
Þrjár súkkulaði páskauppskriftir!
14th April 2025
7 ráð til að bæta blóðsykurinn
28th April 2025
Þrjár súkkulaði páskauppskriftir!
14th April 2025
7 ráð til að bæta blóðsykurinn
28th April 2025Nú þegar dagarnir lengjast og sólin fer að hlýja okkur meira, finnst mér fátt betra en að byrja morguninn með litríkri og nærandi sem gleður bæði auga og líkama. Þessi bláa jógúrtskál er orkubomba sem kemur þér beint í sumarksap, full af góðum næringarefnum og náttúrulegum lit úr blárri spirulínu.
Ég kynntist þessum skálum þegar ég bjó í Kaliforníu og þær hafa fylgt mér síðan. Bæði vegna einfaldleika og hversu vel þær fá mig til líða í líkamanum. Í dag langar mig að deila með þér einni af mínum uppáhalds!
–
Hvað er spirulína?
Spirulína er ótrúlega næringarríkur þörungur sem hefur lengi notið vinsælda í heimi heilsu og vellíðunar. Hún er sérstaklega rík af próteinum, B-vítamínum, A-vítamíni, járni og magnesíum sem eru allt nauðsynleg efni fyrir líkama sem vantar orku, jafnvægi og styrk.
Blá spirulína er sérstök útgáfa sem inniheldur andoxunarefnið phycocyanin, sem gefur henni ekki aðeins fallegan bláan lit heldur hefur einnig sterk bólgueyðandi áhrif. Þessi einstaki þörungur er því ekki bara falleg viðbót í morgunmatinn heldur stuðlar líka að betri orku, sterkari ónæmiskerfi og heilbrigðari húð og hári.
–
Lesa einnig:
Pitaya sumarskál full af orku
3 skálar fyrir sumarið
Granola með kókosflögum og skógarberjum
–

Mynd frá A dash of macros
–
Bláa sumarskálin:
- 1 1/4 bolli fitusnauð grískt jógúrt
- 1 banani (helmingur fyrir skreytingar, helmingur blandaður í jógúrt)
- 1 kíwi
- 1/4 bolli bláber
- 1/2 tsk Blá Spírulína (IHerb)
- 1/4 bolli granóla
- 1/2 tsk býflugna pólon
1. Setið jógúrt, helming af banananum og spirulínu í blandara og blandið þar til slétt og mjúk áferð næst og hellið blöndunni í skál.
2. Skerðu restina af banananum, kíwí og bláber og leggðu ofan á.
3. Að lokum stráðu yfir býflugna póloni (val) og granóla.
Þú getur leikið þér með útlit og áferð eftir smekk t.d. með jarðaberjum, kókosflögum eða fleiri litríku ávöxtum.
Njóttu vel og gleðilegt sumar.
Þessi uppskrift kemur frá A Dash of Macros og smakkast alveg sérstaklega vel. Deildu þinni útgáfu af jógúrtskálinni á Instagram og mundu að merkja okkur. Við elskum að sjá hvernig þið njótið uppskriftanna okkar.
Fylgstu með okkur á Instagram og Facebook fyrir fleiri næringarríkar uppskriftir, innblástur og hugleiðingar um heilsu og vellíðan.
–
Þreytt á öfgum og orkuleysi?
–

–
Ég er að halda nýjan ókeypis fyrirlestur í beinni, þar sem ég deili 5 einföldum og sannreyndum skrefum sem hjálpuðu mér að: Losna við orkuleysi og bjúg, léttast á náttúrulegan hátt og finna jafnvægi með mataræðið.
Ef þú þreytt á endalausum öfgum og skyndilausnum, þá er þessi fyrirlestur fyrir þig.
Aðeins tvær dagsetningar í boði og þeir sem mæta eiga möguleika á að fá veglegan vinning frá Feel Iceland.
Engin upptaka verður send – tryggðu þér þitt pláss í dag 👉 Smelltu hér til að skrá þig!

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
