Berjabúst fyrir breytingaskeiðið
Lax með ristuðum kókosflögum, kartöflum og aspas
21st March 2023
Keypti nýja vigt því ég ætlaði ekki að trúa þessu!
25th April 2023
Lax með ristuðum kókosflögum, kartöflum og aspas
21st March 2023
Keypti nýja vigt því ég ætlaði ekki að trúa þessu!
25th April 2023
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Berjabúst fyrir breytingaskeiðið

Þessi dásamlega berjabomba með avocadó og kakónibbum virkar eins og töfradrykkur á hormón kvenna og er fullkomin yfir breytingaskeiðið.

Uppskriftin er innblásin frá síðustu grein þar sem ég fjallaði um sex fæðutegundir fyrir breytingaskeiðið og inniheldur þessi búst margar af þeim fæðutegundum.

Drykkurinn getur líka aukið orku, dregið úr bólgum vegna andoxunarefnanna í berjunum, minnkað sykurþörfina og bætt fókus og einbeitingu.

Avocadó innihalda góða fitu sem er nauðsynlegt til að bæði stilla af sykurþörfina og styðja við hormón. Próteinið í drykknum finnst úr hemp fræjum og collagen dufti. Bananar, berin og döðlur gefa sætt bragð án þess að hafa neikvæð áhrif á blóðsykurinn.

Lesa einnig:
Hvernig ég vann bug á lötum skjaldkirtli
10 lausnir við hægðatregðu
Heitt Chaga Kakó

This image has an empty alt attribute; its file name is breytingakseidid12-1024x639.jpg

Drykkurinn inniheldur því töfrahráefni…

  • Maca fyrir hormónastarfsemi
  • MCT olía fyrir brennslu og fókus
  • Kollagen-duftið sem viðheldur æskuljómanum
  • Kakónibbur fyrir bætta skap og vellíðan 

Berjabúst fyrir konur á breytingaskeiði

Grunnur:

1 bolli möndlu- eða kókosmjólk

½ Avókadó, frosið eða ferskt

½ bolli frosin bláber eða skógarber

½ banani

1-2 úrsteinaðar Medjool döðlur (eða aðrar döðlur) 

Klakar

Ofurfæður:

2 skúppur kollagen-duft 

1 tsk maca 

1-2  msk kakónibbur

1-2 vanilludropar eða stevia með vanillubragði

1 tsk MCT kókosolía 

1.   Setjið fyrst grunnhráefnin í blandara og hrærið vel saman.
2.  
Bætið svo við ofurfæðunum og hrærið á ný.

Athugasemdir:

Einnig er hægt að nota vegan prótein, 1 skammtur eða hemp fræ, 3 msk í stað kollagens.

Börn getað fengið sér þennan búst ef sleppt er maca og kollagen.

Njóttu þess að styðja við hormónin og fylla líkaman hreinni vellíðan.

Láttu vita í athugasemdum hér að neðan ef þú prófar og hvernig smakkast!

Ef greinin vakti áhuga hjá þér þótti okkur vænt um ef þú myndir senda þessa slóð til vinkonu eða birtu á samfélagsmiðlum svo fleiri getað notið góðs af. 

Fyrir innblástur að bættum lífsstíl fylgdu Lifðu til fulls á facebook og Instagram. 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *