Það besta við þennan graut er hvað hann er fljótlegur í undirbúningi og hversu fá innihaldsefni eru í honum. En það eru aðeins 3 hlutir sem þú þarft að hafa fyrir kaupum á og það eru: chia fræ, quinoa flögur/fræ og granatepli!
Þetta er bæði nærandi og styrkjandi og algjörlega stútfullt af næringarefnum svo þú getur byrjað daginn með miklum krafti! Ekki láta stærðina á þessum örsmáu fræjum plata því þau eru algjörlega fullkomin fæða hvor á sinn hátt.
Chia fræjin eru ríkasta plöntu-uppspretta af omega-3 fitusýrum í heiminum og gefa þér langvarandi orku og úthald yfir daginn. Síðan eru Quinoafræin talin hin fullkoma próteinfæða, einnig eru þau glútenlaus sem gera þau auðmeltanlegri fyrir marga.Quinoa fræin er líka svo frábær því þau geta hentað í raun við hvaða máltíð sem er. Þú getur t.d. bætt þeim við salat eða sett í vefju í hádeiginu eða fengið þér þau í stað grjóna með aðalrétt.
Uppskrift:
Chia fræ í bleyti (1 á móti 4 af vatni)
Quinoa flögur eða fræ (1 á móti 3 af vatni)
smá salt (val)
1/4 af fræjum úr Granatepli
Hér hefur þú orkuríkan og nærandi graut fyrir líkama og sál! Mundu að næra sjálfan þig fyrst en ekki gleyma öðrum, útbúðu fyrir fleiri líka og byrjaðu morgnana heilsusamlega með allri fjölskyldunni!
Hollráð til að njóta grautarins enn frekar:
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
1 Comment
.