Hvernig á að sleppa sykri og hvað á að nota í staðinn + 17. júní uppskrift!
17th June 2014Ég var algjör sukkari…
1st July 2014Hvernig á að sleppa sykri og hvað á að nota í staðinn + 17. júní uppskrift!
17th June 2014Ég var algjör sukkari…
1st July 2014Það getur verið auðvelt að týnast í því upplýsingaflæði sem er þarna úti og freistast til þess að prófa næstu skyndilausn sem maður les sig til um.
En er megrunarkúrinn virkilega að virka?
Með áratugareynslu í að hjálpa konum hef ég tekið eftir 5 algengum gildum megrunarkúr sins sem oft veldur fitusöfnun, orkuleysi og uppgjöf.
Ég deili þessu með þér í von um að stytta þér leiðina að bættri heilsu.
–
Lesa einnig:
–
5 gildrur megrunarkúrsins
–
–
1. Takmörkun í fæðuvali
Þegar ég neitaði mér um ákveðna fæðu fann ég hvað löngun í þá fæðu óx til muna.
Ég sannfærði sjálfa mig um að ég gæti aldrei lifað án fæðunnar og stalst í hana þegar mér fannst ég eiga hana skilið t.d. eftir langan vinnudag eða þegar rósa frænka kom í heimsókn. Hver afsökun var notuð!
Málið er að þegar slíkar reglur eru settar þá bregst hluti heilans við á þann hátt að verið sé að svipta honum lífsnauðsynjum, t.d þeim sem veita þér öryggi og þægindi. Hægt og rólega fer heilinn að brjóta þessar reglur og kalla á þessar lífsnauðsynjar sem hann telur að verið sé að taka frá þér (Lesa meira hér)
Það getur verið auðvelt að týnast í því upplýsingaflæði sem er þarna úti og freistast til þess að prófa næstu skyndilausn sem maður les sig til um.
En er megrunarkúrinn virkilega að virka?
Með áratugareynslu í að hjálpa konum hef ég tekið eftir 5 algengum gildum megrunarkúr sins sem oft veldur fitusöfnun, orkuleysi og uppgjöf.
Ég deili þessu með þér í von um að stytta þér leiðina að bættri heilsu.
–
Hvað er til ráða?
Lausnin felst í því að fá hugann með sér í lið og finna leiðir til þess að upplifa slíkt öryggi og þægindi í réttu mataræði. Þetta er einmitt fyrsta skrefið sem við tökum í Nýtt líf og Ný þú þjálfun sem gerir það að verkum að breyting getur loks orðið varanleg.
–
–
2. Endurtekin megrun
“Því oftar sem þú ferð í megrun því meiri verður fitusöfnunin hverju sinni!” – Dr keith Ayood og Dr Ulrich.
Rannsóknir þeirra sýndu að saklausir skyndikúrar sem við dempum okkur í geta skilið líkamann og heilsuna eftir í verra ástandi en áður! Ástæða þess er að með svokölluðu jó-jó þyngdartapi myndast streita í lifrinni sem veldur meiri fitusöfnun í líkamanum.
Ekki nóg með það heldur getur slíkt flýtt fyrir öldrun, veikt ónæmiskerfið og sljóvgað mótefni líkamans gegn byrjunarstigum krabbameins jafnt sem öðrum sjúkdómum!
–
Hvað er til ráða?
Lausnin felst í því að endurskoða lífsstílinn með þeim hætti að þú finnir fyrir seddu og ert vel nærð. Þá finnur líkaminn og hormónakerfið fyrir öryggi og skapar jafnvægi. Konurnar mínar í Nýtt líf og Ný þú eru alltaf jafn hissa á því að hægt sé að vera södd og borða góðan mat en á sama tíma léttast.
–
–
3. Breytt efnaskipti
“Líkaminn þinn er með nákvæman mælikvarða á því hversu mikinn mat þú þarft.” – Ayurveda
Þegar ég hætti að hlusta á líkama minn hvað varðar seddu og næringu og fylgdi frekar fyrirfram ákveðnum matarkúr ruglaði það algjörlega í efnaskiptunum í líkamanum.
Líkaminn hefur nefnilega náttúrulegan hæfileika til þess að segja þér hvenær á að borða og hvenær á að hætta að borða. Ef við skoðum t.d. líkama kvenna þá veldur hormónakerfið því að suma daga þarftu að borða meira en aðra daga minna.
Að fara gegn þessu náttúrulega mynstri getur haft neikvæð áhrif á efnaskipti líkamans, m.a. brennslu og slík áhrif geta varað mun lengur en matarkúrinn sjálfur ef engu er breytt.
–
Hvað er til ráða?
Lausnin felst í því að komast aftur í tengsl við líkamann, m.a. með áhrifaríkri hreinsun og í kjölfarið kynnast líkamanum upp á nýtt. Þetta er einmitt eitt af því sem við gerum í Nýtt líf og Ný þú þjálfun.
–
– –
4. Næringarskortur
Þegar ég takmarkaði inntöku kolvetna minnkaði fókusinn minn, ég varð gjarnari á að gleyma hlutum og eftir nokkrar vikur varð löngunin mín í kolvetni alveg gífuleg.
Þegar ég passaði ekki nægilega vel uppá próteininntöku varð ég föl í framan, hárið mitt þynntist og vöðvar rýrnuðu.
Þegar mig vantaði fitu tók ég eftir því að ég gúffaði í mig fitu við hvert tækifæri og líkami minn öskraði á sykur og súkkulaði.
Ég gæti haldið svona áfram endalaust en punkturinn er sá að líkaminn þarfnast allra fæðuflokka til þess að starfa eðlilega og það í góðu jafnvægi.
–
Hvað er til ráða?
Lausnin felst í því að finna jafnvægi í næringu sem hentar þér en ekki takmarka þér ákveðna fæðu. Vertu tilbúin til þess að hlusta á líkamann og hlýða honum hvað varðar næringu og langanir. Slíkt tekur æfingu en ávöxtur þess skilar sér í miklu betra andlegu jafnvægi, minni löngun í óhollan mat og sykur. Þetta er eitt af því sem við þjálfum þig í með Nýtt líf og Ný þú þjálfun.
–
–
5. Leiði
Einhæf fæða er ávísun á leiða og uppgjöf í breyttu mataræði.
Það er allt í lagi að borða uppáhalds matinn þinn reglulega en ef þú borðar sömu fæðuna dag eftir dag munt þú að öllum líkindum ekki mæta þörfum líkamans hvað varðar næringu – Þrátt fyrir að þú sért að borða holla fæðu er fjölbreytni lykilatriði hvað varðar inntöku næringarefna.
–
Hvað er til ráða?
Þegar þú byrjar að finna fyrir leiða og langar til þess að gefast upp – breyttu til og prófaðu einhvað annað! Eldaðu nýja uppskrift. Eitt af því sem við gerum í Nýtt líf og Ný þú þjálfun er að sífellt notast við nýja matseðla sem ýtir undir fjölbreytileikan.
–
–
Langtímalausnin felst í lífstílsbreytingu
Við erum öll ólík og enginn einn matarkúr mun geta sagt þér hvernig þitt rétta mataræði lítur út.
Með Nýtt líf og Ný þú lífstílsþjálfun finnur þú hvaða mataræði virkar fyrir þig en slíkt hefur hjálpað hundruðum kvenna í átt að varanlegu þyngdartapi og allsherjar vellíðan.
–
–
Sólveig var orðin leið á að hamast í ræktinni án árangurs og var búin að reyna allt mögulegt þegar hún ákvað að prófa aðra nálgun og skráði sig í Nýtt líf og Ný þú þjálfun – í dag er hún léttari, ánægð með afrekið og finnur vellíðan í varanlegum lífsstíl.
–
–
Guðný hafði prófað allt mögulegt þarna úti og ákvað að taka aðra nálgun og skráði sig í Nýtt líf og Ný þú þjálfun. Var það upphafið að mun léttari líkama, langtímalausn og segist hún borða mun fjölbreytari mat en áður. Hún nýtur þess í botn.
–
,,Sé ekki eftir einu einasta augnabliki”
Fyrir þjálfun hafði ég þyngst nokkuð sl. 2 ár. Mig langaði að léttast aftur og líða betur í líkamanum, ég var verulega óánægð, var alltaf að lesa mig til um og hvað ég ætti að gera til að léttast aftur, en einhvernvegin sama hvað ég gerði, ég léttist ekkert. Fyrst hafði efasemdir um að þetta mundi ekki virka en með þjálfun hef ég lést um 7 kg og gigtareinkennin eru horfin! Fingurnir ekki eins stirðir og bara allt önnur líðan í skrokknum. Eins hefur blóðþrýstingurinn farið aftur í rétt horf.
Mér finnst stuðningurinn, hvatningin og allur fróðleikurinn sem ég hef fengið alveg frábær! Ég sé ekki eftir einu einasta augnabliki og hvet alla þá sem áhuga hafa á því að láta sér líða vel að fjárfesta í þessu. Mér líður svo miklu betur og lífið svo heilbrigt og skemmtilegt!
-Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, meðlimur í Nýtt líf og Ný þú
–
Ert þú komin með leið á endalausum tilraunum og þráir varanlega lífsstílsbreytingu í staðin?
Komdu og kynntu þér Nýtt líf og Ný þú þjálfun betur en þar er hægt að bóka ókeypis 15 mín símtal með okkur til að sjá hvort þjálfun henti þér.
–
– –
Segðu mér frá í athugasemd hér að neðan hverja af þessum gildrum þú tengir mest við.
Hver var sú gildra og hvað lærðirðu?
Ef þér fannst greinin áhugaverð endilega deildu henni með vinkonu/vini á Facebook!
