Forsala á uppskrifabók og bónusar!
Af hverju sumarið er BESTI tíminn að taka heilsuna í gegn
4th June 2019
Sumarsalat með jarðaberjadressingu
16th July 2019
Af hverju sumarið er BESTI tíminn að taka heilsuna í gegn
4th June 2019
Sumarsalat með jarðaberjadressingu
16th July 2019
Show all

Forsala á uppskrifabók og bónusar!

Mikilvæg tilkynning! 

Uppskriftabókin mín Lifðu til Fulls – yfir 100 uppskriftir fyrir orku og ljóma, er nú loksins komin úr endurprentun! Vegna mikilla fyrirspurna fór það ferli í gang og geta þeir sem ekki eiga bókina tryggt sér eintak hér.

Bókin fer í sölu í byrjun ágúst en ég vildi að sjálfsögðu gefa ykkur sem fylgist með blogginu mínu forskot, þar sem bókin kemur í takmörkuðu upplagi. Þar að auki læt ég fylgja með spennandi bónusa fyrir ykkur sem kaupið bókina í forsölu.

Bónusarnir sem fylgja með eru;

10 helstu fæðutegundir sem auka brennslu og orku til að koma þér vel af stað í breyttum lífsstíl og hvar þú finnur fæðuna í bókinni.

Sykurlaus start – allt það sem er nauðsynlegt að bæta í mataræðið til að tryggja minni sykurlöngun og sleppa sykri.

Í tilefni sumars og hversu þakklát ég er fyrir ykkur lesendur mína, ákvað ég að deila einni af uppáhalds uppskriftunum mínum úr bókinni hérna með ykkur í dag. Ég vona að þið njótið vel.

Ekta súkkulaði brownies

Botn:
1 bolli möndlur (lagðar í bleyti í 2 klst. eða yfir nótt)
¾ bolli mjúkar döðlur, fjarlægið steininn
salt á hnífsoddi

Súkkulaðikrem:
1 og ½ (c.a ¾ bolli) stórt fullþroskað avókadó
½ bolli kakóduft
¼ bolli kókosolía í fljótandi formi
¼ bolli mjúkar döðlur, fjarlægið steininn
4 dropar stevía
vanilluduft á hnífsoddi eða 1 tsk. vanilludropar
salt á hnífsoddi

Malið möndlurnar vel í matvinnsluvél á lægstu stillingu. Bætið döðlum og salti út í og hrærið þar til blandan myndar deigkúlu sem helst vel saman (ef deigið er of þurrt má bæta við 1-2 tsk af kókosolíu í fljótandi formi). Þrýstið niður í 23 cm smelluform og geymið í kæli á meðan þið útbúið krem.

Setjið næst öll innihaldsefni fyrir súkkulaðikremið í matvinnsluvél eða blandara og blandið þar til kremið er orðið silkimjúkt. Smyrjið kreminu á botninn og geymið kökuna í kæli eða frysti í klukkustund áður en hún er borin fram eða frystið yfir nótt.

Njótið með kókosrjóma og berjum. Kirsuber eða jarðaber eru mitt uppáhald.

Smelltu hér til að tryggja þér eintak af bókinni í forsölu!

ATH bókin verður send til þín í byrjun ágúst. Ég ítreka að þetta er sama bókin og kom út 2016, ekkert hefur breyst. Ef þú átt bókina nú þegar mæli ég auðvitað með að kaupa hana handa einhverjum sem þér þykir vænt um.

Uppskriftirnar í bókinni eru einfaldar og fljótlegar og henta uppteknu fólki og öllum fjölskyldumeðlimum.  Í bókinni má m.a. finna…

  • dásamlega morgunverði
  • millimál
  • hollar útfærslur af vinsælum skyndibitum, 
  • mexíkóska rétti 
  • sektarlausum sætindi
  • hvernig hægt er að skipta út sykri fyrir aðra hollari kosti
  • ýmsan fróðleik 

“Ein fallegasta bók sem ég hef séð! Uppskriftirnar eru allar svo girnilegar og spennandi.” – Ebba Guðný, höfundur og sjónvarpskokkur

“Júlíu hefur tekist að sameina einfaldar og næringarríkar uppskriftir með fallegum myndum af girnilegum mat. Hlakkaðu til að fletta bókinni og elda uppúr henni eða fá innblástur þegar þú ert í stuði til að skapa.” – Solla Eiríks á Gló

Bókin er ómissandi leiðarvísir sem auðveldar þér leiðina að bættum lífsstíl og færir þér ljóma í hverjum bita.

Smelltu hér til að tryggja þér eintak af uppskriftabókinni minni í forsölu og fá bónusa með í kaupbæti!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *