Orkulaus seinnipartinn? Prófaðu þessa…
7 einföld og holl millimál sem gefa orku
3rd maí 2016
Heimagerður andlitsmaski sem fær húðina til að ljóma (myndband)
17th maí 2016
Show all

Orkulaus seinnipartinn? Prófaðu þessa…

líkami

Vantar þig meiri orku seinnipartinn?

Margir upplifa þreytu, slen og að vera orkulaus seinnipart dags og algengt er að þá sé gripið í kaffi eða kex. En líkami þinn leitar alltaf í skjóta orku þegar hann er þreyttur og þá koma upp langanir í sykur eða annað sem styður ekki við okkur.

Í dag langaði mér því deila með þér uppskrift sem ég nýti mér gjarnan til þess að koma í veg fyrir orkuleysi seinni partinn og sem styður við seddu og vellíðan fram að kvöldmat.

Chia fræin eru ein kraftmesta og næringarríkasta ofurfæðan og þau veita okkur langvarandi orku og úthald.

Chia fræin hjálpa til við að stjórna kolvetnaupptöku líkamans og gera það að verkum að umbreyting kolvetnis í sykur í líkamanum verður hægari sem leiðir til þess að orkan varir lengur og sveiflur í blóðsykri verða minni sem dregur jafnframt úr sykurlöngun, sjá meira hér um þessi æðislegu fræ.

Þau eru einnig ótrúlega hentug og auðveld í notkun og það er lítið mál að henda í graut, bíða í nokkrar mínútur og neyta. Þú getur einnig gert hann daginn áður og geymt í ísskápnum.

Þessi er ein af mínum uppáhalds, einfaldur, ferskur og góður Chia grautur

 

shutterstock_308898395

 

1/3 bolli chia fræ

1 bolli möndlumjólk

1/2 – 1 tsk vanilluduft

1/2 niðurskorið ferskt mangó

1/2 bolli fersk bláber

 

Blandaðu öllum innihaldsefnunum saman og bíddu í a.m.k 10 mínútur. Gott getur verið að hræra af og til til þess að chia fræin festist ekki saman.

Þú getur síðan prófað þig áfram með mismunandi hnetumjólk, ávöxtum, hnetum og fræjum.

Hér eru nokkrar hugmyndir frá Júlíu sem má bæta við útí 4 msk chia:

 

líkami

 

  • 1 dós kókosmjólk, 1 msk hentusmjör, 2 tsk kakó, 1-2 dropar stevia, kókosmjölHesilhentu- og möndlumjólk, handfylli mangó,  1/2 dropi vanilluduft, 1/2 banani
  • 1 dós kókosmjólk, handfylli hindber, 1/4 tsk vanilluduft, mynta
  • 1 dós kókosmjólk, 1/2 tsk kanil, 1/4 tsk turmerik, 1-2 dropar stevia

 

Láttu mig vita hvernig smakkast í spallið að neðan, hlakka til að heyra frá þér!

Deildu svo orkunni með á facebook, sérstaklega ef þú þekkir einhverja sem glíma við orkuleysi seinnipartinn.

Heilsukveðja

Sara Barðdal ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi