Forsala á uppskrifabók og bónusar!
3rd July 2019Ferskir sumarkokteilar
23rd July 2019Forsala á uppskrifabók og bónusar!
3rd July 2019Ferskir sumarkokteilar
23rd July 2019Mér finnst salöt algjörlega ómissandi á sumrin, bæði er svo margt í uppskeru á þessari árstíð sem er gott að setja í salöt og svo eru þau einstaklega fljótleg sem hentar vel þegar maður vill eyða sem minnstum tíma í eldhúsinu og sem mestum úti í sól og blíðu.
–
–
Hér kemur eitt af mínum uppáhalds salötum, með jarðaberjadressingu.. namminamm! Ég mæli með að gera tvöfaldan skammt því dressingin er syndsamlega góð.
Dressingin er..
- fljótleg
- úr fimm hráefnum
- sæt en þó passleg með mat
–
–
Salatið hentar með grilluðu grænmeti eða hvaða grillmat sem er og er tilvalið í næsta matarboð. Auðvitað er salatið betra með íslenskum hráefnum, svo leitið endilega eftir að kaupa slíkt.
Steinseljan er fæða sem hefur sérstaka hreinsunareiginleika, vinnur á bólgum og er góð fyrir húðina.
–
–
Sumarsalat með jarðarberjadressingu
Salatið
2 handfylli spínat eða grænt salat
1 rauðlaukur
veglegt handfylli af íslenskum jarðarberjum
2 smáar gúrkur
fersk steinselja
nokkrar valhnetur, muldar
Jarðaberjadressing
1 bolli íslensk jarðaber
1 límóna, kreist
1/4 bolli ólífuolía
1 tsk kókospálmanektar (t.d frá Biona) eða notið hlynsíróp/hunang
1⁄2 tsk salt
- Setjið öll hráefni í jarðaberjadressingu í blandara og vinnið örlítið, dressingin er best þegar hún er pínu kekkjótt. Smakkið til með salti eða sætugjafa eftir smekk.
- Skerið rauðlauk, gúrku og jarðaber og setjið í skál ásamt salatblöðum. Veltið uppúr helmingnum af dressingunni og skreytið með steinselju og valhnetum. Berið fram með afgangs dressingu og njótið. Algjör sumarsæla.
–
–
Ef þig vantar meiri innblástur fyrir sumarið þá eru hér tvö salöt í viðbót. Bæði einföld, fljótleg og henta vel í sumar.
Látið endilega vita í spjallið hvað fer í salatið hjá ykkur!
Endilega deilið svo á samfélagsmiðlum og taggið mig á Instagram! Ég elska að heyra frá ykkur.
–
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
2 Comments
Geggjað salat en eg hef ekki notað jarðaberjadressinguna nu prófa ég hana. Eg hef ss gert svona salat nema nota kashew hnetur i stað valhneta. Og basil oliu eða sitronuolíu utá eða enga olíu.
Svo þarf eg að profa hin salötin takk fyrir þessa sendingu 🙂
verði þér að góðu og gaman að heyra að þér líki vel við uppskriftina Ásta Kristín :* Endilega prófaðu hin salötin og þér er velkomið að deila með okkur hvernig þér líkar þau 😀
kv Katrín