Hvað á að borða fyrir orku og þyngdartap + Páskaleiðarvísir
þyngdartap
5 ástæður af hverju við konur þyngjumst
15th mars 2016
Nýtt líf - vigtin lýgur
5 ástæður af hverju vigtin lýgur að þér
29th mars 2016
Show all

Hvað á að borða fyrir orku og þyngdartap + Páskaleiðarvísir

Ert þú að klikka á því albesta fyrir orku og þyngdartap?

Með páskahátíðina framundan datt mér í hug að deila með þér eitt af mínum albestu ráðum að viðhalda orku og þyngdartapi á sama tíma og súkkulaðieggin taka yfir.

Felst það í því að leyna inn meira af náttúrulegri súperfæðu.

Grænt salat eins og grænkál, klettasalat, spínat eða lambhaga salat er ein helsta súperfæðan sem hjálpar til við að hreinsa líkamann, draga úr löngun í sykur, veita orku og draga fram þennan náttúrulega ljóma! Það er svo auðvelt að auka inntöku á grænu salati með því að skella því í blandarann og drekka.

Þessi dásamlegi drykkur hér að neðan hefur orðið mitt allra uppáhald og sló í gegn þegar ég deildi honum með á snapchat : lifdutilfulls um daginn.

Í honum er einnig Dökkt lífrænt kakó sem getur hjálpað líkamanum að vinna betur úr þeirri næringu sem borðuð er samhliða því. Inniheldur kakó efnið Theobromine sem er gjarnan kennt við vellíðan sem fylgir súkkulaðiáti.

Hemp fræin og býflugna pollen gefa drykknum orkugefandi prótein. Hemp fræin eru talin innihalda besta hlutfall sem hentar manninum af fitusýrum. Omega 3, 6 og GLA ásamt því að innihalda 18 af 20 amínósýrunum. Mér þykir býflugna Pollenið bragðgóð viðbót og styður það einnig við fallega húð og hár.

Með því að blanda öllum þessum ofurfæðum saman ásamt góðri fitu styður þú við hreinsun, orku og þyngdartap yfir páskahátíðina ásamt því að temja sykurlöngun á náttúrulegan hátt.

Ekta súkkulaði drykkur fyrir orku og þyngdartap

 

shutterstock_380864467

 

1 bolli vatn eða hesilhnetu- og möndlumjólkblanda

Handfylli grænt salat (grænkál, lambhagasalat eða spínat)

1/4 gúrka

1 lítil pera með hýðinu

1/2 banani

2 msk lífrænt kakóduft

1/2 tsk möndlusmjör eða tahini (sesammauk)

2 msk hemp fræ

1 msk  bee pollen

2 msk chia fræ, lögð í bleyti (val)

4 dropar af stevia með súkkulaði bragði (ég notaði frá via health stevia)

Klakar

 

Setjið innihaldsefni í blandara og hrærið, bætið klökum við undir lokin

Að bæta við meira af grænu er eitt af fyrstu skrefunum í Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem hefst eftir viku!

Með vorið og tilhugsun um eitthvað nýtt í lofti gæti þetta verð þitt tækifæri að skapa eitthvað nýtt fyrir þinn límama og líf. (Enda ekki á dagskrá að þjálfun verði aftur fyrr en 2017!)

Svo ef þú hefur íhugað hvernig það væri að breyta um lífsstíl og ert leið á að enda alltaf í sama farinu… Ef þú þráir að öðlast varanlegt þyngdartap, orku og allsherjar heilsu! Er þetta  tíminn þinn!

Ef þú hefur áhuga að styðja við orku og þyngdartap yfir páska á einfaldan hátt hef ég útbúið leiðarvísir sem þú getur sótt með daglegum hreinsunarráðum og girnilegum uppskriftum hér.

Eru skrefin í þjálfun þau sem hafa komið mér og yfir hundruðum öðrum að óskaþyngdinni, FULLT af orku, hreysti og vellíðan.

.

Ég skapaði Nýtt líf og Ný þú þjálfun til þess að sýna þér leiðina að því hvað getur virkað fyrir þig – þá meina ég hvert orð.

Ég trúi að þér er ætlað að lifa fulla af orku, laus við leiðinda kílóin sem eru fyrir þér og þar sem þú ert frjáls að fara upp fjöll og firnindi án þess að verkja í skrokkinn —- þar sem þú ert lífsglöð og sátt!

Lærðu meira um Nýtt líf og Ný þú lífsstílsþjálfun og hvernig hún getur hjálpað þér strax með því að sækja páskaleiðarvísinn hér

.

Gleðilega páska

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi