Hráfæðis ostakaka með sítrónu og hindberjum
Hollráð fyrir aukna brennslu á líkamsræktarstöð
19th March 2013
betri líðan
Sykur undir fölsku flagi
1st April 2013
Hollráð fyrir aukna brennslu á líkamsræktarstöð
19th March 2013
betri líðan
Sykur undir fölsku flagi
1st April 2013
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Hráfæðis ostakaka með sítrónu og hindberjum

Hráfæðis ostakaka
DSC_0456-300x199
DSC_0559-300x199

 

Þessi ostakaka er ein af mínum uppáhalds kökum og oftar en ekki tilbúin í frystinum heima ef einhver kíkir við.

Þessi ómótstæðilega kaka er að mínu mati betri en hinar hefðbundnu ostakökur og ekki skemmir fyrir að hægt er að borða hana með góðri samvisku þar sem hún er full af mikilvægum næringarefnum, andoxunarefnum, omega 3 fitusýrum og góðri fitu. Kakan er mjög saðsöm þannig ein kaka getur dugað góðum hópi fólks.

Ég nota hindber í kremið, en í raun er hægt að nota hvaða ber sem er.

Innihaldsefni:

Botn:

1 bolli valhnetur

1/2 bolli möndlur

1 teskeið hunang

1/2 tsk vanilla

 

Fylling:

2 bollar kasjúhnetur

1/4 bolli hrátt hunang eða agave

1/4 bolli kókosolía (í vatnsbaði)

2 sítrónur, kreistar

1/2 tsk vanilla

Krem:

1 1/2 bolli hindber (fersk eða frosin)

 

  1. Leggið hnetur í bleyti í 2 klst áður en hafist er handa.
  2. Setjið möndlur og valhnetur í matvinnsluvél og maukið vel, bætið við 1 teskeið af hunangi, vanillu og 1-2 teskeiðum af vatni þar til útlitið líkist deigi. Smyrðu 20 cm smelluform/form með örlítið af kókosolíu og þrýstið deiginu niður þar til botninn hefur verið mótaður. Geymið í frysti á meðan þið útbúið fyllingu.
  3. Setjið kasjúhnetur í matvinnsluvél þar til þær full malaðar og bætið þá við 1/4 bolla af hunangi, 1-2 teskeiðar af vatni, vanillu,1/4 bolla kókosolíu og sítrónusafa. Blandið þar til áferðin er silkimjúk og kremkennd. Taktu þá smelluformið úr frysti og dreifið þessu yfir. Setjið aftur í frysti og leyfið að stífna örlítið áður en kremi er sett á.
  4. Setjið nú hindberin í matvinnsluvél og maukið þar til mjúkt (ef þið notið frosin ber látið þau þá þiðna fyrst). Helltu þá hinberjasósunni/kreminu ofaná ostakökunna og geymið í frysti í 1-2 klukkustundir áður en borið er fram, tilvalið að skera í 16 sneiðar.

 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *