5 ástæður af hverju við konur þyngjumst
lífsstílsbreyting
Viltu Spjalla Við Mig?
8th mars 2016
Hvað á að borða fyrir orku og þyngdartap + Páskaleiðarvísir
22nd mars 2016
Show all

5 ástæður af hverju við konur þyngjumst

þyngdartap

Líður þér eins og sama hvað þú gerir nærðu engan vegin að léttast?

Við sem konur eigum því miður auðveldara með að geyma fitu en karlar vegna hormónsins Oestrogen og áhrif þess á líkamann, minnkar það getu okkar að brenna eftir máltíð, sem leiðir af sér að meiri fita sest að á líkamanum.

Þar sem Nýtt líf og Ný þú þjálfun fer að hefjast fékk það mig til að hugsa aftur og skoða ástæður þess af hverju ég náði ekki að léttast á sínum tíma, ástæður sem þú gætir verið að glíma við í dag.

Það liggur við að ég hafi keypt öll bætiefni sem mér var sagt frá að væru góð eða ég hafði lesið um í fjölmiðlum.

Vandamálið var að það voru alltof margir að segja mér hvað ég „átti” að vera að gera.

Ég vissi að ég ætti að hætta að borða sykur og þegar ég prófaði að vera sykurlaus olli það bara meiri löngun í sykur og ég “datt í sykurinn” af og til, sérstaklega þegar ég var stressuð eða bara ef mér leiddist.

Eins og þú kannski veist þá er ég öfugt við alla þessa hluti í dag, ég hef orku allan daginn, ég held mér í þeirri þyngd sem ég vil og geri það án þess að fylgja takmörkunum eða vera í ræktinni alla daga og ég er sátt og hef betri heilsu en ég hef nokkur tímann haft… En þú mátt vita að þetta gerðist ekki á einni nóttu.

Það sem mig langar að deila með þér í dag er eitthvað sem þú getur sett í framkvæmd og trúlega stytt ferðalag þitt að þínu hugsjónar lífi og líkama.

 

Hér eru 5 ástæður sem orsökuðu að ég náði ekki að léttast og eru algengar hjá okkur konum

 

Weight-loss-scales

 

1. Uppsöfnuð eiturefni

Líkaminn vill vera í sínu besta ástandi, en oft þegar líkami okkar er fullur af eiturefnum frá óæskilegri fæðu, streitu, lífsstíl, umhverfi eða ekki nægri hreyfingu getur það valdið því að þyngd haldist í stað, verkir blossa upp og við finnum okkur síþreytt.

Ef þetta ert þú þá gætir þú upplifað: Orkuleysi, líkamskvilla, astma, exemi, höfuðverk, þyngdaraukningu, þyngdarstöðnun, verki í vöðvum og liðum, pirring, andlega depurð.

Við það að hreinsa líkamann nær hann að koma sér í sitt æskilega ástand og algengur fylgifiskur að upplifa að sykurlöngun hverfi, þyngdin fer niður á við, við getum upplifað mikla orku og heilsa okkar bætist til muna.

Í Nýtt líf og Ný þú þjálfun förum við í gegnum ánægjulega 3 vikna hreinsun. Sjáðu hvað þessi hreinsun gerði fyrir Hildi:

Þegar ég byrjaði matarhreinsunin upplifði ég mikinn létti. Fyrst og fremst að ég fór að léttast en alls ekki síður að ég gerði það án þess að vera svöng. Matseðillinn var fjölbreyttur og góður en án allra öfga, svo ég fann svo skýrt að ég gat þetta. Þegar u.þ.b. vika var liðin af hreinsun áttaði ég mig á því að lið- og bandvefsverkir, sem hafa plagað mig í áraraðir, voru að mestu horfnir.  -Hildur Stefánsdóttir

Lærðu meira um matarhreinsun Nýtt líf og Ný þú hér.

 

2. Fæðuóþol án þess að vita af því

Vissir þú að allt að 75% manna eru með fæðuóþol- eða viðkvæmni án þess að vita af því?

Þetta sýnir rannsókn frá Dr. Natasha McBride og Dr. Mercola. Einnig hefur Dr. Mark Hyman (höfundur The Ultra Mind Soulution) fundið tengsl á milli líkamskvilla og andlegrar depurðar og óþekkts fæðuóþols.

Það sem ég hef séð eftir að hafa unnið með yfir hunduðum kvenna er að líkaminn okkar breytist og þær fæðutegundir sem þú neyttir þegar þú varst yngri eru ekki endilega þær fæðutegundir sem eru að gera þér gott í dag!

Á meðan fæðuofnæmi sýnir okkur einkennin strax  þá geta einkenni fæðuóþols eða viðkvæmi oft verið undirliggjandi og með tímanum valdið ójafnvægi í líkamanum eins og þyngdaraukningu, orkuleysi og liðverkjum.

Ef þetta ert þú þá gætir þú upplifað: Reglulega uppþembu, vindgang, niðurgang, harðlífi, stöðuga svengd, orkuleysi, líkamskvilla, astma, exemi, höfuðverk, þyngdaraukningu, þyngdarstöðnun, verki í vöðvum og liðum og þróttleysi.

Eitthvað sem þú gerir með Nýtt líf og Ný þú þjálfun er að finna þær fæðutegundir sem valda ójafnvægi í líkama þínum, orsaka orkuleysi, þyngdaraukningu, heilsukvillum o.s.frv. svo þú getir í staðinn öðlast bata með því að eiga við rótina og skapað þér lífsstíl sem þú viðheldur.

“Ég hef lært á líkamann hvað ég má og hvað ekki og líður bara miklu betur og hef meiri orku”. – Kolbrún Benediktsdóttir

 

a-new-thyroid-problem-800x600

3. Latur eða vanvirkur skjaldkirtill

Skjaldkirtillinn þinn býr til hormón sem hefur stjórn á því hvernig líkami þinn notar orku en latur eða vanvirkur skjaldkirtill truflar efnaskiptin þín og aðrar hliðar heilsu þinnar.

Rannsóknir í dag áætla að um 10 prósent af fullorðnum glími við vanvirkan skjaldkirtil. Þetta er þó algengari hjá konum (við heppnar, eða hitt og heldur) og mjög algengt er að hann sé greindur vanvirkur á eldri árum.

Samkvæmt http://www.thyroidsupportgroup.org/ segir að mataræðið beri 50% ábyrgð á vanvirkum skjaldkirtli og hef ég séð slíkt aftur og aftur hjá konum sem koma til mín í heilsumarkþjálfun (ásamt mér sjálfri (sjá mína sögu hér)).

Ef þetta ert þú þá gætir þú upplifað eitthvað af eftirfarandi: Þreytu, erfiðleika með að léttast, þyngdaraukning, hárlos, þurra húð, liðverki, og þróttleysi í vöðvum, erfiðar blæðingar, aukna viðkvæmni gagnvart kvefi, og jafnvel þunglyndi. Margir sem upplifa jafnvel latan skjaldkirtill geta upplifað það að vera illt án þess að verða raunverulega veik.

Ef þú tengir við þessi einkenni þá getur þú látið athuga skjaldkirtil þinn með blóðprufu hjá lækni. Getur þú lesið til um sögu mína með vanvirkum skjalkirtill og eru skrefin tekin í Nýtt líf og Ný þú þjálfun þau sem gerðu mér kleyft að efla starfsemi þar sem hann er heilbrigður í dag.

 

4.  Hormóna ójafnvægi

Hormón eru boðefni líkamans, þau stjórna þroska hans og vexti og sjá um að halda alls kyns starfsemi hans í jafnvægi.

Þau bregðast við utanaðkomandi áreiti, eins og mat, hreyfingu, streitu, svefn, og fleira og leika stórt hlutverk í því hvernig efnaskipti líkamans starfa.

Ef þetta ert þú gætir þú upplifað: Óreglulegar blæðingar, óhóflega mikið af hárvexti í andliti og líkama, bólur(graftarbólur, unglingabólur), þunnt hár, erfiðleika við að verða þunguð, ásamt óútskýrðri þyngdaraukningu(ekki upplifa allir þó vandamál með þyngdina)

Sumir þekktir megrunarkúrar leggja t.d áherslu á mjólkurafurðir sem leiða margar konur í raun í burtu frá árangrinum. Sýna rannsóknir að þær ýta undir hormónaójafnvægi og geta verið skaðleg fyrir fyrir ónæmiskerfi og mögulega aukið líkur á krabbameini. (samkvæmt, cancer.org og Harvard news)

Mataræði, hreyfing og lífsstílsþættir spila verulega inn í að geta öðlast hormónajafnvægi og frið í líkama og sál. Við setjum grunninn að þínum lífsstíl í Nýtt líf og Ný þú þjálfun til þess að styðja við líkama þinn og hormónajafnvægi.

 

5.  Hugarfar á “átakið”

Hugarfar okkar er öflugra en flest okkar gera okkur grein fyrir.  Vissir þú til dæmis að undirmeðvitund stýrir 90% af því sem þú gerir?

Undirmeðvitundin stýrist af gömlum venjum, tilfinningum og gjörðum og leitast hann eftir því að endurtaka þær óháð því hvort við viljum það eða ekki. Því er ekki skrítið að við endurtökum gamla munstrið

Ef þetta ert þú gætir þú upplifað: Munstur sem hefur haldið þér í sama farinu síðastliðin ár, þegar árangur næst eða álag kemur, gefstu upp á þínum markmiðum og rútínan fer í rugl.

En hvernig getur þú byrjað að taka við lífsstíl þar sem þú þrífst af orku, sátt og jafnvægi ef hugur þinn er stilltur á að endurtaka alltaf gömlu venjurnar?

Svarið liggur í að kveðja það gamla og setja hugann á varanlegan árangur, eitthvað sem þú gerir í upphafi Nýtt líf og Ný þú þjálfunar.

 

“Slæmar venjur þurfa að verða brotnar og góðir siðir að verða ný leið til að lifa, og þetta tekur tíma” næringarfræðingurinn Joanna Shinewell

Ef þú hefur íhugað hvernig það væri að breyta um lífsstíl og ert leið á að enda alltaf í sama farinu og sjá tölu á vigtinni sem þú getur ekki breytt… Ef þú þráir að öðlast varanlegt þyngdartap, orku og allsherjar heilsu! Gæti þetta verið tíminn þinn!

Því Nýtt líf og Ný þú lífsstílsþjálfun er opin fyrir skráningu!

Ef greinin talar til þín farðu hér til að fá sendan leiðarvísi með uppskriftum, kennslu úr þjálfun og í framhaldi tækifæri að tala við mig um þína heilsu og þjálfun!

Eru skrefin í þjálfun þau sem hafa komið mér og yfir hundruðum öðrum að óskaþyngdinni, FULLT af orku, hreysti og vellíðan.

 

Segðu mér í spjallið að neðan, hvað af þessum ástæðum þyngdaraukningar tengir þú við?

Hlakka til að heyra frá þér í spjallinu að neðan

Ef þér fannst greinin áhugaverð, endilega deildu henni með vinkonu/vin á facebook

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi