3 skálar fyrir sumarið
burn out
Mikilvægi þess að setja sig í forgang og hvernig á að fara að því
25th April 2022
súkkulaðilöngun
Magnesíum og súkkulaðilöngun
30th May 2022
burn out
Mikilvægi þess að setja sig í forgang og hvernig á að fara að því
25th April 2022
súkkulaðilöngun
Magnesíum og súkkulaðilöngun
30th May 2022
Show all
Deildu á facebook
Facebook

3 skálar fyrir sumarið

Skálar hafa orðið ansi vinsælar síðustu ár.

Yfir sumartímann geri ég mér skál nánast daglega en það er stundum erfitt að trúa því að þær séu í raun næringarríkar og hollar enda bragðast þær eins og algjört nammi! 

Gallinn við margar keyptar skálar er að þær hækka blóðsykurinn alveg svakalega og innihalda mikið magn frúktósa (sykurs).

Það er nefnilega svo mikilvægt að skálar innihaldi gæða hráefni og ávallt prótein og fitu. 

Hér koma uppskriftir að þremur sumarlegum skálum sem ætlaðar eru að veita þér orku, næringu og vellíðan yfir daginn.  Auðvelt er að gera allar þessar skálar barnvænar með því að fjarlægja MCT olíuna og próteinduftið – ef á við.

Láttu svo vita í spjallinu hér að neðan hver verður þín uppáhalds.

Lesa einnig:

Grænmetis- grillveisla í sumar!
Hugmyndir að morgunmat í útileguna
Kókosjógúrt með ananas, granóla og ferskri myntu

Miami skálin

Miami skálin er stútfull af næringu og góðgerlum sem draga úr bólgum, halda blóðsykri jöfnum og sykurlöngun í skefjum. Og það besta er – hún bragðast eins og ís!

Kúnstin við að hafa blönduna sérstaklega þykka er að nota frosinn kúrbít. Ég afhýði kúrbítinn, sker í bita og frysti.


Innihald: 

1/2 bolli kókosmjólk t.d frá Koko (eða möndlumjólk)

2 msk chia fræ, útbleytt

1 lítill frosinn banani

1/2 bolli frosinn kúrbítur (afhýddur og sneiddur)

1/2 bolli frosið mangó

1/2 bolli frosinn ananas

1/4 tsk túrmerik

1 msk MCT olía, t.d. frá Heilsubarnum.

1 skammtur af Vivo Life próteindufti (t.d með salted maca caramell eða vanillu)

1.  Setjið öll innihaldsefni fyrir utan prótein, túrmerik og MCT olíu í blandarann og vinnið í þykkri áferð. Bætið við meiri kókosmjólk eftir þörfum en þó lítið í einu svo skálin haldist þykk. Bætið svo út í próteini, túrmerik og MCT olíunni alveg undir lokin og vinnið örlítið.

2. Setjið í skál og geymið í frysti í smá stund á meðan þið finnið til allt sem þið viljið nota til að skreyta skálina með. Þannig helst skálin extra köld.

3. Skreytið t.d. með granóla, ávöxtum eða sumarblómum og berið fram.

Uppáhalds acai skál eiginmannsins

Góð Acai skál er það besta sem maðurinn minn fær úr eldhúsinu og hef ég algjörlega meistarað uppskriftina fyrir hann. Nota ég allar uppáhalds fæðutegundirnar hans: Hnetusmjör, jarðaber, banana og jú, hunang, því hann er svo sætur þessi elska. 

Gott er að afhýða banana daginn áður eða fyrr og geyma í frysti.


Innihald:

2-4 msk chia fræ lögð í bleyti

¼ bolli kókosmjólk og meira eftir þörfum

1 pakki acai (eða notið frosin skógarber)

¼ bolli jarðaber frosin

½-1 banani frosinn

1 msk hunang

1 skammtur af vegan próteini frá Vivolife með vanillu (fæst hér)

1 skammtur Feel Iceland collagen duft (sjá hér)

1 tsk hnetusmjör

 

1. Hrærið öllu saman í kröftugum blandara t.d Vitamix eða Nutribullet.

2. Bætið við meiri kókosmjólk hægt og bítandi eftir þörfum.

3. Skreytið með ferskum ávöxtum, hnetum eða hnetusmjöri.

Sumarskálin

Þessi er ótrúlega sumarleg og fullkomin til að njóta á sólríkum degi. Á mínu heimili hefur hún fengið gælunafnið “heaven in a bowl” eða himnaríkis-skálin.

Fyrir þá sem vilja þó prófa sig áfram með sína eigin útfærslu er hægt að nota önnur ber og önnur brögð af próteini. 


Innihald:

Tæplega 1 bolli frosin jarðaber 

1 frosinn banani (afhýddur áður en frosinn)

1/2 bolli frosinn kúrbútur (afhýddir og skorin í bita áður en fryst)

2 msk chia fræ sem hafa vera lögð í bleyti

1/2 bolli kókosmjólk eða meira eftir þörfum

1 msk af MCT olíu, t.d. frá Heilsubarnum

1 skammtur prótein frá Vivo Iceland með vanillu frá  Yogi.is

 

1. Afhýðið banana og kúrbít, skerið í bita og frysti yfir nóttu.

2. Setjið jarðaber, banana, kúrbít, chia fræ og vökva í blandara og hrærið.

3. Bætið við próteini til að varðveita næringarefnin og blandið örlítið meira.

4. Setjið í fallega skál, skreytið með hnetusmjöri, poppuðu kínóa eða ávöxtum og berið fram!

 

Þráir þú að ganga inn í sumarið með meiri orku og minni sykurþörf?

Í tilefni sumarsins býð ég þér að hitta mig á ókeypis net-fyrirlestri dagana 31.maí kl 20:00 eða 2.júní kl 10:00 þar sem ég mun deila með þér ráðum til að fara inn í sumarið með aukna orku og betri stjórn á sykurþörfinni

Þú munt læra:

  • Hvernig á að stjórna sykurþörfinni og leyfa sér án þess að missa sig algjörlega
  • Um fæðu sem eykur orku
  • Hvað gerist þegar við borðum of mikinn frúktósa (sykur) og hvernig við forðum okkur frá því að detta í vítahring sykurs í sumar.
  • Ráð til að léttast á náttúrulegan hátt og halda bjúg í skefjum

Veglegir vinningar verða gefnir í beinni á þessari einstöku upplifun frá netinu. Engin upptaka verður send út.

Smelltu hér fyrir ókeypis skráningu

Láttu svo endilega vita í spjallinu hér að neðan hvað af þessum skálum að ofan er í uppáhaldi hjá þér og ekki gleyma að tagga okkur á samfélagsmiðlum þegar þú nýtur skálana í sumar!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *