Indversk vefja með Yesmine
27th June 2017Grænmetis-grillveisla í sumar!
25th July 2017Indversk vefja með Yesmine
27th June 2017Grænmetis-grillveisla í sumar!
25th July 2017Salöt eru svo sannarlega ómissandi á sumrin í sól og blíðu, sem meðlæti eða aðalréttir. Hér koma þrjú af mínum uppáhalds salötum, með sinni eigin dásamlegu dressingu.
Þú verður að prófa eitt af þessum salötum ef ekki öll í sumar! Þú munt sko ekki sjá eftir því. Ég mæli með að gera tvöfaldan skammt og bjóða í veislu 🙂
–
–
Salötin eru aðeins úr fjórum lykilhráefnum og er dressingin afar einföld.
Lestu einnig:
Grænmetis- grillveisla í sumar!
Hugmyndir að morgunmat í útileguna
Sumarskál sem skorar–
–
Fersk jarðarber og steinselja gera þetta salat sumarlegt, jarðarberjadressingin gefur fallegan lit og skemmtilegt bragð.
–
–
Sumarsalat með jarðarberjadressingu
Salatið
2 handfylli spínat eða grænt salat
1 rauðlaukur
veglegt handfylli af íslenskum jarðarberjum
2 smáar gúrkur
fersk steinselja
nokkrar valhnetur, muldar
–
Jarðarberjadressing
1 bolli íslensk jarðarber
1 límóna, kreist
1⁄2 tsk salt
1/4 bolli olífuolía
1 tsk kókospálmanektar/hlynsíróp
–
1. Setjið öll hráefni í jarðarberjadressingu í blandara og vinnið örlítið, dressingin er best þegar hún er pínu kekkjót. Smakkið til með salti eða sætugjafa eftir smekk.
2. Skerið rauðlauk, gúrku og jarðaber og setjið í skál ásamt salatblöðum. Velltið uppúr helming dressingar og skreytið með steinselju og valhnetum. Berið fram með afgangs dressingu og njótið. Algjör sumarsæla.
–
–
Einfalt og kvenlegt. Ég fegra salatið með radísum og íslenskum þara!
–
–
Avókadósalat með truflaðri tahinidressingu
Salatið
handfylli græn salatblöð að eigin vali
1 avókadó
4-6 radísur
1⁄2 nori örk (sushi blöð)
handfylli þari
handfylli graskersfræ
–
Tahini dressing
1⁄4 bolli tahini
1⁄4 bolli vatn
1 tsk sítrónusafi
1 tsk eplaedik
1 tsk miso
(Hægt er að nota 1 tsk meira af tahini í stað miso. Miso-ið gefur þó góða viðbót í dressinguna)
–
1. Setjið öll hráefni í tahinidressingu í blandara og vinnið þar til silkimjúkt. Ég geymi gjarnan dressinguna í sprautubrúsa í kæli og nota á salöt, grænmeti eða á hrökkex frá Mama’s gone crackers (fæst í Nettó).
2. Skerið radísur í þunnar sneiðar og avókadó í ferninga. Skerið nori örkina eða rífið.
3. Veljið fallegan disk fyrir salatið og setjið 1-2 tsk af miso tahini dressingu þar ofaná. Raðið salatblöðum yfir, avókadó, radísum, rifinni nori örk, þara og graskersfræjum. Bætið við dropa hér og þar af tahinidressingu. Njótið og notið sem forrétt, meðlæti eða léttan hádegisverð.
–
–
Mangó og dill er æðisleg samsetning.
Lestu einnig:
Ferskir sumarkokteilar
Hinn fullkomni partýplatti
“Sú ferska” – Samloka með kjúklingabaunasallati og spírum
–
–
Mangósalat með dill-vínegrett
Salatið
2 handfylli ljósgræn salatblöð
1 þroskað mangó
2 kirsuberjatómatar
1 smágúrka, skorin
1 lítill vorlaukur
4-6 íslensk jarðarber
–
Dill-vínegrett
handfylli ferskt dill
1 límóna kreist
2 tsk olífuolía
1 tsk sætt sinnep
salt eftir smekk
–
1. Skerið dill smátt og vinnið í blandara ásamt rest af hráefnum. Bætið við salti og pipar fyrir sterkara bragð.
2. Skerið mangó, kirsuberjatómata, vorlauk, gúrku og jarðarber. Veltið salatlaufum uppúr helming dressingar og leggið í skál. Bætið restinni af hráefnunum við og berið fram. Gaman er að fegra með spírum og radisíum.
Mér þykir mangósalatið gott með hvaða grillmat sem er en öll salötin hér hafa verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Sniðugt er að breyta til með dressingarnar, eftir því hvað til er í ísskápnum t.d.
–
Njótið elsku vinir, eigið litríkt og ferskt sumar og munið að deila með vinum á samfélagsmiðlum!
Lestu einnig:
“Sú ferska” – Samloka með kjúklingabaunasallati og spírum
Ferskir sumarkokteilar
Hinn fullkomni partýplatti
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
1 Comment
Takk fyrir að deila salat uppskriftum kæta Júlía. Njóttu sumarsins. kv Thordis.