6 uppskriftir sem losa um bólgur og bjúg
28th August 2023Bestu bætiefnin eftir fertugt (uppfært)
26th September 20236 uppskriftir sem losa um bólgur og bjúg
28th August 2023Bestu bætiefnin eftir fertugt (uppfært)
26th September 2023Orkustangir með appelsínusúkkulaði fara beint í frystinn hjá mér og ég er heppin ef þær endast út vikuna!
Það er svo þægilegt að kippa einni orkustöng með sér í nesti eða fá sér eina með kaffinu seinnipartinn. Þær eru einfaldlega svo góðar að ég stelst til þess að fá mér í eftirétt líka!
Stangirnar eru með sannkallaðri orku-fæðu, próteinríkar og fullkomlega sætar.
Uppskriftin er innblásin frá krúttlegum hráfæðisveitingastað Ecru í Ítalíu. Hráfæði er sannarlega ein sú orkuríkasta fæða sem völ er á og upplagt að hafa aðeins af því í mataræðinu.
–
–
Hráefnin í þessar orkustangir eru einföld og kraftmikil þær innihalda spírað kónóa, brætt appelsínusúkkulaði saxaðar hnetur og örlítið af appelsínubörk.
–
–
Kínóa er eitt af því sem er notað í uppskriftina og er sérlega próteinríkt. Við spírun sleppur þú við að elda það þannig vekur það upp ákveðin næringarefni og gerir próteinin aðgengileg líkamanum.
Það er auðveldara að spíra kínóa en þú heldur. Byrjað er á að leggja kínóa í bleyti í c.a klst. Síðan er það skolað og sett í glerkrukku með sigti eða grisju yfir og látið hvolfa.
–
–
—
Spírunar liggja þá á hvolfi í sólarhring og gott er að skola af þeim með hreinu vatni af og til. Einnig er hægt að nota viskustykki eða grisju í stað þess að nota fíntgert sigti eins og myndin sýnir.
Auðvelt er að skipta út spíruðu kínóa fyrir keypt poppað kínóa eða hnetum, en ég skora þó á þig að prófa því spírað kínóa gæti komið þér skemmtilega á óvart.
—
Lesa einnig:
Súkkulaði brownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa
Magnesíum drykkurinn sem slær á sykurþörf og bætir svefn!
Súkkulaðikúlur á innan við 4 mínútum
—
–
Hráfæðisstangir með appelsínusúkkulaði og pistasíuhnetum
–
1 1/2 bolli döðlur
1 – 1 1/2 bolli möndlur
1/2 bolli spírað kínóa
1/2 tsk vanilludropar eða notið stevíu með vanillubragði
örlítið salt
100 gr sykurlaust appelsínusúkkulaði
½ bolli pistasíuhnetur eða möndlur saxað smátt
1 appelsína, börkur rifin (val)
–
Daginn áður: Leggið kínóa í bleyti í 1 klst eða lengur. Setjið kínóað í sigti og skolið undir krana með köldu vatni. Færið þá kínóað í stóra glerkrukku eða spírunarkrukku ef hún er til. Hér er hægt að fara tvær leiðir til að spíra, annaðhvort er hægt að setja fínt sigti yfir lok krukkunnar og hvolfa svo sigtinu yfir skál eins og myndin hér að ofan sýnir. Einnig er hægt að setja viskustykki/grisju yfir lokið og hvolfa því svo kínóað geti andað. Skolið kíná á nokkra klst fresti, passið að tæma allt vatn af. Sjálfsagt ertu þó ekki að vakna á nóttinni að skola af. Þetta er gert af og til nokkrum sinnum yfir daginn. Aðalatriði er að halda spírunum þurrum. Spírur munu koma eftir 24 klst c.a, en þú getur haldið áfram að spíra í 2 daga ef þú vilt fá stærri spírur.
—
–—
—
1. Setjið döðlur og hnetur í matvinnsluvél og hrærið saman. Bætið útí spíruðu kínóa og hrærið örlítið, deigið ætti að byrja að móta smá degikúlu og haldast vel saman. Það fer eftir stærð á möndlum og mýkt á döðlum þú gætir þurft að nota aðeins meira en uppskrift gefur. Bættu við annaðhvort meiri döðlum til að deigið haldist betur saman s.s verði meira klístrað eða meira af möndlum ef deigið er of klístrað.
2. Mótið í lagnar stangir og leggið til hliðar.
3. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Á meðan súkkulaðið bráðnar er gott að saxa aðeins niður hnetur og hafa til appelsínu ásamt rifjárni. Ég notaði sykurlaust appelsínusúkkulaði og pistasíuhnetur.
4. Hellið súkkulaði yfir stangirnar og dreifið hnetum yfir. Fyrir enn meira appelsínubragð og skreytingu er hægt að rífa appelsínubörk yfir allt saman. Setjið í frysti í 1 klst eða þar til súkkulaðið hefur harnað.
—
Athugasemdir
Ég nota medjool döðlur í uppskriftina. Þær eru einstaklega stórar og mjúkar. Muna þarf að fjarlæga kjarana ef þær eru notaðar.
Í staðinn fyrir spírað kínóa getur þú notað poppað kínóa eða aðrar hnetur eins og t.d valhnetur eða meira af möndlum í uppskriftina þá í sömu hlutföllum.
—
—
Ef þér líkaði þessi færsla, endilega deildu henni með vinkonu eða öðrum sem þú heldur að muni gagnast.
Mundu svo að taggaðu okkur á Instagram @lifdutilfulls – við elskum að sjá ykkar útfærslur!
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!