Sparaðu í matarinnkaupum með fjárhagsáætlun
11 ráð fyrir holl og ódýr matarinnkaup
4th October 2023
Bleikur þeytingur fyrir bleikan október
16th October 2023
11 ráð fyrir holl og ódýr matarinnkaup
4th October 2023
Bleikur þeytingur fyrir bleikan október
16th October 2023
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Sparaðu í matarinnkaupum með fjárhagsáætlun

Various fresh vegetables in paper grocery and black mesh bags on kitchen island with marble top, healthy food full of nutrients, vintage furniture with flowers, blurred background

Hefur þú einhvern tímann sett þér fjárhagsáætlun fyrir matarinnkaupin en síðan endað á að eyða tvöfalt eða þrefalt meira?

Ef svo er þá er þessi grein akkúrat fyrir þig.

Ég var lengi vel á þeim stað að ég setti mér fjárhagsáætlun fyrir hvern mánuð en einhvernvegin náði ég aldrei að fylgja henni eftir. Það var ekki fyrr en ég uppgötvaði ákveðna aðferð sem gerir mér kleypt að setja mér fjárhagsáætlun og fylgja henni eftir í hverjum mánuði. Hér ætla ég að deila þeirri aðferð með ykkur.

Af hverju að setja sér áætlun?

Að hafa fjárhagsáætlun fyrir matarinnkaupin gefur þér stjórn á hvert þú vilt að peningurinn fari. Kannski ertu að safna þér fyrir utanlandsferð, kannski ertu í framkvæmdum eða kannski langar þér að fara meira út að borða. Við höfum öll ólík markmið og mun fjárhagsáætlun fyrir matarinnkaupin hjálpa okkur að ná þeim.

Hvað ættir þú að eyða miklu í matarinnkaup?

Hversu mikið þú eyðir í matarinnkaup fer alfarið eftir þinni innkomu og þínum markmiðum. Byrjaðu á að skoða hvað þú ert nú þegar að eyða mikið og hverju þú vilt eyða.

Mundu svo að hver mánuður er breytilegur, jafnvel eru fleiri kvöld sem þú ferð út að borða einn mánuðinn. Aðrir mánuðir innihalda jól og sumarfrí og þá vilt þú kannski hafa aðeins meira svigrúm og hærri fjárhagsáætlun. Fjárhagsáætlunin þín ætti því að breytast hvern mánuð og hér er ekkert rétt eða rangt, bara hvað þú velur og ákveður.

Ættu hreinlætisvörur að vera inn í fjárhagsáætlun ?

Það fer alfarið eftir þér hvort klósettpappír og þrif vörur eru inn í þeirri áætlun sem þú setur þér, ég persónulega hef það undanskilið til þess að einfalda mér lífið.

Gerðu þér fjárhagsáætlun og fylgdu henni eftir

Þegar þú ert búin að reikna út hvað þú vilt eyða í matarinnkaupin þá er það mikilvægasta skrefið, skrefið sem ég klikkaði alltaf á í fortíðinni og það er að fylgjast með útgjöldun út mánuðinn!

Það eru nokkrar leiðir til þess að halda utan um útgjöld.

1. Debetkort aðferðin

Sumir sem ég hef talað við eiga sér debetkort sem er eingöngu notað fyrir matarinnkaupin og ekkert annað. Þá er sú upphæð sem þau vilja eyða í matarinnkaup í hverjum mánuði millifærð yfir á debetkortið og það eingöngu notað þegar það er verslað í matinn.

2. Seðla aðferðin

Önnur leið er að taka út þá peningaupphæð sem þú vilt eyða yfir mánuðinn í matarinnkaup í seðlum, munum við eftir þeim?! og þú setur þá í umslag í byrjun mánaðarins og notar það til að versla inn í matinn. 

3. App aðferðin

App aðferðinn er líklega þægilegust að nota í dag og sú sem ég persónulega styðst við. Ég nota app sem heitir Budget. Þar set ég inn viðmiðunar töluna sem ég vill eyða þann mánuð og svo alltaf þegar ég er búin að borga í búðinni uppfæri ég appið, oftast geri ég þetta um leið og ég er á kassanum og appið sýnir mér hvað ég á mikið eftir til að eyða þann mánuð.

Að lokum

Ég held að flestir hætti við að hafa fjárhagsáætlun vegna þess að þau upplifa það of strangt.

Ekki vera of harður við sjálfa þig ef þú náðir ekki að halda þig við ákveðna tölu, eftir allt saman er þetta bara tala sem þú settir þér og þú hefur stjórn á breyta henni.

Um leið og ég leyfði mér að vera sveiganlegri og jákvæðari í viðhorfi mínu gagnvart fjárhagsáætlunni minni gekk það betur að halda mig við þá áæltun sem ég setti mér. Viðhorf þitt skiptir öllu.

Lesa einnig:
11 ráð fyrir holl og ódýr matarinnkaup
5 ráð til að setja þér markmið sem þú nærð
5 ráð til að efla meltingu og brennslu á 48 klst

Hefur þú einhvern tímann sett þér fjárhagsáætlun fyrir fjármálin? Hvað hefur virkað og ekki virkað fyrir þig ?

Áður en þú ferð mundu svo að deila þessari færslu með vinkonu með því að senda henni slóðina eða setja á facebook hjá þér. Þú finnur fleiri ráð og innblástur af breyttum lífstíll með því að fylgja okkur á samfélagsmiðlum hér á Facebook og Instagram. 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *