þig neyta dagsdaglega? Segðu mér frá í spjallinu hér neðar
Ef þér líkaði greinin, smelltu endilega like á facebook og deildu með vinum!
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
1 Comment
Líst vel á þessar uppskriftir