7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun
uppskriftir ársins
10 vinsælustu greinar og uppskriftir ársins 2016!
9th January 2017
Chiagrautur með himneskum chai kókosrjóma
24th January 2017
uppskriftir ársins
10 vinsælustu greinar og uppskriftir ársins 2016!
9th January 2017
Chiagrautur með himneskum chai kókosrjóma
24th January 2017
Show all

7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun

sykurlöngun

3

 

Færð þú stundum óhemjandi löngun í sykur?

Ég hef alltaf verið mikið fyrir sætindi. Hér áður fyrr þurfti ég nánast undantekningarlaust að fá mér einn súkkulaðimola, stundum tvo, eftir kvöldmat.
Þegar sætindaþráin lætur finna fyrir sér veit ég að ég þarf að fara aftur í litlu trixin mín 7 sem redda sykurlönguninni nær samstundis, á mun hollari hátt heldur en að grípa í nammið!

Sykur kveikir á ákveðnu streituhormóni sem veldur kviðfitu og þyngdaraugningu. Einnig getur sykur ollið síþreytu, mígreni, einbeitingaskort, bjúgsöfnun, baugum og almennri vanlíðan. Öll höfum við gott af því að minnka sykurinn og vona ég að trixin mín 7 komi sér vel!

Prófaðu þessi ráð gegn sykurpúkanum…

7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun


Fáðu þér eina matskeið af kókosolíu

Kókosolían er frábær fyrir meltingu,  heilastarfsemi og hjálpar að slá á sykurlöngun. Fitan í henni er einstök þar sem hún inniheldur mestmegnis miðlungs fitusýruhlekki, eða MCT sem veitir góða seddu nær samstundis sem þar af leiðandi hjálpar gegn sætindaþörf. Mér finnst máli skipta að velja hágæða kókosolíu uppá bæði bragð og næringu.

Prófaðu að fá  þér eina matskeið af kókosolíu þegar sykurlöngunin kallar.

Bættu við sætleika náttúrunnar

Það eru fullt af öðrum valkostum en sykur þegar manni langar í eithvað sætt og margir þeirra eru alveg frábærir kostir fyrir heilsuna! Lífrænt dökkt kakó er ein andoxunaríkasta fæða í heiminum, chai te, kanil, vanilluduft, kókosolía eða lakkrísrót eru æðislegar leiðir til að bæta við meiri sætleika í lífið án þess að nota sykur eða frúktósa.

Bættu sætum kryddum náttúrnar við í daginn þinn.

DSC_0137

Skiptu út sykri fyrir fitu

Skortur á fitu getur verið ástæða sykurlöngunar hjá þér. Holl fita gefur seddu sem og jafnar blóðsykur. Avókadó og kókosolía eru frábærir fituforðar og notaðar mjög gjarnan í uppskriftum fyrir ókeypis 14 daga áskorunina sem hefst 30.janúar. Aðrar hollar fitur eru t.d. hörfræolía, omega-3 úr fiski eða jurtaríkinu, möndlusmjör,  tahini (sesammauk) og kaldpressuð olífuolía.

Bættu við hollri fitu í hverja máltíð dagsins.

Borðaðu meira grænt

Grænt salat eins og grænkál, klettasalat, spínat eða lambhagasalat eru æðisleg gegn sykurlöngun þar sem beiska bragðið sem það gefur hjálpar að endurstilla bragðlaukana og venja þannig líkamann af sykri. Ekki sakar að grænt salat gefur orku og dregur fram þennan náttúrulega ljóma! 

Fáðu þér lúku af grænu salati í búst drykkinn eða á matardiskinn.

Bættu við magnesíum

Skortur á magnesíum getur leitt til þess að við sækjum í sykurinn. Ef þú ert oft undir miklu álagi og streitu eða stundar mikla líkamsrækt getur það bent til að líkaminn þurfi magnesíum. Magnesíum má finna í  fæðutegundum eins og dökku kakói, kakónibbum, kasjúhnetum, klettasalati, grænkáli, tahini (sesammauk).

Borðaðu magnesíumríka fæðu.

Drekktu stórt vatnsglas

Oft getur sykurlöngun stafað af vatnsskorti. Vatn hefur það hlutverk að færa næringarefni milli frumna, flytja úrgang og styðja við almenna virkni líkamans. Bættu sítrónu- eða límónusafa, myntu eða ferskum ávöxtum útí vatnið til tilbreytingar.

Fáðu þér stórt glas af vatni næst þear sykurlöngun kemur upp.

Sofðu meira

Skortur á svefni er algeng ástæða fyrir sykurlöngun. Vertu viss um að sofa 7-8 tíma á nóttu og sinna góðri kvöldrútínu sem hjálpar þér að sofna stuttu eftir að þú leggst á koddan.

Sofðu klst lengur.

Vertu með í vinsælu 14 daga sykurlausri áskorun! 

Vertu sykurlaus með mér í 14 dagafinndu aukna vellíðan og borðaðu dásamlegan mat eins og þennan hér að neðan! Sykurminni lífsstíll hefur aldrei verið eins auðveldur!

DSC_0846


Við skráningu færð þú sendar frá mér girnilegar uppskriftir sem slá á sykurlöngun, stuðning þessa 14 daga og mín bestu ráð til þess að komast yfir erfiðasta kaflann!

Þetta verður leikur einn og hvet ég þig að vera með og gera þitt besta!  Smelltu hér til að tryggja þér ókeypis þátttöku í áskorun.

Láttu svo vita í spjallið að neðan;
Hvað gerir þú þegar þú færð sykurlöngun? Hvað af þessum ráðum höfða til þín?

Deildu endilega sykurleysinu með vinum á samfélagsmiðlum og hefjum saman sykurminna líf!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

1 Comment

  1. Guðrún says:

    Frábært framtak. Takk fyrir

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *