Páskakonfekt
Hár blóðþrýstingur: Einkenni og hvað er til ráða?
11th March 2024
Orkugefandi hnetusmjörsþeytingur sem vinnur á sykurþörf
2nd April 2024
Hár blóðþrýstingur: Einkenni og hvað er til ráða?
11th March 2024
Orkugefandi hnetusmjörsþeytingur sem vinnur á sykurþörf
2nd April 2024
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Páskakonfekt

Það styttist ört í páskana og þá langar manni oft í páskaegg eða páskakonfekt. Sérstaklega ef þú ert eins og ég og elskar súkkulaði.
Á páskunum geri ég alltaf þetta páskakonfekt og það slær alltaf í gegn, enda er það ljúffengt og fyllingin inn í gera páskaeggin alveg ómótstæðileg.


Góður kostur við að gera þitt eigið súkkulaði yfir páska er að þú getur stjórnað sætumagninu svo ef þú ert vön sykurminni lífsstíl mæli ég með að minnka hlynsírópsmagnið í súkkulaðinu niður í 75 g. 

Að gera mitt eigið páskakonfekt hefur marga aðra kosti. Þeir eru m.a:  

  • það er einfalt
  • hollara en hefðbundið súkkulaði
  • hagstætt
  • skapar gæðastund með þínum nánustu
  • hreint lostæti
  • betra fyrir heilsuna

Lesa einnig:
Súkkulaði brownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa
Súkkulaði trufflur með lakkrís
Magnesíum og súkkulaðilöngun

Páskakonfekt

Páskakonfekt


Súkkulaðið

100 g kakósmjör brætt
50 gr kókosolía
75 g hrátt kakóduft
100 g hrátt hlynsíróp
4 dropar steviudropar t.d frá Via Health
1 tsk vanilludropar

Kasjúhnetufylling

4 msk kasjúhnetusmjör t.d. frá Monki
1 msk vegan smjör t.d. frá Earth Balance
1 msk hlynsíróp
1 tsk vanilludropar
4-6 klípur salt

vegan hvítt súkkulaði til skreytingar

Páskakonfekt

1. Bræðið kakósmjör og kókosolíu yfir vatnsbaði. Hrærið saman kakódufti, hlynsírópi, steviudropum og vanillu með gaffli þar til silkimjúkt.

2. Hellið þunnu lagi af súkkulaðinu yfir páskaeggjamót og frystið í 10 mín. Geymið súkkulaðið yfir vatnsbaði svo það stífni ekki.

3. Útbúið á meðan fyllingu með því setja allt í skál og hræra. Gott ráð til að fá silkimjúka karamellu er að setja allt í matvinnsluvél eða blandara.

4. Takið eggjamótið úr frysti og hellið öðru lagi af súkkulaði yfir. Frystið í 10 mín.

5. Bætið fyllingu í eggjamótið lauslega (ca. 1 tsk í hvert) og hellið súkkulaði yfir. Sléttið úr með hníf og frystið á ný í 10-20 mín.

6. Bræðið hvítt súkkulaði og sléttið yfir ef þið viljið. Njótið.

Fyllir 6 eggja hálfmána eða tvö páskaeggjamót.

Ég vona að þú prófir þetta ljúffenga páskakonfekt enda er ég viss um að þetta muni slá í gegn hjá þér á páskadag eða í páskaboðinu. 

Ef þér líkaði þessi færsla, endilega deildu henni með vinkonu eða öðrum sem þú heldur að muni gagnast.

Gerir þú heimagert páskaegg eða páskakonfekt?

Mundu svo að taggaðu okkur á Instagram @lifdutilfulls – við elskum að sjá ykkar útfærslur!

Gleðilega páska.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *