Í staðinn fyrir hafragrautinn í fyrramálið, prófaðu þetta!
auka orkuna
10 hlutir sem styðja við hreinsun og þyngdartap
17th November 2015
vellíðan yfir jól
7 ráð fyrir holl jól og jólagjöf
9th December 2015
auka orkuna
10 hlutir sem styðja við hreinsun og þyngdartap
17th November 2015
vellíðan yfir jól
7 ráð fyrir holl jól og jólagjöf
9th December 2015
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Í staðinn fyrir hafragrautinn í fyrramálið, prófaðu þetta!

auka brennslu

Eitt af mínum helstu ráðum þegar þú ætlar að breyta um lífsstíl er að byrja að breyta morgunsiðum til hins betra.

Góð byrjun gefur start að heilsusamlegum degi og sýna rannsóknir að það hjálpar til við þyngdarstjórnun, einbeitingu yfir daginn og jafnvel lækkun kólesteróls.

Nýlega deildi ég 5 fæðutegundum sem geta aukið brennslu og minnkað kviðfituna hér.

Heilir hafrar eru þar helst upp taldir. Rannsóknir (1, 2) sýna að það að neyta hafra getur hjálpað til við að léttast, þ.e.a.s ef þú ert ekki með glútenóþol að neinu leiti. Heilir hafrar eru í sínu upprunalegu formi á meðan haframjöl eins og flestir nota, er þegar hafrarnir hafa verið soðnir og flattir út. Þannig geymast þeir lengur og þú ert fljótari að matreiða þá. Með smávægis undirbúningi er hægt að stytta eldunartíma með heilum höfrum eins og sjá má með uppskriftinni hér að neðan

Hér kemur hlýlegur og seðjandi morgungrautur með eitthvað af þeim 5 fæðutegundum sem hlýjar líkamann og kemur brennslu af stað. Ekki að minnast að hann bragðast dásamlega..

Í staðinn fyrir hafragrautinn í fyrramálið, prófaðu þetta

Hlýlegur Hafragrautur með chia og kanil

½ bolli heilir hafrar (lagðir í bleyti yfir nótt)

1 bolli möndlumjólk/önnur hnetumjólk/vatn

1 tsk kanill

1/4 tsk cayenne pipar

3-4 dropar stevia

Hnífsoddur salt

 

Útá er bætt við

Chia fræ (lögð í bleyti)

¼ bolli niðurskorinn epli/banana (val)

1-2 msk niðurkornar pecan/valhnetur/möndlur (val)

  1. Leggðu hafra í bleyti yfir nótt. Daginn eftir máttu hreinsa hafrana.
  2. Bættu við hnetumjólk eða vatni og eldaðu Heila hafra í potti eins og þú myndir gera venjulega hafra en í 30 mín.
  3. Þegar tilbúið bættu við kanill, cayenne, salti, steviu og chia fræjum.

 

Til að flýta fyrir má elda hafrana að kvöldi í 1 mín við suðu, slökkva á hellunni og daginn eftir er þetta rétt hitað upp með örlítið meira af möndlumjólk/hnetumjólk ef þess er óskað.

Aðrar útfærslur:

  • Fyrir kakó graut bættu við 1 msk af lífrænu kakó dufti
  • Fyrir meira prótein bættu við 1-2 msk af hemp fræjum eða/og möndluflögum
  • Fyrir graskers- og þakkargjörðarútgáfu má bæta við 1/4 tsk múskat, 1/4 tsk negul, 1/4 tsk engifer

 

Grænt te var fimmta fæðutegundin sem getur aukið brennslu, því er upplagt að drekka góðan bolla af grænu te með.

Njóttu fyrir dásamlegan morgun.

 

Hefur þú prófað Heila hafra? hvaða útgáfu af grautnum hér að ofan heillar þig?

Njóttu vel og segðu mér frá í spjallinu að neðan.

Líkaðu svo við á facebook og deildu með vinum þínum fyrir léttari jól.

 

heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *