Hár blóðþrýstingur: Einkenni og hvað er til ráða?
11th March 2024Orkugefandi hnetusmjörsþeytingur sem vinnur á sykurþörf
2nd April 2024Hár blóðþrýstingur: Einkenni og hvað er til ráða?
11th March 2024Orkugefandi hnetusmjörsþeytingur sem vinnur á sykurþörf
2nd April 2024Það styttist ört í páskana og þá langar manni oft í páskaegg eða páskakonfekt. Sérstaklega ef þú ert eins og ég og elskar súkkulaði.
Á páskunum geri ég alltaf þetta páskakonfekt og það slær alltaf í gegn, enda er það ljúffengt og fyllingin inn í gera páskaeggin alveg ómótstæðileg.
–
- það er einfalt
- hollara en hefðbundið súkkulaði
- hagstætt
- skapar gæðastund með þínum nánustu
- hreint lostæti
- betra fyrir heilsuna
–
Lesa einnig:
Súkkulaði brownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa
Súkkulaði trufflur með lakkrís
Magnesíum og súkkulaðilöngun
–
––
Páskakonfekt
–
Súkkulaðið
100 g kakósmjör brætt
50 gr kókosolía
75 g hrátt kakóduft
100 g hrátt hlynsíróp
4 dropar steviudropar t.d frá Via Health
1 tsk vanilludropar
–
Kasjúhnetufylling
4 msk kasjúhnetusmjör t.d. frá Monki
1 msk vegan smjör t.d. frá Earth Balance
1 msk hlynsíróp
1 tsk vanilludropar
4-6 klípur salt
vegan hvítt súkkulaði til skreytingar
–
–
–
1. Bræðið kakósmjör og kókosolíu yfir vatnsbaði. Hrærið saman kakódufti, hlynsírópi, steviudropum og vanillu með gaffli þar til silkimjúkt.
2. Hellið þunnu lagi af súkkulaðinu yfir páskaeggjamót og frystið í 10 mín. Geymið súkkulaðið yfir vatnsbaði svo það stífni ekki.
3. Útbúið á meðan fyllingu með því setja allt í skál og hræra. Gott ráð til að fá silkimjúka karamellu er að setja allt í matvinnsluvél eða blandara.
4. Takið eggjamótið úr frysti og hellið öðru lagi af súkkulaði yfir. Frystið í 10 mín.
5. Bætið fyllingu í eggjamótið lauslega (ca. 1 tsk í hvert) og hellið súkkulaði yfir. Sléttið úr með hníf og frystið á ný í 10-20 mín.
6. Bræðið hvítt súkkulaði og sléttið yfir ef þið viljið. Njótið.
–
Fyllir 6 eggja hálfmána eða tvö páskaeggjamót.
–
–
Ég vona að þú prófir þetta ljúffenga páskakonfekt enda er ég viss um að þetta muni slá í gegn hjá þér á páskadag eða í páskaboðinu.
Ef þér líkaði þessi færsla, endilega deildu henni með vinkonu eða öðrum sem þú heldur að muni gagnast.
Gerir þú heimagert páskaegg eða páskakonfekt?
Mundu svo að taggaðu okkur á Instagram @lifdutilfulls – við elskum að sjá ykkar útfærslur!
Gleðilega páska.
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!