Besta leiðin að geyma og nota kryddjurtir
Sælgætis íspinnar með kókos og jarðaberjum fyrir 17.júní
15th júní 2016
breyttur lífstíll
Þrír æðislegir sumarkokteilar
28th júní 2016
Show all

Besta leiðin að geyma og nota kryddjurtir

DSC_8346Um daginn deildi ég með þér þeim æðislegu heilsuvávinningum sem við fáum úr kryddjurtum þar á meðal með sterkara ónæmiskerfi og minni bólgum og hvernig ég planta þeim. Í dag langar mig að deila með þér hvernig ég geymi þær svo þær endist sem lengst og útí hvað ég nota þær.

Kryddjurtir hafa æðislega hreinsunareiginleika og ég nota þær mikið í uppskriftum í væntanlegu bók minni, sem kemur út núna í september! Ef þú ert með mig á snapchat: lifdutilfulls veistu að ég bíð spennt eftir að deila þessari bók með þér!

Ég er mjög hrifin af heimagerðum (DIY) leiðum að hugsa um húðina, geyma matvæli og nota ég  gjarnan krukkur til að geyma jógúrt, dressingar eða kryddjurtir!

Hér kemur skref fyrir skref leið að geyma kryddjurtir lengur:

Skref 1. Sótthreinsið krukkur

Skref 2. Botnfyllið af vatni

skref 3. Skolið og þurrkið af kryddjurtunum

Skref 4. Setjið kryddjurtirnar í krukkurnar og geymið í ísskápshurð

DSC_8351

Þar er fátt meira hressandi en að hefja daginn á ferskri myntu útí búst, bættu þeim svo næst útí salatið þitt í hádeginu og ljúktu deginum með andoxunarríkum sumar kokteil (meira um það í næsta bréfi)!

Notið kryddjurtir útá:

  • Salöt
  • Búst
  • Te (t.d mynta með grænu te)
  • Heimagerða Pizzu (t.d basilikka er æðisleg)
  • Pestó (kasjúhnetur, olífuolía, salt og ferskar kryddjurtir eins og basilikka)
  • Vegan ost
  • Súpur
  • Kínóa
  • Léttkolsýrt vatn með sítrónu
  • Frystið sem klaka

Segðu mér í spjallið að neðan

Hvernig geymir þú kryddjurtir og í hvað notar þú þær?

Deildu svo heilsunni áfram með vinum á facebook

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.