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
21 Comments
Sæl Júlía, ég hef barist við alls konar hremmingar varðandi mataræðið og þarf svo sannarlega að temja mér annan og nýjan lífsstíl. Ég mun skrá mig í næsta átak hjá þér
Frábært að heyra Þórunn! Hlökkum til að kynnast þér betur 🙂
Gaman að heyra Þórunn, hlakka til að hafa þig með!
Vó þetta er allt bara ég: /
haha já ég held að það kannist margir við þetta Gyða, vonandi er þetta þjálfun sem gæti hentað þér og hjálpað 🙂
Fyrsti liðurinn klárlega. Hef lengi glímt við sykurpúkann og tilhugsunin um að taka hann alveg út veldur miklu hugarangri. Mèr gengur miklu betur þegar èg vel að takmarka hann, sneiða sem allra mest frá þeim hvíta og njóta þess sem èg leyfi mèr af öðrum möguleikum, td hunangi og pálmasykri sem èg þarf í svo litlum mæli þegar sá hvíti fær pásu. Narta í döðlu eða þurrkaða apríkósur og pokarnir endast lengi lengi.
Flott Sólveig það er góð leið til þess að fara, best að taka bara lítil skref í einu
😉
Ég kannast við allar þessar gildrur og hef lent í þeim öllum. Það sem ég hef lært af þeim er að það virkar ekki fyrir mig að hafa bannlista, ég reyni frekar að hugsa um hvaða fæðu ég þarf og þarf ekki. Ef mig langar í eitthvað óhollt þá hugsa ég frekar um hvernig það gangast líkama mínum og hvað væri betri og næringarríkari kostur í staðinn án þess að banna sjálfri mér óhollustuna. Það má líka alltaf fá sér smá, bara passa að það fari ekki úr böndunum, sem það gerir frekar ef maður hugsar sér að maður sé að stelast. Ég er búin að léttast um rúm 20 kg. síðan í febrúar, með engan bannlista.
Hvernig fórstu að því?
Passa skammtastærðir, fæ mér einu sinni á diskinn, drekk mikið vatn og geng úti nánast á hverjum degi, að meðaltali 5 km. í hvert skipti, stundum meira, stundum minna. Svo reyni ég að skora á sjálfa mig fyrir hvern mánuð. Til dæmis var áskorun mín fyrir júnímánuð að ganga upp að Steini á Esjunni, ég gerði það á s.l. laugardag 🙂 Í maí var markmiðið að ganga samtals 120 km og það tókst. Svona áskoranir og markmið virka miklu betur fyrir mig en kílóatala.
já og þegar ég fer í kökuveislur, þá smakka ég allt sem mig langar í, fæ mér bara smá flís af hverju í staðinn fyrir heila sneið af hverju. Þetta snýst í rauninni um að vera meðvituð hvað ég borða og hreyfa mig.
Vá frábær árangur Guðrún! Algjörlega, það er svo mikilvægt að finna hvað hentar sér og halda sig við það 🙂
kannsast við þetta allt saman og þá helst að vera með of takmarkaðan lista yfir hvað ég má borða. Ég var alltaf svöng og hætti fljótlega öllu því ég nennti þessu ekki.
Já það er nefnilega málið, það er svo erfitt að halda úti einhver boð og bönn til frambúðar. Vonandi er þetta eitthvað sem getur hjálpað þér 🙂
Ég hef sem betur fer ekki mikið verið að prófa skyndilausnir og megrunarkúra. Ég reyni frekar að fara eftir „allt er gott í hófi”. Hins vegar hef ég alveg dottið í þessar gildrur en næ þó oftast að sleppa frá þeim fljótt 🙂 Hlakka mikið til að heyra um þessa nýju þjálfun! Held að það gæti akkúrat verið það sem ég þarf á að halda 🙂
Já endilga Viktoría! Vonandi er þetta eitthvað sem hentar þér
Hef lent í öllum gildrunum. Langar til að losna við 25 kg og mun halda áfram 🙂
Já frábært Petrína, flott og skýrt markmið! 🙂
Sæl
´Ég hef komist að því að það sem mestu máli skiptir fyrir mig er að vera í jafnvægi, ég tók upp á því að fara að hugleiða helst á hverjum degi og viti menn ég borða bara þrjár máltíðir á dag og ég hugsa ekki eins mikið um að borða og ég gerði áður, ef mig langar í eitthvað á milli mála þá fæ ég mér hnetur ávexti eða annað hollt stundum döðlu, ég hef ekki þessa þörf eins og áður að vera að borða nasl eftir kvöldmat eða annað en þá var ég líka í miklu ójafnvægi.Svo held ég hvíta sykrinum og helst geri alveg frá ég á hann ekki til ég nota frekar annað sætuefni hollara.
Frábært að heyra Ólöf. Það er svo gott að hugleiða á hverjum degi og maður finnur svo mikinn mun. Flott að þú ert búin að finna þitt jafnvægi, gangi þér vel áfram 🙂