Gerðu þinn eigin grænmetisborgara
uppþembu
5 ráð við bjúg, uppþembu og meltingaróþægindum
1st August 2022
kaffi
Kaffi og kortisól
22nd August 2022
uppþembu
5 ráð við bjúg, uppþembu og meltingaróþægindum
1st August 2022
kaffi
Kaffi og kortisól
22nd August 2022
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Gerðu þinn eigin grænmetisborgara

grænmetisborgara á grillið

grænmetisborgara

Væri ekki æði að kunna að gera hollan og bragðgóðan grænmetisborgara úr þeim hráefnum sem þú átt til heima hjá þér?

Í dag deili ég með þér slíkri formúlu.

Formúlan kemur í stað uppskrifta og hægt er að leika sér með ólík hráefni sem bjóðast hverju sinni. 

Sniðugt er að gera nokkra grænmetisborgara í einu, frysta og hafa þá þannig tilbúna. Einnig er að hægt að gera lítil grænmetisbuff úr hráefninu. 

Grænmetisborgarinn er góður á brauð eða á kálblaði. Grænmetisbuff er hins vegar frábært með pítubrauði eða út á salat.  

Lesa einnig:

Vegan burger með “kokteilsósu” og sætkartöflufrönskum (djúsí og glútenfrítt)

Grænmetis-grillveisla í sumar!

Holl pizza á grillið

Formúla að hinum fullkomna grænmetisborgara

½ bolli laukur (hægt að sleppa)

Þú getur valið hvers konar lauk þú vilt nota og hversu margar tegundir. Þeir laukar sem eru mest notaðir í grænmetisborgara eru gulur laukur, rauðlaukur eða skalottlaukur. Ég mæli með því að velja eina af fyrrnefndum tegundum og blanda við hann smá hvítlauk og graslauk. Fyrir þá sem borða ekki lauk er vel hægt að sleppa honum. 

2 bollar niðurskorið grænmeti

Hér getur þú sett allt það grænmeti sem þér þykir gott eða einfaldlega það grænmeti sem þú átt til í ísskápnum. Leyfðu hugmyndafluginu að njóta sín og ekki vera feimin við að blanda saman mörgum ólíkum tegundum. Gott er að hafa mestmegnis rótargrænmeti, t.d. sætar kartöflur, rauðbeður eða gulrætur, en þó passa að bæta einnig öðru grænmeti við, t.d. papriku, sveppum eða jafnvel einhverju grænu, t.d. spínati eða grænkáli. .  Allt er þó leyfilegt!

Krydd

Hér getur þú leikið þér að ólíkum krydd-tegundum, allt eftir hentisemi og smekk. Sumum finnst salt og pipar duga en aðrir vilja meira bragð. Ferskar kryddjurtir á borð við steinselju, basiliku eða kóríander er afar vinsælir í svona borgara. Einnig að bæta við chilipipar, cumin eða oregano fyrir meira bragð.  Byrjaðu á þínum uppáhalds kryddum og prófaðu þig svo áfram!

3-4 msk sósa eða egg

Allir borgarar þurfa bleytu svo þeir endi nú ekki sem einhvað þurrt mauk. Sumir kjósa að setja egg í borgarana og stundum dugar það. Aðrir vilja frekar setja einhverskonar sósu til þess að auka bragðið. Einnig er hægt að nota mjólkurvörur en allt er þetta smekksatriði. Ég mæli auðvitað með því að nota sykurlausa bleytu t.d. grískt jógúrt, kotasælu, hummus, tahini eða já, egg. Fyrir vegan útgáfu er hægt að gera hörfræ egg, þá hrærið þið 1 msk af möluðum hörfræjum saman við 3 msk af sjóðandi vatni og geymið í 10 mín.

1 dós baunir

Hverjar eru þínar uppáhalds baunir? Flestar baunir er hægt að kaupa foreldaðar í dós. Hugmyndir að baunum eru t.d. svartar baunir, kjúklingabaunir, pintobaunir eða smjörbaunir. 

1 bolli þurrvörur

Þurrvörur eru notaðar til þess að binda hráefnin saman og eru nauðsynlegar svo hægt sé að móta borgarana í kúlur. Flest allar þurrvörur virka og um að gera að blanda nokkrum tegundum saman ef þess er kosið. Gott getur verið að nota hafra eða möndlumjöl. Einnig er mjög sniðugt að nota eldað kínóa, bygg eða hrísgrjón, sérstaklega ef maður á til afgang í ísskápnum sem þarf að klára. 

½ bolli annað (val)

Þessi liður er ekki nauðsynlegur en getur þó gert gæfumun. Hér er aðal hugmyndin að velja hráefni sem býr til textúrur eða spennandi áherslu. Vinsælast er að nota einhversskonar hnetur eða fræ, t.d. valhnetur, heslihnetur eða graskersfræ. Einnig getur verið áhugavert að bæta inn sólþurrkuðum tómötum, ólífum eða rúsínum. En það er alls ekki nauðsynlegt.

Aðferð:

1. Skerið niður allt grænmeti og laukinn og setjið í eldfast mót. Hellið smá olíu yfir og eldið í ofninum þangað til tilbúið. Þegar það er tilbúið er gott að taka það úr ofninum og leyfa þó að kólna örlítið.

2. Skellið öllu grænmetinu í matvinnsluvél ásamt baunum, kryddum og blauta hráefninu. Passaðu þig á því að hræra ekki of lengi því við viljum að deigið sé smá kekkjótt.

3. Blandið næst þurrefnunum og restinni af hráefnunum í blönduna og hrærið allt saman. Aftur, passaðu þig á því að hræra ekki of lengi. 

4. Ef þér finnst deigið vera of þurrt eða of blautt er hægt að bæta örlítið meira af þurrefni eða bleytu. Deigið ætti að geta haldist saman en samt vera slímugt. 

5. Núna getur þú byrjað að móta borgana. Stærð og gerð er allt smekksatriði. Byrjaðu á því að móta kúlur og notaðu svo puttana til þess að fletja þær út í borgara. Steiktu hvern borgara á pönnu með smá olíu þangað til þér finnst hann vera orðin tilbúinn. Hafðu það þó í huga að allt grænmetið er nú þegar eldað þannig þú getur ráðið því sjálf hversu vel borgarinn á að vera steiktur. Ef þú vilt skella borgaranum strax á grillið í stað þess að steikja hann þá er það líka hægt!

Hver uppskrift ætti að gefa af sér nokkra borgara og því tilvalið að skella afgangs í frystinn og njóta þeirra síðar.

Ef þig langar svo að hafa franskar með matnum mæli ég með því að skera niður sætar kartöflur, leggja á ofnskúffu og elda í ofninum við 180 gráður í c.a 20-30 mín. Hægt er að krydda þær með allskonar ólíkum kryddum t.d paprikukryddi, Eðalkryddi og grænmetis kryddblöndu frá Kryddhúsinu . Einnig er vinsælt að nota rósmarín eða chili pipar. 

Endilega prófaðu þig áfram. Það er alltaf gaman að skella í sína eigin grænmetisborgara og leyfa hugmyndafluginu að taka yfir. 

Láttu mig vita í spjallinu hér að neðan, 

Hefur þú gert grænmetisborgara áður? Mun þessi formúla vera gagnleg?

Það er ávallt gaman að heyra frá þér

Ekki gleyma svo að deila færslunni yfir á Facebook, sérstaklega ef þú átt vinkonu/vin sem elskar góðar hollar uppskriftir! 
Og taggaðu okkur endilega á Instagram ef þú útbýrð góðan burger í sumar!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *