11 kílóum léttari, sjálfsöruggari og sterkari á 30 dögum : Árangurssaga Guðrúnar
1st October 2019Við erum 7 ára! Afmælistilboð og árangurssögur
29th October 201911 kílóum léttari, sjálfsöruggari og sterkari á 30 dögum : Árangurssaga Guðrúnar
1st October 2019Við erum 7 ára! Afmælistilboð og árangurssögur
29th October 2019Í tilefni bleiku slaufunnar núna í október deili ég með þér ljúffengum og fagurbleikum uppskriftum.
Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi af þessum uppskriftum, jafnvel munt þú elska þær allar! Ég hvet þig til að prófa allavega eina og muna að deila mynd og merkja við #bleikaslaufan og #lifdutilfulls á Instagram og tagga mig @lifdutilfulls svo ég geti deilt áfram. 😉
–
–
Uppskriftir fyrir bleikan október
–
Kínóasalat með bleikum blæ
Einfalt, ferskt og bleikt salat, tilvalið sem meðlæti með kvöldmat eða taka í nesti í vinunna. Munið að gera tvöfaldan skammt og leyfa öðrum að smakka! 🙂 Smellið hér fyrir uppskrift.
–
–
–
Kókosjógúrt
Vinsælasta uppskriftin á blogginu mínu, það líður varla vika án þess að ég heyri frá einhverjum á Instagram eða Facebook sem er að segja mér hvað þeim finnst þessi jógúrt mikil snilld.
–
–
Vanillubollakökur
Jafn bragðgóðar og þær eru fallegar! Ekki skemmir fyrir að þær eru hollar og einfaldar, sjá uppskrift hér.
–
–
Rauðrófusafi með kollagen
Kollagen er frábært til að vinna gegn einkennum öldrunar, styðja við húð og minnka liðverki. Hér er æðislegur drykkur sem ég geri oft. Þá set ég allt í safapressu og geri gjarnan fyrir 2-3 skammta til að eiga í kæli. Smellið hér fyrir uppskrift.
–
–
Bleik hráfæðiskaka
Hráfæðiskökur eru tilvaldar að taka með í vinnuna eða saumaklúbbin þennan mánuð. Hér er algjör himnasending, hindberja og sítrónu ostakaka…
—
–
Jarðaberjakokteill
Hollur kokteill sem er fullkominn á litinn fyrir bleikan október. Hér er einfaldur kokteill sem útí má setja áfengi og fyrir enn bleikari lit má merja jarðaberin.
–
Viltu fleiri gómsætar uppskriftir?
Smelltu hér til að panta uppskriftabók Lifðu til fulls þar finnur þú fullt af mínum uppáhalds uppskriftum.
–
–
Ég vona að þú prófir, þessar uppskriftir eru allar svo einfaldar!
Ef þú prófar eitthvað væri ég ótrúlega glöð að sjá mynd á samfélagsmiðlum. Mundu bara að merkja myndina #bleikaslaufan og #lifdutilfulls.
Láttu vita í spjallið að neðan ef þú prófar og hvernig smakkast! Endilega deilið á samfélagsmiðlum 🙂
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!