Granola með kókosflögum og skógarberjum
Lifðu til Fulls í 10 ár
24th October 2022
Súkkulaðibitaklattar með heslihnetum og höfrum
5th December 2022
Lifðu til Fulls í 10 ár
24th October 2022
Súkkulaðibitaklattar með heslihnetum og höfrum
5th December 2022
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Granola með kókosflögum og skógarberjum

Heimagert granola geri ég yfirleitt í stórum skammti fyrir allan mánuðinn.

Það tekur ekki nema 10-15 mín að sameina allt saman í skál og svo er öllu skellt í ofnin og útkoman er brakandi stökkt og gómsætt granola.

Ég elska að eiga svona heima og er þetta afar sniðugt fyrir þá sem eiga annríkt. Granola er tilvalið ofaná jógúrtið eins og kókosjógúrti mínu, morgunskálina sem er með chia og ferksu mangó, mitt uppáhald en einnig er hægt að njóta þess að fá sér smá desert eftir kvöldmat með kókosrjóma, berjum og súkkulaði…namm

Þar sem berjatíð er ný-liðin átti ég til íslensk krækiber og bláber sem mér fannst kjörið að nýta berin í granolað. Með því hafði ég kókosflögur, valhntur og hindber…alveg dásamleg útkoma.

Að gera sitt eigið granola hjálpar að auki að velja hollari og hagkvæmari kost en það er ótrúlegt hvað það er oft falinn mikill sykur í granola sem fæst útí búð. Svo er heimagert granola bara miklu betra.

Lesa einnig:

5 nýjar hugmyndir að hollum morgunmat

Orkugefandi og fljótlegir kínóagrautar!

Kókosjógúrt með ananas, granóla og ferskri myntu

Granola með kókosflögum, hindberjum og bláberjum

3 bollar hafrar

1 1/2 bolli kókosflögur

1 bolli valhnetur

¾ bolli sólblómafræ

½ bolli hlynsíróp, ásamt c.a 2  matskeiðum sett útá granolað þegar það er að bakast

5-10 dropar stevia með vanillubragði

½ bolli frosin hindber, mulin

½ bolli eða meira af ferskum eða frosnum íslenskum bláberjum eða/og krækiberjum (sjá athugasemdir fyrir staðgengla)

Hnífsoddur af himalaya salti

1. Hitið ofninn við 180 gráður með blæstri.

2. Sameinið öll hráefni í stóra skál og hrærið með sleif. Mikilvægt er að mylja hindberin útí granolað, ef þau eru í heilu lagi er hætta á því að þau eldast ekki í gegn.

3. Raðið ofnpappír á ofnskúffu. Hellið granola blöndunni yfir og dreifið vel úr.

4. Bakið í 25-40 mín en hrærið þó reglulega í til þess að fyrirbyggja að það brenni ekki, þá er ofnskúffan tekin út og með sleif eða spaða er öllu hrært saman.  Gott er að bæta við 2 msk hlynsírópi eða meira til að auka gljáa og hrærði vel. Granola-ið er best þegar það er gyllt og ristað. 

5. Leyfið að kólna og geymið í fallegri glerkrukku. 

Athugasemdir:

Einnig er hægt að frostþurrka berin með því að setja þau í þurrkuofn ef hann er við hendi. Þá fara frostþurrkuð bera útí granolað eftirá. Hægt er að sleppa berjum og nota rúsínur eða trönuber ef þess er kosið. Ég myndi þá ekki elda rúsínurnar eða trönuberin heldur frekar bæta þeim við eftirá.

Granolað geymist best ef það er geymt í glerkrukkum og lokað vel. Granolað verður ferkst og endist í 1-2 mánuði eða lengur.

Ókeypis net-fyrirlestur “Léttari og orkumeiri” haldin í beinni

Ekki missa af þessari einstakri upplifun í beinni með Júlíu heilsumarkþjálfa.

Farið verið yfir eitt besta mataræði fyrir konur 40+, hvaða sætugjafar hægt er að nota í staðinn fyrir sykur í jólabakstrinum og ráð þegar kemur að stjórn sykurlöngunar og aukinni orku! Allir sem koma detta í lukkupottin og getað unnið vörur frá Feel Iceland Kollagen. Takmarkaðir sem komast að.

Smelltu hér til að tryggja þér stað – tveir tímar í boði!

Láttu vita í spjallinu hér að neðan hvernig smakkast! Og endilega deildu þessari uppskrift á Facebook.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *