Þrjár súkkulaði páskauppskriftir!
fetaostur, feta, heimagert
Heimagerður fetaostur í kryddolíu
7th April 2025
sumar skál, blá spírúlína
Sumarleg jógúrtskál með blárri spirulínu
24th April 2025
fetaostur, feta, heimagert
Heimagerður fetaostur í kryddolíu
7th April 2025
sumar skál, blá spírúlína
Sumarleg jógúrtskál með blárri spirulínu
24th April 2025
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Þrjár súkkulaði páskauppskriftir!

Páskarnir eru að nálgast og mig langaði að deila með þér þremur einföldum og dásamlega góðum sykurlausum páskakonfekt uppskriftum.

Ég byrjaði fyrir nokkrum árum að búa til mitt eigið konfekt yfir páskana, ekki bara vegna þess að það er hollara og hagstæðara, heldur líka vegna þess að það skapar svo notalega stemmingu og gleði í eldhúsinu.

Þessar þrjár uppskriftir eru mínar uppáhalds. Þær eru einfaldar, ljúffengar og fullkomnar hvort sem þú vilt gleðja sjálfa þig, fjölskylduna eða fá þér með kaffinu á páskadag.

Lesa einnig:
Uppáhalds konfektið mitt
Súkkulaði brownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa
Súkkulaðikúlur á innan við 4 mínútum

Páskaegg, Maca-saltkaramella, páskar

Páskaeggin með maca- saltkaramellu

Súkkulaðið
100g kakósmjör brætt (t.d frá Raw Chocoloate co.)
50 gr kókosolía (t.d frá Biona)
75g kakó duft (t.d. frá Sólgæti)
100g hrátt hlynsíróp
4 dropar stevíudropar
1 tsk vanilludropar

páskaeggjaform

Kasjúhnetufylling
4 msk kasjúhnetusmjör (t.d frá Biona)
1 msk vegan smjör (t.d frá Earth Balance)
1 msk hlynsíróp
1 tsk vanilludropar
½ tsk maca duft (notið 1 tsk ef þið eruð vön að nota maca. Ég nota frá vivolife)
½ tsk lucuma (val, ég notaði frá Raw chocolate co.)

6-8 klípur salt

vegan hvítt súkkulaði til skreytingar (t.d frá Vivani)

1. Bræðið kakósmjör og kókosolíu yfir vatnsbaði. Hrærið saman kakódufti, hlynsírópi, stevíudropum og vanillu með gaffli þar til silkimjúkt.

2. Hellið þunnu lagi af súkkulaðinu yfir páskaeggjamót og frystið í 10 mín. Geymið súkkulaðið yfir vatnsbaði svo það stífni ekki.

3. Útbúið fyllingu á meðan með því setja allt í skál og hræra. Gott ráð til að fá silkimjúka karamellu er að setja allt í matvinnsluvél eða blandara.

4. Takið eggjamótið úr frysti og hellið öðru lagi af súkkulaði yfir. Frystið í 10 mín.

5. Bætið fyllingu í eggjamótið lauslega (c.a ein tsk í hvert) og hellið súkkulaði yfir. Sléttið úr með hníf og frystið á ný í 10-20 mín.

6. Bræðið hvítt súkkulaði og sléttið yfir ef þið viljið. Njótið.

Uppskriftin fyllir 6 eggja hálfmána eða tvö páskaeggjamót Uppskriftin var útfærð frá hefðbunda páskakonfektinu mínu- sjá uppskrift hér.

Hnetubitar, Konfekt, Páskar

Hnetubitar

200g döðlur, smátt saxaðar
2 ½ dl salthnetur eða ristaðar möndlur
1 ¼ dl hnetusmjör
1 msk kókosolía
1 msk hlynsíróp
1 tsk vanilla
¼ tsk sjávarsalt

1. Setjið döðlur, kókosolíu, hlynsíróp, vanillu og salt í matvinnsluvél og maukið.

2. Bætið hnetusmjöri út í og blandið.

3. Að síðustu bætum við hnetunum/ristuðu möndlunum út í.

4. Snjallt er að þrýsta deiginu í form og kæla í frysti. Skera síðan í passlega bita.

5. Bræðið 70% dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði.

6. Dýfið köldum hnetubitum í súkkulaðið með gaffli, leyfið auka súkkulaðinu aðeins að leka af áður en sett er á grind eða bökunarpappír til að stífna.

Geymist best í kæli eða frysti. Uppskriftin er frá Mæðgunum.

Kókosmolar, Páskar, Konfekt

Kókosmolar

3 ½ dl kókosmjöl
1 ¾ dl kókosmjólk (notum bara þykka partinn af kókosmjólkinni, setum dósina inn í ísskáp og þá stífnar hún að hluta til og við notum stífa partinn)
½ dl fljótandi sæta, t.d. agave síróp eða hlynsíróp (hlynsírópið gerir fyllinguna aðeins dekkri á lit)
1 msk kókosolía
nokkur saltkorn

1. Setjið allt í matvinnsluvél og blandið þar til þetta verður að þykkri og svolítið klístraðri fyllingu.

2. Gott er að setja fyllinguna í smá stund inn í ísskáp og láta stífna svo auðvelt sé að móta kúlur.

3. Geymið kúlurnar í frystinum/kæli á meðan súkkulaðið er brætt, þannig verður húðunin auðveldari.

4. Bræðið 70% dökkt súkkulaði yfir vatnsbaði.

5. Dýfið köldum kúlum í súkkulaðið og leggið á grind/bökunarpappír og látið storkna.

Geymið í kæli/frysti. Uppskriftin er frá Mæðgunum.

Mig langar að heyra frá þér í spjallinu að neðan, hefur þú prófað þessar girnilegu uppskriftir? 

Endilega deilið á Facebook og mundu að tagga mig á Instagram ef þú prófar þessar uppskriftir!
Mér finnst mjög gaman að heyra frá ykkur.

Gleðilega páska!

 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *